Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 02.03.1967, Blaðsíða 1
Mjög lítið um brot á y er ðstöð vunarlö gunum 57. árg. - Fimmtudagur 2. marz 1967. - 52. tbl. — Þaö er áberandi hvað fyrir spurnir um verölag á ýmsum hlutum hafa aukizt siðan verð • stöðvunarlögin gengu í gildi í haust, sagði Kristján Gíslason verðlagsstjóri í morgun er Vis Fjögurra manna áhafnar saknað Unifangsmikil leit aö válbátnum Freyju frá Súöavík — Tvær flug- vélar, 10-12 bátar og lestarflokkar taka þátt í leitinni 24 tonna línubáts, Freyju BA 272 frá Súða- vík er ennþá saknað og 4 manna áhafnar. Ekk- ert hefur heyrzt til báts- ins síðan klukkan 16.30 í gær, en þá var hann að enda við að draga línu sína og búizt við að hann legði af stað til lands. Báturinn var þá staddur í mynni fsafjarð ardjúps 6.4 mílur frá Deild og 7.4 mílur frá Rit, sem eru tangar sitt hvorum megin Djúpsins. Kafald var þá og hvass- viðri, en sjólítið. Leit var hafin að bátnum í gærkvöldi, þegar hann kom ekki að landi á eðlilegum tíma og ekkert heyrðist til hans. Þá var veður tekið að skána. Leit- inni var haldið áfram í nótt og í morgun. Fjórir bátar höfu leit í gær en í morgun voru þeir orðnir 10- 12 frá öilum verstöðvum í ísa- fjarðardjúpi. Landhelgisgæzlu- flugvélin flaug vestur í morgun meö birtingu til leitar og vél Vesturflugs á ísafiröi fór einnig af stað í morgun. Leitarflokkur frá Súðavík lagði upp í nótt og leitaði Súða víkurhlíð og strandlengjuna alla allt vestur undir ísafjörð Sveit Slysavarnafélagsins á Bol ungarvík var reiðubúin að leggja í Stigahlíðina í morgun og einn ig voru tilbúnir leitarflokkar frá Hnífsdal og ísafirði, en skyggrii var svo gott í morgun að flugvél ar og skip gátu leitaö með ströndinni, svo hætt var við aö senda leitarflokka fótgangandi, enda er ströndin mjög torveld yf irferðar. í nótt fannst Ijósbauja á línu frá Freyju, þar sem báturinn hafði síðast gefið upp staðará- kvörðun í mynni Isafjarðardjúps og í morgun fann bátur belg frá Freyju út af Súgandafirði, eða allmiklu sunnan við staðinn, er báturinn gaf upp í gær. Þetta var hið eina sem fundizt haföi í morgun þegar blaðið fór í prentun og var þá enn verið aö leita. Þessir hlutir, sem fundizt hafa gefa ekki mikjar vísbend- ingar, þvx að belgi getur alltaf slitið upp eða tekið út af bátum þegar hvasst er. Vélbáturinn Freyja er 11 ára gamall eikarbátur -24 tonn að stærð, smiðaður i Neskaupstað 1956. Hann hefur að undanförnu stundað línuveiðar frá Súðavík. ir spurði hann um framkvæmd verðstöðvunarinnar. — En að þvf er vlð getum bezt séð virð ist þetta allt ganga skaplega fyrir sig og Iítið vera um brot gegn lögunum. — Fólk kemur með fyrirspurn ir til okkar um allt milli himins og jarðar, húsaleigu, opinber gjöld og vöruverð. Er greinilegt að almenningur hefur tekið lög in um verðstöðvunina mjög al- varlega og vill fylgjast vel með að þeim sé fylgt, enda er hér um mjög skýr lagaákvæði að ræöa. Virðist ekki vera mikið um að lögin séu brotin og er ekki hægt að segja að fleiri kær ur vegna ólöglegs verðlags hafi borizt eftir að verðstöðvunin gekk i gildi, en áður. — Samkvæmt fregnum, sem ég hef fengið frá samstarfsmönn um mínum úti á landi virðist þetta með eðlilegum hætti þar og lítil sem engin brögð að því að lögin séu brotin. J Óvíst oð vitnið fari utan Elmo Nielsen málið gerist æ um- fangsmeira, en þaö var nýlega tekið fyrir dóm í Danmörku. Málið hefur teygt arma sína hingað til Islands eins og kunnugt er, vegna hugsan- legs faktúrufals og hafa fjölmargir íslenzkir aðilar verið tengdir við málið. — Einn þeirra Páll Jónasson heildsali hefur verið beðinn að koma til yfirheyrslu og vitnisburð- ar í Kaupmannahöfn, en honum ber ekki skylda til þess þótt vonazt hafi verið eftir því að hann komi. — f morgun þegar Vísir hafði tal af Páli sagðist hann ekki vera búinn að taka afstöðu til þess, hvort hann færi utan. Þórður Bjömsson, yfirsakadóm- ari hélt utan fyrir nokkru til að fylgjast með málaferlunum