Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 7
V í SIR. Fimmtudagur 2. marz 1967, 7 morgun útlönd í mörgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd iiturlyfjanotkun að verða æ alvar- fegra vandamál á Norðurlöndum Eiturlyfjanotkun er að verða al- varlegt vandamál á Norðurlöndum eins og i Bretlandi og fleirS lönd- um. Dagblöðin birta daglega frétt- ir sem staðfésta þetta, fréttir sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar sem er í sókn í öllum Iöndunum gegn eiturlyfjahættunni. Pannig skýrir Aftenposten í Osló frá því í fyrradag, að röggsamlegar að- gerðir rannsóknarlögreglunnar hafi leitt til bess, að nú séu nær dag- lega framkvæmdar handtökur vegna eiturlyfjaneyzlu. Fyrirsögn fréttarinnar, sem birt er á forsíðu er: Marihuana er rækt- að í Noregi. í fréttinni, sem er frá í gær, segir: Fjórar ungar manneskjur voru handteknar í gær og lagt bann á bréfaskriftir og heimsóknir til þeirra. Þær voru leiddar fyrir rétt til yfirheyrslu — sakaðar um að hafa í fórum sínum eiturlyf, selja þau eða nota. Á undangengnum tveimur mán- uðum hafa yfir 20 ungar manneskj- ur verið handteknar af lögreglunni vegna eiturlyfjaneyzlu. Meöal þeirra var 27 ára gamall stúdent, sem var í þann veginn að ganga undir embættispróf. Hann fékk fjögurra vikna fangelsi. Hann lét lögreglunni í té upplýsingar, sem vöktu mikla furðu, þ.e. hann hefði reykt marihuana ræktað í Noregi. Seytján ára gömul stúlka, sem áður hafði verið í sjúkrahúsi vegna taugaveiklunar bugaðist alveg f rétt inum. Hún hefur játað að hafa reykt marihuana í opinberri hjálp- arstofnun fyrir konur í Osló. Ann- ars var 28 ára gamall sjómaður frá Tanzaniu fangelsaður í viku, m.a. fyrir að hafa gefið þessari stúlku marihuana. Og tvftugur sjómaður var fangelsaður í 3 vikur fyrir að hafa 200 gr. af marihuana í fórum sínum. Þetta var í fyrsta sinn, sem lögreglan var tilneydd að setja unga stúlku í fangelsi vegna eitur- lyfjanotkunar. Hún er ákærð fyr- ir að hafa margsinnis í janúar og febrúar reykt marihuana f fyrr- nefndri stofnun meðan hún var þar sjúklingur. Hún kvaðst hafa verið undir þungu fargi og ekki verið þess megnug að hætta. Aftenposten hefur snúið sér til stofnunarinnar og fengið þær upp- lýsingar, að f stofnuninni sé reynt að hafa eftirlit sem frjálslegast, til þess að sjúklingarnir hafi ekki á tilfinningunni, að verið sé að njósna um þá, og það geti komiö fyrir, að eitthvað þyki grunsam- legt við sjúkling, og sé þá reynt að komast að hvort sjúklingurinn hafi neytt áfengis, tekið inn töflur o.s.frv. og í þessu tilfeíli hafi sjúkra húsið ekki haft vitneskju um, að stúlkan hafi reykt marihuana. Weatherley Bertrand Russell fékk neitun hjá stjórn Sviss Brezki heimspekingurinn Bert- rand Russell fær ekki leyfi svissn eskra stjómarvalda til þess að taka fyrir ákæru hans og stuðnings- manna hans á hendur Johnson Bandarfkjaforseta fyrir stríðsglæpl. í tilkynningu svissneska dóms- málaráöuneytisins segir, að Russell hafi sótt um leyfi til þess, að „dóm stóll“ tæki fyrir ákæruna í Sviss en slíkur „dómstóll" hefði ekkert dómsvald og ekki til hans stofnað af yfirvöldum, er til þess hefðu um boð. Þá segir þar, að svissneska stjórnin sé þeirrár skoöunar, að „dómstóllinn" mundi taka stjóm- málalega afstöðu til Vietnam-deil- unnar og það mundi varla geta tal- izt í þágu friðarins. Sjómaður dœmdur i 18 mán- aða fangabúðavist hjá Rússum Enskur sjómaður, John Thom- as Weatherley, 29 ára var í gær í Leningrad dæmdur í 18 mánaða fangabúðavist „við strangan aga“. Hann var 20. janúar sl. f gisti- húsí‘f 'L’eningrad mjög drukkinn og var sakaður um að hafa komið af Handtaka í New Orleans - Garrison boðar fleiri Fyrrverandi ofursta f Banda- ríkjaher, Clay Shaw, var í gær skip að að mæta til yfirheyrslu f skrif- stofu saksóknara í New Orleans, vegna gruns um þátttöku f sam- særi til áð myrða John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Yfirheyrslurnar stóðu f 5 klukku stundir. Aö þeim loknum var mað urinn úrskurðaður í gæzluvarðhald en jafnframt tilkynnt að hann mundi veröa látinn laus gegn 25. 