Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 3
V f SIR. Ffmmtndagur 2. marz 1967, Skammt frá Geithálsi voru nokkrir hcstar á beít með hví'tan fjallahringinn að baki. 55 Fögnuður er að fá sér sprett... U „Betra er að vera klakaklár og krafsa snjó til heiöa en lifa mýldur öll sín ár undir hnakk og reiða.“ Þessi vísa var á sinum tíma ort um útigangshcstinn. Senni- lega eru fáir slikir eftir á land- inu. Þarf að líkindum að leita allt norður I Húnavtns- og Skaga fjarðarsýslur til þess að rekast á fjölmenn hrossastóð, sem una á beit mestan hluta vetrar. Hlutverki hestsins er á all- mjög annan veg háttað, en þeg- ar hann var enn „þarfasti þjónn inn“. Frá því að vera heimilis- hesturinn er hann orðin gæða- vara, sem aöallega er nýttur í frístundum eigendanna, hvort heldur er í bæjum eða sveitum. Á þennan hátt hefur hann verið leystur undan helzta okinu, en frelsisskerðingin er hin sama. 1 bítandi frosti en heiðríkju og sólskini brá Myndsjáin sér út í fyrradag og á vegi hennar urðu nokkrir hestar, enn í vetrarbún- ingnum, þótt þeir séu óðum að losa sig við hann núna. Hjá hesthúsum Fáks hjá Skeið vellinum voru nokkrir þeirra í stíu og var auðséð að þeir nutu útiloftsins og þess að geta hreyft sig innan þessa takmarkaöa rúms. Eigendurnir voru að hreinsa inni í hesthúsunum. Skammt frá Geithálsi voru nokkrir hestar á beit og að leik með hvítan fjallahringinn að baki, vorhugurinn var kominn í þá og við þá átti eftirfarandi vísa: „Fögnuður er að fá sér sprett. Föx og búkar ljóma, meðan hlaupin láta létt og lífið er í blóma.“ Maöur, hestur og hundur er alltaf sjón, sem hrífur hjörtun. Þarna cr Jónas Jónsson á leiö til húsa Fáks með hest úr tamningu, en hundurinn Kolli fylgir fast eftir húsbónda sínum. Þótt vorhugur væri kominn í þá, þar sem þeir voru að kljást í stíunni við hesthús Fáks voru þeir ekld komnir úr vetrarhamnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.