Vísir - 09.03.1967, Side 4
Hún er áhrifamesta konan
í Bretlandi
- Marcía Williams er ung og falleg - hún er
einkaritari Wilsons og sumum finnst hún hafa
of mikið vald yfir honnm
JAMES BOND hefur löng-
um þótt harður af sér í bardaga,
hvort sem hann hefur þurft að
berjast við Goldfinger, Dr. No
eða einhverja aðra slíka paura.
Sean Connery, sá sem stendur að
baki James Bond er einnig harð-
ur baráttumaður og velur sér ekki
baráttumál af lakara taginu. Nú
hefur hann meira að segja sagt
brezku' stjóminni stríð á hendur.
I-íann Meldur því fram aö England
kúgi Skotland, en sjálfur er Conn
ery eins og kunnugt er Skoti..
Þessi skoðun Sean Connerys
kom fram í kosningabaráttu
skozka stjómmálamannsins Ge-
orge Leslir, þegar hann var að
reyna að vinna sæti í brezka
þinginu. Sem „tromp“ í kosninga
baráttunni gerði hann opinbert
bréf frá Sean Connery, þar sem
hann segir:
— Ég er sannfærður um að við,
með allan okkar styrk og dugnað,
erum einfær um aö gera Skot-
land að ríku, áreiðanlegu og sjálf
stæðu Iandi, sem mun vinna virð-
ingu alls heimsins.
Til þess að undirstrika þessa
skoðun sína er sagt að Connery
hafi látið tattóvera á sig orðin
„Scotland forever“.
Þessi orð fáum- við þó ekki aö
sjá á briósti hetjunnar þegar
hann bregður sér næst í gerfi Jam
Bond bví að Bond myndafram-
leiðandinn mun sjá um að þessi
orð verði vel hulin með farða.
Elizabet drottniny er jafnan tal
in valdamesta konan í Bretlandi,
en svo er þó ekki. Það stendur
ein kona henni framar, Marcia
Williams.
Hver er þessi Marcia Willi-
ams ? spyrja nú margir, en i
Bretlandi spyrja víst fáir þessarar
spumingar, þvf að allir vita að
Marcia Willlams er einkaritari
Wilsons forsætisráðherra.
Marcia Williams nýtur mikillar
virðingar og aðdáunar, þ. e. a. s.
þeirra sem hlynntir eru Wilson
— andstæðingar hans óttast hana.
Fræg er sagan um að hún eigi að
hafa svarað háttsettum ráðuneyt-
isstarfsmanni, er hann þurfti að
spyrja hana einhvers: „Því mið-
ur hef ég ekki tíma núna — en
kannski getið þér talað við for-
sætisráðherrann í staðinn'.
Marcia Williams er 33 ára að
aldri og hefur verið einkaritari
Wilsons f 10 ár. Margir háttsett-
ir starfsmenn eru mjög afbrýði-
samir vegna þess álits, sem hún
nýtur, en vinir og nánustu sam-
starfsmenn Wilsons lofa hana og
prisa gáfur hennar, dugnaö og
skipulagshæf ileika.
Vinnan kostaði
eiginmanninn
Þessi fallega stúlka — því að
falleg er hún — var aðeins 23
ára, þegar hún hóf starf f stöðv-
um verkamannaflokksins og gerö
ist einkaritari Wilsons. Þá hafði
hún nýlokið háskólaprófi í sögu.
Hún var gift verkfræðingi, en
starfið fyrir flokkinn tók hug
hennar allan og eftir fjögurra
ára hjónaband skildi hún við
manninn. Hún hafði svo mikið að
gera hjá Wilson að hún mátti
ekki vera að því að vera gift.
Marcia fór meö Wilson í kosn-
ingaleiðangra og var við hans
hlið í lestunum, á blaðamanna-
fundum á hótelum og annars
staðar þar sem hann fór. Myndir
voru teknar af henni með Wilson
og konu hans og frú Wilson hef-
ur lýst því yfir að Marcia sé fjöl-
skylduvinur.
Marcia fylgir Wilson, þeg-
ar hann fer f. opinberar heim-
sóknir til annarra landa og fór
m. a. með honum til Moskvu í
fyrra. Eftir heimkomuna fékk
Wilson fyrirspum i þinginu um
hver hefði greitt fargjaldið fyrir
hana. „Hún borgaði farmiðann
sjálf“, svaraði Wilson og þar með
var umræðu um það mál lokið —
opinberlega.
Þar sem Wilson er
þar er Marcia
Þegar Wilson hitti Ian Smith
forsætisráðherra Rhodesiu í des-
ember, en það fór allt fram með
mestu leynd eins og menn minn-
ast ,þá var Marcia með honum.
Wilson segir sjálfur að Marcia
sé duglegasti einkaritari sem
hann hafi nökkum tíma kynnzt
og það sé ekki óalgengt að vinnu
dagur hennar sé 18 stundir.
Margir háttsettir embættis-
menn svo 'og íhaldsmenn sem
eru „afbrýðisamir“ halda þvi
fram að Marcia hafi alltof mikið
vald yfir Wilson. — Eiginmaður
hennar var f^lagi I kommúnista-
flokknum og sjálf hefur hún ver-
ið mjög vinstri sinnuð.
Eins og vænta má hafa mörg
blöð gefið í skyn að samband
Wilsons og Marciu sé annað
og meira en það sem það „á‘‘ aö
vera. „Konan með glaðlegu aug
un og járnviljann er. alls staða
með. Þau eru fá leyndarmál
sem hún veit ekki,“ skrifaöi
brezka blaðið News of The
World og fyrirsögnin á grein-
inni um Marciu var: „í forsal
valdsins".
