Vísir - 30.11.1967, Side 2
að auki. Einar Magnússon úr
verið í knattspyrnunni fram aö
hefur marga hildi háð — hér er hann sannarlega í heljargreipum.
heimsmeistanma
Val landsliðsnefndar ákaflega umdeilt
® Gunnlaugur Hjálmarsson, „ásinn“ í íslenzka
handknattleiksliðinu í nærri 10 ár, verður lík-
lega að borga aðgöngumiðann sinn á sunnudag-
inn, ef hann ætlar að sjá leikinn við heimsmeist-
arana, Tékka. — Hann fékk nefnilega ekki náð fyr-
ir augum landsliðsnefndar, sem birti niðurstöður í
vali sínu á blaðamannafundi í gær.
Eftir aö blaðamenn höfðu
fengið vélritað blað með nöfn-
um landsliösmannanna ellefu,
sló undarlegri þögn á fundinn,
menn gátu vart trúað eigin aug-
um, — var það virkilega álit
nefndarinnar að Gunnlaugur
væri ekki nógu góöur til að vera
Ingólfur Óskarsson verður fyrir-
liði landsliðsins.
með landsliðinu? Sannarlega
virtust margar stöðurnar fylltar
upp með veikari leikmönnum en
Gunnlaugi, — að ekki sé talað
um þá miklu reynslu sem Gunn-
laugur hefur fengið í 37 lands-
leikjum fyrir Island.
Landsliðsmenn létu margir í
ljósi undrun sína yfir að Gunn-
laugur skyldi ekki vera í þeirra
hópi, þegar blaðamaður Visis
ræddi við þá. f símanum mátti
heyra undrunaróp, eins og:
„Hva, Labbi, ekki með. Það er
útilokað".
Liðið, sem landsliðsnefnd vel-
ur er e.t.v. sterkt, en þó er eins
og í liðið vanti einhvem fmm-
kraft, sem Gunnlaugur hefur
einmitt svo oft veitt liðunum.
Það er vonandi að þennan kraft
þurfi ekki, liðið vinni saman
eins og velsmurð maskína og
veiti þannig Tékkunum þá mót-
stöðu sem til þarf, en hins vegar
virðist dæmið ekki svo auðvelt,
ef litið er á uppstillingu liðsins,
sem er á þessa leið:
Þorsteinn Björnsson, Fram
(17) — Logi Kristjánsson,
Haukar (2), — Öm Hallsteins-
son, F.H. (15), — Geir Hall-
steinsson, F.H. (7), — Stefán
Sandholt, Valur (11), — Sig-
urður Einarsson, Fram (20), —
Sigurbergur Sigsteinsson, Fram
(0), — Guðjón Jónsson, Fram
(16), — Ingólfur Óskarsson,
fyrirliði (16), — Einar Magnús-
son, Víkingur (0), — Hermann
Gunnarsson, Valur) (11).
Hannes Þ. Sigurðsson, for-
maður landsliðsnefndar sagði
um valið, að 6 menn til viðbótar
hefðu komið sterklega til
greina, Viðar Símonarson úr
Haukum, Karl Jóhannsson,
KR, Stefán Jónsson, Haukum,
Auðunn Óskarsson, FH, Jón
Hjaltalín Magnússon, Víking,
Ágúst Ögmundsson, Val, — og
Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram.
„KEMUR MÉR
EKKiÁ ÓVART
— segjr Gunnlaugur Hjálmarsson
„Mér kemur þetta alls ekki
svo mjög á óvart“, sagði Gunn-
’augur Hjálmarsson { símtali í
'íær, „þegar það er tekið með í
reikninginn hverjir velja liðið.“
„Ég var alveg viðbúinn því
'ð verða látinn flakka, enda er
ég alls ekkert sár þess vegna.
'f’ns vegar er ég staðráðinn í
því að þetta verði ekki minn
endapunktur í landsliðssögunni,
ég ætla að herða enn æfingarn-
ar og skal sjá til þess að ekki
verði hægt að ganga fram hjá
mér í landsliðið, - jafnvel þó
að nefndarmenn hafi á því full-
an hug og góðan vilja.“
Sigurbergur (hér í knattspymu) — hann átti ekki orð, þegar blaða-
maður Visis færði honum fréttina um valið 1 gær.