I Höfn en þá var búizt við að þeim myndi ljúka áhálfum mánuði. Nú er allt útlit fyrir að það muni dragast eitthvað. Kristnitökugígar eins og þeir litu út árið 1960. nú hefur landiö alveg verið sléttað út upp undir hlíðina til vinstri á myndinni er í eign K.F.U.M. (Þorleifur Einarsson tók myn dina ofan af fellinu til norðurs). á miðri myndinni. — Skálinn Kristnitökugígar horfnir ofan i húsgrunna Kristnitökugígar á Hellisheiði, leifar hins sögulega atburðar þegar hraunið rann, bá er kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000 eru nú að mestu leyti horfnir af yfirboröi jarðar. — Gígarn- ir eru að mestu leyti myndaðir ur gjalli, sem hefur gert þá eftir sóknarverða fyrir húsbyggjend- ur meöal annarra, en þeir nota gjall til að setia ofan í grunna. Ekki virðist hægt að fá úr því skorið hver ber mesta sök á því að þessar sögulegu og þjöð- fræðilegu miniar eru nú horfn- ar svo til sporlaust af yfirborði jarðar, enda munu líklega marg- ir bera sök á máli. Eldgjáin, sem Kristnitökugíg- arnir eru í, er 16.5 km. löng, liggur frá Eldborg undir Meitl- um og allt upp fyrir Hveradali. — Gígarnir sjálfir eru þó að- eins á hluta sprungunnar, — fyr ir ofan Hveradali og í Eldborg. — Það eru gígarnir fyrir ofan Hveradali, sem hafa orðið fyrir barðinu á húsbyggjendum og öðrum. — Menn fóru fyrst að taka ofaníburð sunnan í fjallinu sem stendur norðan við veginn, þegar komið er upp úr Hvera- dölum, fyrir allmörgum árum og því langt síðan landslagið var eyðilagt þar. — En það eru ekki nema nokkur ár síðan farið var að taka ofaníburð fvrir norðan fellið. Fyrst var vart við, að menn höfðu verið þar um 1960, en gígarnir þar hafa nú alveg veriö jafnaðir við jörðu, enda hefur mikil ágengd verið í ofaní- burðinn þar. — Þorleifur Einars son jarðfræðingur, tiáöi Vísi, að þegar hann kom þar sumarið 1965, hefði heill vinnuflokkur með iarðýtu unnið við ofaní- burðartökuna. — Hann komst ekki aö þvi hverjir voru þarna að verki, enda skipti þaö ekki höfuðmáli hveriir hafi eyöilagt .þessa gíga, heldur aö það hefði r1verið gert. — Þorleifur sagði, aö 'aö væri mikiö happ, að Eld borg undir Meitlum væri ekki í vegasambandi, því ellegar væri sennilega einnig búið að eyðileggja hana. Hraun úr Kristnitökugígum greindist i þrjár kvíslar, þegar gígarnir gusu árið 1000. — Þurárhraun, sem rann niður *í Vatnsskarð og Ölfus, Hveradala hraun, sem rann alla leið út í Þrengslin, en þriðja kvislin rann úr Eldborg undir Meitlum og rann þar sem Þrengslavegurinn kemur niður á láglendið í Ölf- usinu. Það var Þurárhraun, sem stefndi á bæ Skafta goða þegar lögfesta átti kristni á Alþingi árið 1000. — Kom óhugur að forfeðrum vorum, þegar sendi- maður flutti þessar fréttir til Alþ. ígis og allt útlit fyrir um tíma, að kristni yrði ekki lög- tekin að sinni. — Þá mælti Snorri goði Þorgrímsson á Helgafelli hin frægu orð, sem í heiðri hafa verið höfð síðan: „Um hvað reiddust goðin. þá er hér brann hraun, er nú stönd- um vér á“. — Mun þetta vera fyrsta jarðfræöisetning í ísl. bókmenntum. Gljafaxi fór fil Grænlsmds klukknn 12.30 Rétt fyrir hádegi í dag var á- kveðið að Gljáfaxi legði af stað kl. 12.30 í dag til Danmarkshavn á Grænlandi til að sækja áhöfn og farbega Glófaxa, sem skemmdist þar. fyrir nokkru. Var veðurútlit ekki gott í Meistaravík, en þar harf vélin að lenda til að taka eldsneyti. Veður var gott í Danmarks- havn í morgun 22 stiga frost og er það minna frost en þar hefur veriö undanfarið. Kviknnði í bíl Slökkviliðið var í gær kvatt inn á Suðurlandsbraut skammt frá gatnamótum Langholtsvegar. Mað- ur, sem þar var á ferð í Volks- wagenbifreið sinni, hafði orðið elds var í bifreið sinni. Var hann að koma af verkstæði með bílinn, þar sem skipt hafði verið um vél í honum. Þegar slökviliðið kom á staöinn, hafði ökumaður sjálfur slökkt eldinn. Skemmdir urðu ekki miklar. Talið er, að rafmagn hafi leitt út og af því stafað eldurinn. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.