Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 12
fcs V1SIR. Fimmtudagur 2. marz 1967. ......... i—■=» Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler Ég sá að liðsforinginn virti mig "yrir sér, eins og hann væri að ráöa við sig, hvort ekki mundi hyggi- legra að reyna að koma sér I mjúk- inn við mann, sem virtist svo hand- genginn sjálfum Tufan majór. En það var eins og hann þyrði ekki að hætta á það. Það eina, sem hann sagði, var að hann bauö mér einkar hæversklega góða nótt, þegar við skildum. Peugout-bíllinn beið enn úti fyr- ir. Ég sá að bílstjóranum varð lit ið á feröaviðtækið, sem ég var með, kannski vissi hann um „lagfæring- una“, en hann spurði einskis. Við ókum þegjandi leiðina til baka, að hótelinu og ég þakkaði honum akst- urinn. Hann tók því vel. Strauk lófanum um stýrishjóliö, „betri en nokkur annar bíll á þröngum veg- um“, sagði hann ástúðlega. Það var búið að loka veröndinni. Ég settist því viö barinn og bað um glas. Ég þurfti að skola hallar- bragðið úr munninum. Samsæri, sagði Tufan majór. Jú, ég gat fallizt á það, en aðeins inn- an vissra takmarka. Það leyndi sér ekki, að þetta fólk hafði eitthvað í bfgerð. En að það ætlaði að koma á byltingu, eða myrða einhvern meiri háttar mann — nei, því gat ég ekki kyngt. Jafnvel þegar ég sat þarna í hallarherberginu og sol- dáninn glápti á mig af veggnum, haföi mér fundizt sú tilgáta harla ólíkleg. Og nú, þar sem ég sat við barinn, fannst mér þaö blátt áfram fjarstæða. Það var nefnilega þetta, að ég hafði kynnzt þessu fólki — eða að minnsta kosti séð þaö og talað við það — en Tufan majór hafði hvorki heyrt það né séö. Póli- tískt samsæri, hamingjan sanna! Og skyndilega sá ég Tufan majór fyrir hugskotssjónum mínum; ekki sem reiðubúinn foringja aftökusveit ar, heldur sem gamla herkerlingu, sem stöðugt var að leita njósnara og leigumorðingja undir rúminu sínu. Sem sagt — dæmigerður gagn njósnaforingi. Og þaö iá við að ég hefði gaman af þessu öillu saman um hríð — eða þangað til ég mundi eftir hurða klæðningunum í bílnum, sprengjun- um og skammbyssunum. Þá komst ég til sjálfs mín aftur. Já, hefðu þaö ekki verið þessir hlutir, hugsaði ég með mér, þá mundi ég hafa borið fram tvær ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasli: Format innréttingar bjóSa upp á annað hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar me'ð baki.og borSplata sór- smíSuS. EldhúsiS fæst meS hljóSeinongruS- um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - SendiS eða komiS meS mól of eldhús- inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis og gerum ySur fast verStilboð. Ótrúlega hag- staett verS. Munið oS söluskattur er innifalinn ■ tilboSum fró Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra greiðsluskilmóla og /C\-_ — —. lækkiS byggingakostnaðinn. SISIRfmki HÚS & SKIP hf. tilgátur varðandi þetta Harpers- tiltæki, og önnur hvor þeirra skyldi hafa reynzt rétt. Fyrsta tilgáta mín hefði verið eiturlyf. Það er ræktað ópíum á Tyrklandi. Með nægilegri tæfcniaðstoð — Fischer og ungfrú Lipp — þurfti einungis afskekktCin og rólegan staö, eins og Sardunyi- setrið, til þess að koma á fót dá- lítilli heroin-framleiðslu. Og svo þurfti að sjálfsögðu að hafa dug- andi mann til að skipuleggja og annast söluna og dreifinguna, og til þess gat ekki líklegri mann en Harper. Hin tilgátan var mun rómantísk- ari Ungfrú Lipp af aðalsættum, sem einu sinni áttu óðul mikil í Rúmeníu; margmilljónarinn Fischer sem gengur á eftir henni með gras- ið í skónum og kemst loks svo langt, að hún reynist fáanleg til að dveljast með honum um hríð á gömlu setri við Sæviðasund .... fanturinn Harper, eiginmaður henn- ar á laun, sem kemur óvænt fram á sjónarsviðið og hótar að afhenda blöðunum frásögn af ævintýrinu, myndskreytta, auðvitað, nema millj. ónamæringurinn pundi út mun hærra verði en blöðin mundu greiða ... hvaö hann að sjálfsögöu sér til tilneyddan að ganga að, og tjaldið fellur. Reyndar mundi ég hafa álitið eit- urlyfjatilgátuna sennilegri. Ekki það, að ég efaðist um, að Harper mundi sóma sér í hlutverki hins samvizkulausa fjárkúgara — ég þekkti hann helzt til vel til þess af eigin raun. Samt sem áður Voru það eiturlyfin, sem ég gat ekki vik- iö frá. Mér virtist það svar stöðugt sennilegra, eftir því sem ég hug- leiddi það betur, og ég fór að brjóta heilann um, hvort handsprengjur og skammbyssur gætu ekki ein- mitt fallið inn í þá mynd. Kannski ætluðu þau alls ekki sjálf aö nota þessi vopn. Þau urðu að kaupa ópí- umið af einhverjum tyrkneskum — gat þá ekki átt sér stað, að hann hefði sett það upp, að þau smygl- uðu þessum vopnum til hans, og að einmitt hann ætlaði að nota þau í