Nú er það mál leikmanna,
sem hafa æft með landsliðinu
að Viðar Símonarson hafi verið
„stjarnan" á æfingum landsliðs-
ins, alltaf í hópi þeirra beztu,
hins vegar hefur hann ekki feng-
ið að sýna sig í leikjum þar en
hann keppir með Haukum. Þá
er sagt að félagi hans, hinn
sterki línumaöur, Stefán Jóns-
son, sé í mjög góöri æfingu,
sama má segja um Ágúst Ög-
mundsson í Val, sem hefur vax-
ið stöðugt og er enn vaxandi
leikmaöur, mun ákveðnari en
fyrr og af mörgum talinn betri
en félagi hans Stefán Sandholt.
Þá er það vitaö mál að Auðunn
Óskarsson er mjög góður línu-
maður, og frábær varnarmaður
Víking ér enn sém komið er
er aðeins „efni“ í handknatt-
leiksmann, og það meira að
segja góðan leikmann, en ennr
sem komið er hefur hann ekki
náð því að verða ógnandi leik-
maður og hæö sína nýtir hann
mjög illa, grimmdina vantar, og
því getur góður varnarleikmaö-
ur n»eð ákveðni sinni bægt hon-
um frá.
Undarlegt má telja að Ingólf-
ur Óskarsson og Hermann
Gunnarsson skuli fremur valdir
en Gunnlaugur. Ingólfur er ný-
lega farinn að keppa eftir erfið
meiðsli og hefur langt frá því
náð sér á strik. Hermann Gunn-
arsson meidciist líka, tábrotn-
aði, og hefur að auki frekar
þessu en handknattleik, enda
liggja ekki nein stórvirki enn
sem komið er á þessum vetri
eftir hann.
Lið Tékkanna hefur inni að
halda ýmis nöfn, sem eru ís-
lenzkum áhugamönnum um
handknattleik að góðu kunnir,
eftir heimsóknir Dukla og
Karviná til íslands. Liðiö lítur
þannig út:
Arnost — Skarvan — Havlik
— Herman — Duda — Mares
— Rázek — Frolo — Benes —
Bruna — Konecný — Gregor
— Cinner.
Fararstjórar: Mr., Bocek,
form. Handknattleikssambands
Tékkóslóvakíu, mr. Ing. Knotek,
tæknilegur ráðunautur, form.
Tækninefndar Handknattleiks-
sambands Tékkóslóvakíu, dr.
med. Jeschke læknir, mr. B.
König, þjálfari.
ísíand og Tékkóslóvakía hafa
tvívegis keppt landsleik, í bæði
skiptin á HM. Fyrst kepptu
löndin 1958 og unnu Tékkar
27:17 en 1961 varð jafntefli
15:15.
Tékkarnir koma hingaö á
föstudagskvöldið og fara til
Oslo á fimmtudagsmorgun og
leika þar landsleik og sfðan um
þar næstu helgi í Kaupmanna-
höfn. Dómari verður Svíinn
Lennart Larsson, markadómar-
ar Magnús Pétursson og Valur
Benediktsson i fyrri leik en
Björn Kristjánsson og Reynir
Ólafsson í hinum síöari. Lars-
son er „þekktur" hér, hann átti
að dæma leikinn við Frakka í
fyrra, en flugvél hans seinkaði
og lenti hann rétt mátulega til
að setjast að matborði með leik-
mönnum í Sögu, þar sem
menntamálaráöuneytið bauð til
kvöldverðar. Vonandi verður
hann fyrri til nú.
Aðgöngumiðasala er- hafin í
bókabúöum Lárusar Blöndals í
Vesturveri og á Skólavörðustíg
og er miðaverð sama og fyrr,
eða 125 krónur fyrir fullorðna,
50 kr. fyrir bÖm.
Leikurinn á sunnudaginn er
kl. 3 en á mánudagskvöld kl.
20.15 og fara leikimir vitanlega
fram í Laugardalshöllinni.
(
'imamm
IGUNNLA UGi „kastað" fyrir leikiaa við
VI S IR . Fimmtudagur 30. nóvember 1967.
\