000 dollara tryggingu fyrir, að hann mæti fyrir rétti, þégar hann er til kvaddur. Maðurinn hefur ekki enn sem komið er að mihnsta kosti verið ákærður. Garrison saksóknari hefur boöaö fleiri handtökur. Hann kvað fyllstu nærgætni hafa verið viðhafða, er Shaw var yfirheyrður. Shaw var í Bandaríkjaher í síð- ari heimsstyrjöldinni og var sæmd ur franska stórkrossinum' fyrir vasklega framgöngu. Hryðjuverkaöldin I stað slagsmálum, en þar var brull- aup haldiö, og nefbrotið brúðgum- ann. Brúðurin bar, aö hann hefði verið mjög drukkinn og raunar virð ast allir hafa verið undir áhrifum nema hún. Weatherley, farmaður á brezka skipinu Baltic Merchant, haföi játað sekt sína. Sambandsstjórn Suður-Afríku hefur óskað eftir að ræða við forustumcnn allra stjómmálaflokka og sam- taka í Aden i von um, að það leiöi til þess, að endi verði bundinn á hermdarverldn þar, en þau hafa verið framin þar daglega vikuin saman, sprengjum komið fy rir i íbúöarhúsum, hús sprengd í loft upp og margir særzt og beðið bana. Fyrir nokkru var sprengt í loft u pp hús Mackawees fyrrverandi forsætisráðherra, sem 3retar viku frá fyrir tveimur árum, en hann er nú forsprakki samtaka, sem hafa bækistöð í Yemen og þar mun hann vera, en synir hans 3 vom meðal þeirra sex manna, sem biðu bana af völdum sprengingarinn- ar. Myndin var tekin eftir að sprengingín varð og sjást á henni brezkir hermenn að leita að sprengjum. ► Látinn er Henry Luce, útgef- andi bandarísku tímaritanna Times og Life, 63 ára að aldri. ► Dómstóll í Hamborg hefur fellt þann úrskurð, að ekki beri að viöurkenna kröfu Önnu Ander- son, sem nú býr í Schwarzwald, um viöurkenningu á, að hún sé dótt ir Nikulásar Rússakeisara. Kröf- um hennar í þessu efni hefur marg sinnis veriö hafnað áður. ► Dr. Theophilus Ebenhazer Dong- es hefur verið kjörinn forseti Suö- ur-Afríku í stað Swarts forseta, sem lætur af embætti 31. maí. Dong es lét nýlega af störfum sem fjár- málaráðherra eftir 8 ára starf. Þing menn beggja deilda kjósa forseta. Donges hlaut 162 atkvæði, en for- setaefni stjórnarandstæðinga Pet- er van de Byl hlaut 52 atkvæði. Hann er 77 ára og gegndi ráðherra embætti á sínum tíma í embættis- tíð Smuts hershöfðingja og forsæt isráðherra. ► Aukakosningar standa fyrir dyrum í 6 kjördæmum í Englandi og mun Verkalýösflokknum sigur- inn vfs í 3 þeirra. Kosning fer m.a. fram í kjördæmi Frank Cousins, fyrr tæknimálaráöherra, nú forseta Sambands flutningaverkamanna og hefur flokkurinn þar f kjöri 24 ára gamlan pilt, sem yrði yngsti þing- maður í brezka þinginu, næði hann kosningu. ► Hið kunna brezka skipafélag P & O býst við að verða að hækka fargjöld í skemmtisiglingum skipa sinna vegna aukins tilkostnaðar. Tekjur félagsins voru meiri 1966 en 1965 að vísu af far- og farmgjöld- um, en tiikostnaður óx mjög og skipafélagið tapaði 1-114 milljón sterlingspunda árið sem leiö vegna sjómannaverkfallsins. Pólsk-tékkneskur vinóttusáttmóli Nýr vfnáttusáttmáli milli Pól- lands og Tékkóslóvakfu var undir- ritaður f gær. Hann kemur í stað sáttmála, sem gerður var 1947. Antonin Novotny forseti Tékkó- slóvakíu er í heimsókn f Varsjá og undirritaöi hann sáttmálann ásamt Josef Lenart forsætisráðherra Pól- lands. Áður höfðu farið fram við- ræöur, sem pólskir ráðherrar og stjórnmálaleiðtogar tóku þátt f. Biduult heim úr útlegð George Bfdault, fyrrum forsætis ráðherra í Frakklandi, hefur tekið ákvörðun um að hverfa helm, en hann hefur dvalizt í útlegð af eigin hvötum frá 1962. Á því ári lýsti hann yfir því, að hann myndi heyja baráttu gegn de Gaulle. Bidault hefur skýrt blaði í Lyon bréflega frá ákvörðun sinni. Ekki segir hann neitt um hvenær hann muni hverfa heim, en hann gæti átt á hættu að veröa handtekinn og Ieiddur fyrir rétt. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.