Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 16
/ Fimmtudagur 2. marz 1967. Fyllsta öryggis gætt / álhræðshi Tilhögun verksmiöjunnar hefur verið breytt vegna hugsanlegrar lofthreinsunar Samningar gera ráð fyrir, að verksmiðjan beri alla áhættu. Jóhann Hafstein svarar fyrirspurn um eiturgufur og öryggisútbúnað i álbræðslunni Á fundi í sameinuðu þingi í gær svaraði Jó- hann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, fyrir- spum um eituráhrif og öryggisútbúnað fyrir- hugaðrar álverksmiðju í Straumsvík. Benti hann á, að það hefði verið á- skilið af hálfu íslend- inga; að verksmiðjufélag ið bæri alla áhættu, og væri fullkomlega skaða- bótaskylt, af öllu tjóni af útblásturslofti eða öðr- um úrgangi frá verk- smiðjunni, og að breytt hefði verið byggingará- ætlun ÍSALs þannig, að setja mætti upp fullkom inn hreinsunarútbúnað í bræðslusalina. Alfreð Gíslason bar fram fyr- irspurn til iönaðarmálaráðherra í gær í 3 liðum: a) Telja sér- fræðingar íslenzku heilbrigðis- þjón. nokkra hættu á flúoreitr- un frá álverksmiöjunni í Straumsvík b) Hvers konar bræösluker verða þar notuð? c) Verður þess krafizt, að reyk- eyðingartækjum verði komið' fyrirj verksmiðjunni og þau hagnýtt frá byrjun? Ráðherra svaraði fyrirspurn Alfreðs með allítarlegri ræöu og benti í upphafi hennar á þaö, að ástæða væri til að ætla að flúormengun mundi ekki skapa vandamál í verksmiðjunni, þar sem loftræstingin í bræðsluofn- um hennar og vinnuskilyrði yrðu mjög góö. Því hefðu athug anir ríkisstjórnarinnar meira beinzt að, hvers vænta mætti um áhrif bræðslunnar á um- hverfi hennar, þ. e. dýralíf og gróöur í næsta nágrenni. Því heföi það skipt miklu máli, hvar bræðslunni væri valinn staður. Það hefði frá upphafi verið Ijóst, að hún væri vel staösett í Straumsvík, á opnu svæði, þar sem ríkjandi vindátt er á haf út, og gróður í ná- grenni mjög takmarkaður og ekki viökvæmur fyrir mengun flúors. Ráðherrann gat þess einnig, að það hefði verið áskilið af hálfu íslendinga að verksmiðju félagið bæri alla áhættu af tjóni af útblásturslofti eða öðrum úr- gangi frá verksmiðjunni. Yrði það fullkomlega skaðabóta- skylt og auk þess skuldbundið til að grípa til nauðsynlegra varúðarráðstafana, ef hætta yrði \ talin á frekara tjóni. Þá upplýsti ráðherra, að síð- an samningsgerðinni lauk 1966 hefði athugun á málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar verið haldið áfram og frekari upplýsingum safnað um hinar ýmsu hliðar þess. Þá benti hann ennfremur á, að i t. d. Þýzkal., Sviss og Nor- egi væru engar almennar regl- ur vegna mengunar nema þær, að gera það, sem nauðsynlegt telmst hverju sinni. Væri því að þessu leyti, þar beitt nákvæm- lega sömu aðferðum og sama Framh. á bls. 10 ticiruVdur ríkisarfi í vikuheimsókn hér Haraldur ríkisarfi Noregs hefur þegið boð ríkisstjórnarinnar um að koma í opinbera heimsókn til ís- lands í sumar. Er hann væntanleg- ur hingað 10. ágúst og mun dvelj- ast hér á landi til 18. ágúst. Meðan hann dvelst í Reykjavlk mun hann búa í ráðherrabústaðnum í Tjam- argötu og á öðrum degi heimsókn- arinnar mun hann ganga á fund forseta, forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra. Mun rikisarfinn ferð- ast um Borgarfjörð og heimsækja Reykholt og ef til vill mun hann fara á laxveiðar. Síðan er áætlað að hann fari til Norðurlands og komi m. a. að Akureyri og Mývatni. Þá mun hann ferðast um Suður- land og heimsækja sögustaði, skoöa Gullfoss og Geysi o. s. frv. Ekki er enn vitað hverjir verða í fylgd með ríkisarfanum á heimsókn hans. SAMIÐ UM SMÍDl 1878 SKAPA Nýlega voru undirritaðir samn- ingar um smíði skápa í hinar nýju byggingar, áem rísa eiga á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar í Breiðholti. Fjöldi skápanna er 1878, þar af 1566 fata- og línskánar og 312 kústaskápar. Tekið var tilboði frá Tré-^ smiðjunni Akri h.f. á Akranesi um smiði og uppsetningu, en það tilboð nemur 8.354.208 krónur. Skáparnir verða spónlagðir með Oregon-pine að utan, en brennispæni að innan. Lögð er mikil áherzla á að öll vinna og allt efni til skápanna veröi fyrsta flokks. Afhending skáp anna á að fara fram á tímabil- inu 1. október 1967 til 1. júní 1968. Innlendu tilboðin voru 10, frá 9 aðilum, en 18 tilboð frá 15 uðilum bárust erlendis frá. Til- boðin voru frá kr. 6.013.176 og upp í kr. 26.537.900 fyrir skáp- ana óuppsetta. Uppsetning skáp anna var ekki boðin af öllum aðilum. Tilboð Trésmiðjunnar Akurs h.f. í skápana óuppsetta var kr. 7.131.000 en lægsta erl. tilboöið i skápana óuppsetta var kr. 8.261. 