einhverjum svipuðum tilgangi og Tufan majór hafði fengið á heil- ann. Eða að þau ætluðu að láta hann hafa þessi ólöglegu vopn í greiðaskyni til að komast að betri samningum við hann, hvað ekki er óþekkt í viðskiptum? Það var einungis eitt, sem ég kom ékki heim — tíminn. Setrið hafði ekki verið tekið á leigu nema til skamms tírna. Bíllinn var flutt- ur inn á ferðalagaskilríkjum. Ég vissi að vísu ekki, hve langan eða skamman tíma það mundi taka, að koma upp heróin-framleiðslu, það mikilli að magni að gæfi viðhlítandi gróða í aðra hönd á eiturlyfjamark- aðinum. En tveir mánuðir virtust að minnsta kosti helzt til stuttur timi til slíkra hluta. Fann ég loks þá lausn helzta, að þau þyrðu ekki að vera nema skamman tíma f einu á sama stað og flyttu því um set með vissu millibili. Ég held nú samt, að ég hafi gert mér ljóst, að þessi lausn væri ekki sérlega sannfærandi. En ég fann ekki aðra skýringu betri. Og til- gáta mín, að láta ættivopnin í skipt um fyrir ópíum, fól í sér fyrirheit, hvað mig sjálfan snerti. Þegar Tuf- an majór kæmist að raun um það, með minni aðstoð, að Harper ætl- aði alls ekki að beita vopnunum sjálfur, mundi hann missa áhuga á xhonum og beiná rárihsókn sinni að þeiin landa sínum, sem við þeim átti að taka. Þar með væri starfi mínu á vegum hans lokið og Harper muridi taka uppsögn minni með því að yppta öxlum, greiða mér um- samið kaup og afhenda mér bréfið. Og yfirforingi deildarinnar hefði ekki ástæðu til annars en að vera ánægður með starf mitt, og til end- urgjalds mundi hann aöstoða mig við að fá vegabréf og .önnur þau skilríki, sem mig vanhagaði um. ’Nokkrum klukkustundum síðar yrði ég kominn heim. aftar, .heill-á. húfi; til Nicki. 1 Þá mundi ég það að ég hafði ekkr enn Iátið verða af því að skrifa henni. Ég keypti því póstkort við afgreiðsluborðið og hripaði á það nokkrar línur. „Enn í Lincolnstarf- •inu' Vel borgað. Kem heim eftir inokkra daga. Hagaðu þér vel. — ,Beztu kveðjur. Karlinn". Ég minntist ekkert á heimilis- .fang. Vildi ekki segja henni af setr- ; inu, því að þá mundi spumingun- ‘ um aldrei linna, þegar ég kæmi ■■ heim. Jafnvel þótt vel gangi, vil ég helzt ekki fjölyrða neitt um það; liðið er liðið, hvort sem vel hefur gengið eða illa, og ekki meira um það. Og hvað þýddi að vera aö minnast á heimilisfang — hún mundi ekki skrifa mér hvort eð væri. Morguninn eftir var ég snemma á fótum. Ég keypti heila lengju af síg arettum og fór síðan að svipast um eftir áhaldaverzlun. Ætti ég að komast að raun um hvort vopnin hefðu verið tekin úr bílnum, varö ég aö losa um hurðarklæðningu, og til þess þurfti ég skrúfjám. Meinið var, að skrúfurnar í hurðar- klæðningunum voru krossskomar, og ef ég færi að beita við þær venjulegu skrúfjárni, var háetta á, að það rynni út af og rispaði leðr- ið, svo að segði eftir. En ég fann hvergi slíka áhalda- verzlun, svo ég tók það til bragðs að hitta þá í verkstæðinu á bak við bílageymsluna, þar sem ég hafði áður komið Lincolninum fyrir. Þeir könnuðust því við mig. Mér tókst að fá einn af bílvirkjunum til að selja mér krossskrúfjám. Að því loknu sótti ég föggur mínar heim f hótelið, fékk mér leigubíl og 6k niður á feriubryggjuna. Hvergi sá ég Peugoutbílinn. Ferjan lagði af stað svo að segja samstundis, og ég þóttist sjá fram á, að ég vrði kominn fyrr til Sariy- ér en ráð hafði verið gert fyrir. Það kom líka á daginn, að ég var tuttunu mfm'itum á undan áætlun, svo ég varð harla undrandi, begar ég sá Lincolninum ekið niður á bryggjuna, þegar ferjan var að lengja að. Ungfrú Lipp sat undir stýri... Sjötti kafli. Hún stöðvaði bílinn niðri á bryggj- unni og steig út. tíún var klædd liósgulum jakkakjól úr baðmullar- efni, sem gaf ekki síður til kynna vaxtarlag hennar en buxumar og 1 þögulli og grimmri baráttu ræður Tarz- við hávaöann, sem myndast víð það, að an niðurtögum varðmannsins, en allir vakna byssa fellur til jarðar. I treyjan, sem ég hafði séö hana f daginn áður. Hún hélt á bíllyklun- um í hendinni, og þegar ég kom upp bryggjuna með föggur mínar, brosti hún og afhenti mér þá. „Góðan dag, Arthur". Fljót hreiitsun Nýjar vélar Nýr hreinsilögur. sem reynist frábærlega vel fyrir allan svampfóðraðan fatnað, svo sem kápur, kjóla, jakka og allan barnafatnað. ’ Efnalaugin LINDIN, Skúlagötu 51. ♦ /-----JB/LAl£/trAft RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 Til sölu Höfum til sölu vel með farnar notaðar bifreiðir þar á meðal Rambler American ’65 og 66. Rambler Classic ’63, ’64, ’65. Fiat station 1100 ’66. Opel Rekord ’64. Vauxhall station ’62. Zephyr 4 ’63. Sodiac ’59. Jón Lofteson hf. VökulB hf. Hringbraut 121. — Sími 10600.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.