Vísir


Vísir - 02.03.1967, Qupperneq 10

Vísir - 02.03.1967, Qupperneq 10
VfSIR. Fimmtudagur 2. marz 1967. 10 HjB Álbræðsia — y Framh. af bls. 16 mælikvarða, eins 02 fyrirhugað væri aö beita hér á landi vegna ÍSAL. Ráðherra sagði frá viðræöum, sem átt hefðu sér stað í febrúar- mánuði s. 1. þar sem fyrirsvars- menn félagsins hefðu skýrt frá því, að í þeirri byggingaráætl- un ÍSALs, sem nú væri verið að ganga frá, hefði byggingunni verið breytt frá því, sem áætlað var 1964 þannig, að setja mætti upp fullkomin hreinsunartæki í bræðslusalina hvenær sem væri, án nokkurrar röskunar eða truflunar á rekstrinum, en sennilega um 30 milli. kr kostn- aðarauka leiddi af þessari breyt- ingu. Ráðherrann skýrði einnig frá því, að ráðserð væri rannsókn, sem hefjast mundi á þessu sumri, á flúormagni í jarðvegi svæðisins við Straumsvík og mundu niðurstöður þeirrar rann sóknar svo hafðar til grundvall ar samanburðarrannsóknum, sem hafnar mundu, þegar bræðslan tæki til starfa. En með þv£ móti yrði bezt fylgzt með flúormengun. í svari sínu við fyrirspurn- inni vísaði ráðherra til ummæla prófessors Axels Lydersens, for stöðumanns efnatæknideildar við tækniháskóla Noregs í Þrándheimi og jafnframt for- manns ráðs, sem hefur yfirum sjón með öllum mengunaráhrif- um frá verksmiðjureyk. En prófessorinn segir í bréfi til forstjóra Rannsóknarstofnunar iðnaðarins hér: „Ég veit ekkert dæmi um, aö fram hafi komið tjón á mönnum í nágrenni ál- verksmiðju". Varðandi b-lið fyrirspurnar- innar, um hvers konar bræðslu- ker yrðu notuð, svaraði ráðherr ann þvf til, að gert væri ráð fyr ir því, að notuð yrðu bræðslu- ker með „bökuðum" anóðum. Að öllum hliðum þessa máls at- huguöum og samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir ráöu- neytinu liggi, komi ekki til mála að reyna að breyta fyrirætlun verksmiöjufélagsins um að nota fremur þess konar ofna, en t. d. Söderbergsofna, sem notaðir eru í norskum verksmiðjum, en ekki reynzt sem skyldi. Að lokum sagði svo ráðherra: „Samningurinn við Alusuisse var þannig, sem kunnugt er, að ekki þótti ástæða til að slá því föstu viö samningsgerðina, hvort setja ætti upp reykhreins un eða ekki, heldur skyldi mál ið rannsakað og aðstaðan met- in eftir því, sem góðar iðnaðar- venjur segja til um á hverjum tíma. ÍSAL mun gera allar eðli- legar ráðstafaríir til að hafa hemil á og draga úr skaölegum áhrifum af rekstri bræðslunnar 1 samræmi við góðar venjur i iðnaði í öðrum löndum við svip aðar aðstæður. Það mál yrði stöðugt rannsóknarefr.i, nú og síðar, hvort sem reykhréinsun veröur sett upp eða ekki. hvað gera þurfi til að fullnægja þessu skilyrði. Grundvallaratríðið er það, að íslenzk yfirvöld hafi jafnan tiltækar upplýsingar, sem á þarf að halda til að meta aðstæður í Straumsvík, þannig að þau verði jafnan reiðubúin að krefiast þess. að framkvæmd ar séu þær varúðarráðstafanir, sem réttmætt er, að ÍSAL ann- ist á hverjum tíma.“ Að lokinni ræðu ráðherra þakkaði Alfreð Gíslason honum svörin. Styrkir — Framhald af bls. 16. til, að það væri misskilningur. Auglýsendur auglýstu einfaldlega mest í þeim blöðum, sem mest væru lesin. Slíkt væri eðlilegt lög- mál. Ekki væri um það að ræða, að auglýsendur héldu uppi einstök- um blöðum, heldur að einstök blöð veittu þeim meiri þjónustu og því væri eðlilegt, að þeir greiddu meira fyrir auglýsingar í þeim. Hér lendis væri hlutfallið jafnt milli útbreiðslu og auglýsinga. Skákþing — Framhald af bls. 16. sveitir £ þessari keppni og hin sveitin stóð sig bærlega, svo að af