Vísir - 02.03.1967, Side 8

Vísir - 02.03.1967, Side 8
8 V1 SIR . Fimmtudagur 2. marz 1967. VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. WA’.V.V.V.'AV/.V.VAV.V.V.V.V.V.V.'VV.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.W.V.V.V.V.V.V \ Kosningaúrslitin í Ind-j \ landi voru áfall fyrir i j Kongressflokkinn Ekki setjast milli stóla §agt var frá í grein hér í blaðinu fyrir skömmu, að markaður fyrir hraðfrystan fisk væri að hverfa í Bret- landi. Árið 1965 nam slíkur útflutningur nærri 300 milljónum króna, en í fyrra féll hann næstum því nið- ur í 100 milljónir króna. Þessi markaðssamdráttur stafar af ýmsum ástæðum og ein af þeim er, að EFTA- löndin hafa nú mun betri viðskiptakjör en íslending- ar, sem þurfa að greiða allháan toll af hraðfrystum fiski í Bretlandi. Þetta er örlítið sýnishorn af þeirri þróun, sem er að verða í markaðsmálum íslands. Efnahagsbanda- lögin í Evrópu, EBE og EFTA, eru sífellt að auka verk- svið sitt, skapa aukin viðskipti innan bandalaganna og mynda jafnframt tollmúra gagnvart öðrum lönd- um. Forustumenn í EFTA, einkum stjórnmálamenn á Norðurlöndunum, hafa hvatt íslendinga til þátttöku í bandalaginu, og lofar það góðu um, aö takast megi að ná hagstæðum samningum við það. ísland er í tiltölulega góðri aðstöðu til þátttöku. Við reisnarstefnan í efnahagsmálum hefur leyst þjóðina úr viðjum hafta og vöruskiptaverzlunar, þannig að framleiðsluvörur landsmanna eru fyllilega gjaldgeng- ar á frjálsum markaði. Með því hafa skapazt mögu- leikar á efnahagssamstarfi við þær þjóðir, sem búa við hliðstætt hagkerfi og viðskiptakerfi og hér ríkir. Þeim mun hrapallegar væri að stíga ekki skrefið til ;j fulls. Það getur auðveldlega leitt til þess, að land- ið einangrist viðskiptalega, — setjist milli stóla í ut- anríkisviðskiptum. Ekki skal reynt að gera lítið úr aðlögunarerfiðleik- ■- unum, sem munu fylgja þátttöku íslands í auknu efnahagssamstarfi vestrænna ríkja. Samkeppnisað- staða íslenzks iðnaðar mun versna, en úr þeim erfið- leikum má draga með því að lækka hráefnistolla fyrr en tolla á fullunnum vörum, með því að stuðla að aukinni framleiðni í íslenzkum iðnaði, og með því að koma á samstarfi og samruna lítilla iðnfyrirtækja hér á landi. Vöruskiptaverzlun íslands við ýmis lönd er ekki lengur neinn Þrándur í götu, því hún er smám saman að leggjast niður og verzlun í frjálsum gjald- eyri að koma í staðinn. Loks mun fjárhagur ríkisins stórversna við minnkun tolltekna, en ekki virðast ýkja miklir erfiðleikar á að bæta það upp í söluskatti eða virðisaukaskatti. Þannig virðast hinir ýmsu örð- ugleikar alls ekki vera óyfirstíganlegir. Stöðugt komast á kreik nýjar hugmyndir um víð- ara efnahagssamstarf hinna vestrænu ríkja beggja vegna Atlantshafsins. Er því eðlilegt, að íslendingar vilji fara varlega í þessum efnum og sjá hvemig málin þróast. Hins vegar vinnur tíminn gegn hagsmunum ís- lands í þessum málum, í formi vaxandi söluerfiðleika á markaði efnahagsbandalagaríkjanna. Við megum ekki bíða með hendur í skauti, heldur taka virkt frum- kvæði að því að nálgast þessi efnahagsbandalög. Kosningunum í Indlandi lauk þannig sem kunnugt er, aö Kon gressflokkurinn hélt meirihluta sfnum í sambandsþinginu, en hefur þar nú allnauman meiri- hluta, miðaö við sitt mikla meirihlutafylgi áöur. Og i 7 sjálfstæöum rikjum af 16 beiö hann ósigur. Til marks um hve tæpt stóð með að halda nokkum veginn öruggum meirihluta í sambands þinginu er það, að þegar kunn ugt varð, að flokkurinn fengi þar 261 þingsæti af 521 eða m.