Fjölskylduvinur —
trúnaðarvinur
Hvert svo sem samband Wil-
sons og Marciu er, þá ber ekki
á öðru en frú Wilson sé ánægð
með ástandið — og vlst er að
Marcia er einn nánasti trúnaðar-
vinur Wilsons.
Þegar Wilson flutti inn í Down-
ing Street 10 hneyksluðust marg-
ir á því að hann innréttaöi skrif
stofu fyrir Marciu í einu fínasta
herberginu í húsinu, svokölluðu
VlPherbergi, þar sem venja var
að vísa mikilsháttar mönnum inn
er þeir biðu eftir forsætisráðherr
anum. Þetta herbergi er næst
herbergi ráðherrans.
Marcia er eina konan I hópi
Wilson forsætisráðherra með konurnar tvær: Marcia, einkaritarinn,
til vinstri, og eiginkonan Mary til hægri.
ráðgjafa Wilsons og titill hennar
þar er „Personal political secre-
tary“ — og af framansögðu ætti
enginn vafi að leika á að hún
er áhrifamesta konan í Bret-
landi í dag, þótt hún beri hvorki
kórónu, veldissprota né fínan tit-
il.
„Takk,
elsku
Cassini...
Hér er franska ljósmyndafyrir
sætan Kyra að faðma tízkufröm
uðinn Oleg Cassini og ástæðan
er sú að hún er svo glöð yfir
því að hann á að teikna búning-
ana sem húii á að klæðast í
' fýrstu kvikniýndinni sém hún
leikur í — „Natt Helm“, sem
tekin verður I HoIIywood.
Kyra, sem er 23 ára, er ein
af vinsælustu forsíöustúlkunum
í Frakklandi og eftir að hafa
séð myndir af hcnni fékk
Hollywood-kvikmyndafélagið
Columbia áhuga á henni og vildi
gera úr henni leikkonu. En Kyra
afþakkaði boðið því að hún
kvaðst ekki geta hugsað sér að
yfirgefa París. En Columbia-
menn voru ekki af baki dottnir.
Þeir fengu tízkufrömuöinn Cass
ini í liö með sér og fengu hann
til að reka erindið.
„Þegar Cassini sagði mér að
hann væri búinn að teikna alla
kjólana handa mér fyrir mynd-
ina gat ég ekki sagt nei“, sagði
Kyra, sem hingað til hefur að-
eins veriö þekkt áf fornafninu.
Eftimafn hennar er Radistcheff
og það nafn hyggst Columbia
nota þegar að því kemur að
kvikmyndin verði auglýst og
síöar sýnd.
Torfæra í Kópavogi
„Kópavogsbúi“ skrifar:
„Ég ætla að biðia þig að koma
á framfæri tilmælum um dálitla
vegaviðgerð. Á Hafnarfjarðar-
veginum á vegamótunum gegnt
Blómaskálanum í Kópavogi var
einhvem tíma í haust nauðsyn-
l«gt að grafa í gegnum akbráut-
ina og skerða þar með malblk-
ið. Þegar fyllt var upp í aftur,
misseig skurðurinn og voru gerð
ar lagfæringar í fyrstu, og síða-
an sett malbik eða olíumöl, en
siðan hefur myndazt slæm geil
i vcginn, og er svo búið að vera
Iengi án þess að borið hafi ver
18 vlð aö laefæra brautina. Þó
að tiðarfar á vetrum sé ekki
gott tU vegaviðgerða, þá er
þama um of mikla umferðar-
götu að ræða til aö ekki sé látln
fara fram bráöabirgöaviögcrö á
þessu vonda hvarfi, sem verð-
„Ég las einhvern tima í haust
blaðagrein um umferðarmál, þar
sem talið var, að ungir menn,
fram, hvort ekki væri nauð-
synlegt að færa upp aftur lág-
marksaldur þeirra, sem hafa
ur að haida við, þar til varan-
Ieg viðgerð getur farið fram.
Kópavogsbúi."
Ungir glannar
Borizt hefir bréf um unga
menn, sem gerast glannafengn-
ir á bílum :
nýbúnir aö taka próf, yllu oft
árekstrum og umferðaróhöppum
vegna of hraðrar keyrslu og gá-
leysis. Ungir menn eru oft með
stór og kraftmikil „tryllitæki“,
sem þeir ösla á í umferðinni, til-
litslausir um allt og alla. Vegna
þessa hefir því oft verið slegið
Ieyfi til að aka bíl. Ég slæ því
fram þeirri hugmynd, viðkom-
andi aðilum til athugunar, hvort
ekki gæti verið hentugt, að öku-
skírteini t.d. 17 ára unglings
væri miðað við akstur þifreiðar
sem ekki hefðu of stórar vélar,
og væri sem sagt stílað á há-
marks-hestaflafjölda bifreiðar-
innar. Þannig mætti hefta
“tryllitækja“akstur 17 ára gam
alla táninga, en ckki er eins
hægt að „gefa 1“ á litlu bilun-
um.
Að loknum eins árs akstri á
smábil mætti gefa út „fullt“
ökuskírteini, ef ekkert hefði
komið fyrir á smábílnum.
Kosturinn við að hafa glanna
á smábíl er, að ef þeir lenda í
árekstri eða öðru slíku, þá valda
þeir síður stórspiöllum á öðr-
um farartækjum. Bið ég þig að
taka betta til athugunar.
Öku-Þór.“
Ég þakka bréfin og kem þeim
hér meö á framfæri, viökomandi
aðilum til athugunar.
Þrándur í Götu.