þvi má ráða hversu breidd in er mikil i skákliði þeirra þar f bankanum. Einnig munu þeir eiga bridgelið gott. Raunar er skákkeppni stofn- ana góður mælikvarði á þaö, hversu mikill og almennur skák áhuginn er hér á landi. Ekkert nágrannalanda okkar getur stát- að af jafmörgum jafngóðum skákmönnum miðað við höfða- tölu. Hér fer á eftir röð fyrirtækj- anna í skákkeppninni: A-FLOKKUR: 1. Búnaöarbankinn, A-sveit, 16 % vinning, 2. Raforkumála- skrifstofan 16 vinninga, 3. Veð- urstofan 14%, 4. Hreyfill, A- sveit, 14, 5. Sveinsbakarl 13V2. 6. Stjórnarráðið 13*4, 7. Útvegs- bankinn, A, 13, 8. Landsbankinn, A, 13, 9. skrifst. borgarverk- fræðings A 12%, 10. Hreyfill, B 11 y2, 11. Flugfélag íslands 11, 12. Landssfminn, A, 10%, 13. Landsbankinn B IOV2, 14. Bún- aðarbankinn B 10, 15. Bama- skólarnir i Revkjavik, A, 10, Lögreglan A 9%, 17. Bílaleigan Falur 9 %, Lögreglan B 7. B-FLOKKUR: 1. Bíóauglýsingar, A-sveit, 19 v., 2. Gagnfræðaskóli Kópavogs 15 vinninga, 3. skrifstofa borgar- verkfræðings B 15, 4. Bæjarleið- ir 14, 6. barnaskólarnir í Rvík B 14, 7. Borgarbílastöðin 13%, 8. Verðgæzlan 13^4, 9. Bíóaug- lýsingar B 13, 10. Vélsmiðjan Héðinn 12*4, 11. Flugfélag Isl. B 12%, 12. Vita- og hafna- málaskrifstofan 12, 13. Kron IIV2.14. skrifst. borgarverkfræð ings, C, 11%, 15. Eimskip 10%, 16. Landssiminn B 10, 17. Stræt isvagnar Reykjavikur 8%, 18 Þjóðviljinn 7%, 9. Prentsmiðj- an Edda 6%, 20. Útvegsbankinn B-sveit 6 vinninga. Sex neðstu sveitirnar í A- flokkj falla í næstu keppni í t E Jarðarför föður okkar og fósturföður, BERGS PÁLSSONAR, skipstjóra, . Bergstaðastræti 57, pi fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 3. þ. m. kl 1.30. 'Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. | Guðrún Bergsdóttir Jón Þ. Bergsson Lára Bergsdóttir Helgi Bergsson Ólafur H. Guðmundsson. ^——nwma " im t> B-flokk, en sex efstu sveitimar í B-flokki núna, hafa rétt til þátttöku í A-flokki að ári. Skáksamband íslands gengst fyrir fjölmennu hraöskákmóti £ framhaldi af þessari skákkeppni stofnana og verður það í Lídó þriðjudaginn 7. marz, auk þátt- takenda í skákkeppni stofnana er öðrum skáksveitum frjálst að taka þátt í keppninni. Skápar — Framhald af bls. 16. auglýsa ágæti erlendra innrétt- inga um þessar mundir, en lítið kemur á móti af hálfu íslenzkra framleiðenda, sagði Stefán. —Hefurðu gert stæpra tilboð en þetta? — Nei, þetta er stærsta til- boðið sem við höfum gert til þessa. Það.sem kemst næst, var tilboð í smíði fjölbýlishúss fyr- ir Akraneskaupstað, en því skiluðum við fokheldu og full- frágengnu að utan. — Þarftu að gera einhverjar breytingar á trésmiðjunni vegna þessa verkefnis — Að sjálfsögðu þurfum við að gera breytingar hvað hag- ræöingu snertir og bæta að- stöðuna. Ennfremur verðum við að bæta við mönnum í sumar, en núna vinna hér 23 menn en veröa væntanlega um 30. — Hvaö um önnur verkefni? —Við erum núna að vinna að innréttingum í viðbótarbygg- ingu við Langholtsskólann í Reykjavík og verðum að ljúka þeim áöur en við tökum til við áðurnefnt verkefni. Ennfremur erum við bundnir ýmsum fyrir- tækjum og höldum að sjálf- sögðu áfram að vinna fyrir þau. — Hvaða fyrirtæki eru það Þjálfári melstara-, 1. og 2. fl. kvenna var Hilmar Ólafsson. Meistaraflokkurinn náöi 50% út komu úr mótum, þ. e. hlaut 9 stig af 18. 1. flokkur kvenna sigraði bæði í Reykjavíkur- og íslandsmóti. Og 2. flokkur sigr- aði i fslandsmóti. 