ö.o. hefði fengið meirihluta þingsætanna, var ekki eftir að telja nema í 37 kjördæmum. Það er mjög mikið áfall fyrir flokk- inn að hafa misst þá traustu að stöðu, sem hann hafði og að margir ráðherra flokksins féllu eða 7, en alvarlegast af öllu er þó ef til vill að hafa beðið jafn marga ósigra og raun ber vitni í hinum einstöku ríkjum. Hafa ber í huga að þetta eru ekki nein smáríki. Nefna má til dæmis Utter Pradesh, þar sem Indira Gandhi forsætisráð- herra var endurkjörin, þar búa Morarji Desal hvorki fleiri né færri en 80 milljónir manna. Morarji Dessai Verður Indira Gandhi forsæt- isráðherra áfram eða leiðir fylg I istapið til þess að stjómarfor- ustan verði öörum falin? Og það er lfka spurt: Verður hún for- sætisráðherra áfram aðeins vegna þess, aö flokkurinn gat ekki komið sér saman um hverj um skyldi falin stjórnarforust- j an? Stjórnin hefur verið að ræða I horfurnar eftir kosningarnar seinustu daga — og í þing- flokknum er málið sem að lfk- j um lætur einnig til meðferðar. Staða Indiru Gandhi, er varð fyrir valinu sem forsætisráð- herra eftir lát Lai Bakadur Shastris, vegna þess, að hún — dóttir hins mikla Nehrus. var talin hafa bezt skilyrði til bess að varðveita flokkseininguna - var sannast að segja orðin næsta ótrygg fyrir kosningamar og stjómin sætti vitanlega harð- ari gagnrýni en ella vegna þess að kosningar voru framundan. Hér kom og til, að það voru j ^hörð átök um forsætisráðherra- ' embættið að Shastri látnum og I var aðalkeppinautur hennar Morarji Dessai fvrrverandi fjár- málaráðherra, leiðtogi hægri fylkingarinnar í flokknum. Kongressfl okkurinn hefur nú tæplega 280 þingsæti af 521. Stjórnarandstöðuflokkamir hafa samtals um 100 atkvæðum fleiri en á seinasta þingi. Þótt staða Kongressflokksins sé veik ari á þingi en hún áður var er hún nægileg til þess að hann haldi velli, ef einingin bilar ekki í flokknum. En það þarf Ifka að hressa upp á álit flokksins og gengi, það þarf að endurvekja traust á honum sem hinum stóra, sterka flokki landsins og það verður stuðningur f þeirri baráttu, að stjómarandstöðu- Indira Gandhi flokkamir em sundraðir. Stjóma þarf af miklum hygg- indum og gætni, vegna þess hve vandmeðfarin era ýmis mál sem ágreiningur er um milli hinna einstöku ríkja og sam- bandsstjómarinnar. Stefnan mun í höfuöatriðum verða óbreytt hvort sem Indira Gandhi verður forsætisráðherra áfram eða stjómartaumamir verða fengnir öðrum í hendur. Hver tekur viö, ef til þess skyldi koma? Morarji Dessai? Um það verður ekkert fullyrt á þessu stigi, en hann vann mik- inn persónulegan sigur f kosn- ingunum. — a. Kaupgjalds - og verðlagsmál Breta: Wilson óbifanlegur þrátf fyrir mótmæli verkalýðsleiðtoganna Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands og leiðtogar Sambands brezkra verkalýösfélaga (TUC) ræddust við f gær um kaupgjalds- og verðlagsmál. Hann kvaðst þrátt fyrir mót- mæli þeirra útvega sér varanlega heimild til þess að halda verðlagi og kaupgjaldi f skefjum, þegar við- bótarheimild sú, sem stjómin hef- ur, fellur úr gildi í sumar. Þessi afstaða Wilsons kann að leiða til alvarlegrar deilu milli stjómarinnar og verkalýðssamtak- anna, en hún getur einnig, að því er segir í NTB-frétt frá London, orðið grundvöllur að því, að endi yerði bundinn á það ástand sem rfkt hefur og leitt til vinnudeilna æ ofan f æ og auk þess gæti hin |ákveðna afstaða Wilsons orðið til <®>— ! þess, að tryggja hagstæðan greiöslu jjöfnuð áfram. Wilson gerði grein fyrir afstöðu 1 sinni á 2 klst. fundi með fulltrúum TUC, en í þvf eru 8.5 millj. verka- manna. Stjóm TUC hafði fyrirfram ákveð ið að hafna áformum ríkisstjórnar- innar, sem framkvæma skyldi í sumar, er núverandi heimild gengi úr gildi — og fylgja sinni eigin stefnu um kaupgjaldstakmarkanir af frjálsum vilja. Wilson hvikaði ekki frá því, að nauðsynlegt væri aö framlengja heimildir um misser- is- eða ársskeið eftir 31.7. — Lfk- legast er, að leitað verði ársheim- ildar um framlengingu og verði hún svo endurnýjuð ár frá ári. Nómskeið í ísBenzku Norræna félagið i Noregi og Norsk Lektorlag halda námskeiö í ís- lenzku fyrir norska lektora 2.-9. júlí nk. á Gauldal lýöháskólanum í Noregi. Forstööumaður námskeiðs ins verður Ivar Orgland og kennir hann ásamt Magnúsi Stefánssyni sem er lektor í íslenzku við há- skólann í Bergen. Námskeiðið er einkum ætlaö Iekt orum sem vilia kenna nútímaís- lenzku með eöa í stað fomnorsku, eins og segir í frétt um þetta.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.