000. Yfirleitt voru- erlendu tilboð- in ekki sambærileg við þau inn- Iendu og er þá átt við gæöi þess efnis sem boðið var. Vísir rabbaði í gær við Stefán Teitsson, framkvæmdastjóra Trésmiðjunnar Akurs h.f. — Ég er biartsýnn hvað verk- efnið snertir og ánægður með að íslenzkir aðilar skuli vera samkeppnisfærir við þá erlendu. Það er mikið gert að því að Framh. á bls. 10 , • , . f, - • ' Engir beinir styrkir til dagblaða í athugun aö létta af þeim ýmsum útgjöldum Á fundi í sameinuðu þingi í gærj bar Einar Olgeirsson fram fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar um1 könnun á hag dagblaðanna. Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, | svaraði þessari fvrirspurn Einars; og sagði, að aldrei hefði verið á-; kveðið að slík könnun yrði gerð.1 Hins vegar heföi ríkisstjómin látið fara fram athuganir varöandi þau úrræði, sem önnur lönd hefðu grip- ið til í þessum efnum, og athugað hvort þau ættu við hérlendis. Varðandi þann lið fyrirspurnar Einars, sem fjallaði um, hvort rík- isstjórnin hygðist gera ráðstafanir Sigursveit Búnaðarbankans Skákþing stofnana: Aldrei verið eins spennandi og nú — segja sigurvegararnir, sveit Búnaðarbankans, sem vann mótiö í 3. sinn í röð Fjölmennustu skákkeppni ársins „firmakeppninni" lauk á þriðju- dag með sigri skáksveitar Bún- aðarba.nkans, sem vann keppn- ina í þriðja sinn í röð og hlýtur því Vísis-bikarinn, sem keppt var um, til eignar. 1 þessari keppni, sem Skák- samband íslands gengst fyrir árlega, koma jafnan fram margir kunnir skákmenn, sem lítið hafa sig í frammi nú orðið, svo sem Baldur Möller, Áki Pétursson, Guðmundur Ágústsson og fleiri. Það hefur margsinnis komið fram á þessum mótum að bank- amir hafa marga slynga skák- menn innan sinna veggja, og hafa þeir oft háö haröa baráttu um efstu sætin. Vísir ræddi lítillega við sigur vegarana úr Búnaðarbankanum í gær og sögðu þeir, að úrslita- keppnin hefði aldrei verið eins spennandi og núna, það heföi ekki verið útséð um úrslitin fyrr en í síðustu umfcröinni. Annars töldu þeir félagar, að sjaldan hefði veriö eins mikil drift í skáklífinu og nú í vet- ur. Sjaldan verið eins mikið um utanferðir skákmanna til keppni. Forustumenn skákhreyfingar- innar ættu þakkir skildar fyrir dugnað sinn, ekki sízt þeir Guð- mundur Arason, formaöur Skák sambands íslands og Hólmsteinn Steingrímsson, formaöur Tafl- félags Reykjavíkur, en þeir væru aðaldriffjaðrirnar í félagsmálum skákmanna. Þeir félagar vildu sem minnst um það segja, hvort bankamenn væru ráðnir eftir því hversu þeim væri sýnt um að tefla. Kannski væri það svipaö og með lögregluna, sem hefði á sínum snærum vel flesta frjáls íþróttamennina, sögðu þeir. Hins vegar er starfandi skák- klúbbur innan Búnaðarbankans, að vísu hefur verið mesta deyfð yfir honum að undanförnu, sögðu þeir, en nú mun vera meiningin aö bæta úr því fyrir næsta mót. Búnaðarbankinn var með tvær Franih. á bls 10 til þess aö koma í veg blaðadauða hér, svaraði forsætisráðherra því til, að ríkisstjómin hefði að svo komnu máli ekki ákveðið aö setja neina löggjöf eða bera fram fmm- varp þess efnis. En það væri til athugunar, þó ekki væri búið að ákveöa það enn, hvoft ekki væri unnt að Iétta af blöðunum vissum útgjöldum og gera þeim auðveld- ari útgáfuna, en verið hefur, þó yrði slíkt aö vera með sanngimi og án þess að halla á aðra. Einnig væri það til athugunar, hvort dagblöðin fengju greiðslur af hálfu ríkisstofn- ana fyrir þá þjónustu, sem bau hafa hingað til innt fyrir þessa að- ila ókeypis, en allt væri þetta til athugunar og ekkert verið endan- lega ákveðið enn. Varðandi þá full- yrðingu Einars, að auglýsendur híefðu í hendi sér velgengni blaða, svaraði forsætisráðherra þvf Framh. á bls. 10 Þyrla bjargar tólf af Grænlandsjökli í NTB-frétt frá Godthaab segir, aö grænlenzk þyrla hafi bjargað 12 mönnum af Grænlandsjökli og komið meö þá tíl Syöri-Straumfjarð ar í nótt. Ilér var um að ræða 11 manna áhöfn flutningaflugvélar sem flogið var í gær inn yfir jökulbreið una til hjálpar bandaríska flug- manninum sem nauðlenti þar á mánudágskvöld, og flugmanninn Við flugtak á jöklinum rakst annað skíði flugvélarinnar niður í rifu og varð flugvélin við það óflugtaksfær og var tilkynnt frá henni hversu komið væri og beðið um þyrlu. Sérfræðingar hafa til athugunar hvort gerð verður tilraun til þess að bjarga flugvélinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.