1 byrjendaflokki stúlkna voru Bjarney Valdimarsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir þjálfar- ar. Á keppnistímabilinu 1965—66 lék Fram samtals 66 Ieiki, sigr- aði í 47, gerði 7 jafntefli og tapaði einungis 12 leikjum. — Hlaut Fram 101 stig af 132 st. mögulegum og sigraði í 7 mót- um af 14. Alls skoraði Fram 795 mörk í þessum leikjum og fékk á sig 559. Á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var um mánaðamótin nóv.-des., var Birgir Lúðvíksson endurkjörinn formaður, en aðrir í stjóm eru Sveinn Ragnarsson, Hilmar Ólafsson, Alfreð Þor- steinsson og Gunnar Ágústsson. Stjórnarkjör Á aðalfundinum á laugardag var öll stjómin endurkjörin. For- maður er Jón Þorláksson, vara- form. Hörður Pétursson, gjald- keri Sæmundur Gíslason, ritari Hannes Þ. Sigurðsson og spjald- skr. Ólafur Jónsson. FELAGSLÍF K.F.U.M. — AD Fundur fellur niður I kvöld vegna æskulýðsviku í Laugarneskirkju. BORGIN BELLA — Það er einhver, sem hefur stolið dagbókinni minni. Það var sannarlega heppni, að ég skyldi hafa trassað síðustu 2 árin að halda hana. VEÐRIÐ í DAG Gengur i austan átt og þykknar upp. Víða stinningskaldi og snjó- koma i kvöld. Dregur úr frostinu í dag, en herðir aftur i fyrra- málið. <<> helzt? . — Sem dæmi getum við nefnt SÍS, en við smíðuðum fyrir þaö öll skrifboröin í byggingu þess við Ármúla en höfum síðan framleitt fyrir það sams konar borð s.l. tvö ár. Þessi borð eru sérstaklega gerð fyrir skrifstof- ur og hefur Sambandið selt þau um allt land. íþróttir — Framh. af bls. 2 Þjálfari 2. flokks var Sveinn Ragnarsson og náði flokkurinn mjög góðum árangri, vann alla sína leiki og varð þvi bæði ís- lands- og Reykjavíkurmeistari. Þjálfari 3. flokks var Gylfi Jóhannesson. Tapaði flokkurinn aðeins 2 leikjum, en náði þó hvorki að sigra í Reykjavíkur- né íslandsmóti. Þjálfarar 4. flokks voru Frí- mann Vilhjálmsson og Friögeir Indriðason. Maður óskast Mann vantar á handfærabát strax. Uppl. í síma 10344. ATVINNA Sparisjóður alþýðu, Reykjavík, óskar að ráða karla eða konur til eftirfarandi starfa: 1. Gjaldkera, 2. Bókara, 3. Ritara. Eiginhandar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Sparisjóði alþýðu, pósthólf 1406 fyrir 10. marz næstkomandi. Sparisjóður alþýðu VMPAUrGfRB KIKISlNSl Ms. Herðubreið fer vestur um Iand í hringferð 7. þ. m. Vörumóttaka fimmtu- dag og föstudag til Bolungar- víkur, ísafjarðar, Norðurfjarð- ar, Djúpávíkur, Ólafsfjaröar, Kópaskers, Þórshafnar, Bakka- fjarðar Vopnafjarðar, Borgar- fjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvar- fjarðar, Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. - Farseðlar seldir á mánudag. Ms. Esia fer vestur um land til ísa- fiarðar 8. þ.m. — Vörumóttaka á fimmtudag og föstudag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bildudals, Þingeyrar Flateyrar, Suðureyrar og ísafjarðar. Far- seðlar seldir á þriðjudag. FUNDIR í DAG Dr. theol. Jakob Jónsson, flyt- ur fyrirlestra um túlkunarfræði (hermenevtic) í guðfræðideild Há- skóla íslands. Fyrsti fyrirlestur- inn verður í dag kl. 18.15 í 1. kennslustofu Háskólans og er öll- um heimill aðgangur að fyrir- lestrinum. VISIR 50 fyrú' áruni í SYKURLEYSINU ættu menn aö nota HVÍTÖL út á grauta í stað saftar, sömu- leiðis með kvöldmat í kaffistað. Það sparar. sykur og steinolíu. Ölið fæst £ öllum brauðsölustöð- um og búðum, afmælt eftir vild hvers og eins. Ölgeröin Egill Skallagrímsson. 2. marz 1917 SÍMASSCÁBC 11. 0-0-0 12. h3xg4 Staðan er þá þessi: Akureyri Júlíus Bogason Jón Ingimarsson. Reykjavík Björn Þorsteinsson Bragi Bjömsson -titt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.