Vísir - 30.11.1967, Qupperneq 8
8
rm
V í SIR . Fimmtudagur 30, nóvember 1967.
VISIB
utgerandi: BlaOaðtgáran visia
Kramkvæmdastjftrl: Oagui Jönasson
RitstjðM: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axe) Tborsteinsson
Fréttastjórl: Jón Birgk Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olíarsson
Auglýsingar Þingholtsstrœti 1, slmar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 65.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Askriftargjald kr. 100.00 á mánufli innanlands
[ lausasfliu a. 7.00 eintakifl
Prents-^dðjr Visis — Edda hi.
Almenningsálitið
JTormaður Framsóknarflokksins hefur hvað eftir
annað að undanförnu varpað fram á Alþingi því hjart-
ans tilfinningamáli sínu, að ríkisstjórnin hafi örugg-
iega minnihlutafylgi meðal þjóðarinnar, enda þótt hún
hafi fengið meirihlutafylgi í kosningunum í sumar.
Hvar eru rökin fyrir þessari síendurteknu staðhæf-
ingu? Jú, aldrei komu þau skýrar fram en í umræð-
unum á Alþingi um gengisráðstafanirnar. Þá sagði
formaður Framsóknarflokksins í ræðustól: Það stríðir
á móti öllu mannlegu eðli, bókstaflega á móti mann-
legri náttúru, að ríkisstjórnin geti haft meirihluta-
fylgi hjá þjóðinni, — hún er því í minnihluta og hefur
ekkert leyfi til þess að gera það, sem hún er að gera!
Að þessu er brosað. Enda lýsa þessi ummæli naum-
ast öðru en innri óróa þeirra, sem flagga slíkum stað-
hæfingum, — innri óróa, sem er of mikill, til þess að
hann fái dulizt, þótt greindir menn eigi í hlut.
Það var reyndar mjög fróðlegt í þessu sambandi
að heyra samtöl Ríkisútvarpsins við Pétur og Pál af
handahófi um viðhorf þeirra til gengislækkunarinnar.
Ekkert kom fram um, að þetta fólk væri á þeim nót-
um Eysteins Jónssonar, að allt þyrfti að „stokka upp
frá rótum“. Reyndar er ógerlegt að ráða í, hvað
meint er með þessum orðum, nema á þánn hátt, að
nauðsynlegt sé, að nýir menn komi í ríkisstjóm. Al-
menningsálitið er bara tfi’luvert öðruvísi en sumir vilja
vera láta. Almenninguf virðist alls ekki sjá vandamál-
in í ljósi þeirrar skoðunar, að allt velti á því, að Fram-
sókn verði tekin í ríkisstjórn.
Mönnum dylst á hinn bóginn ekki, að það er ýmis-
legt, sem veldur áhyggjum Framsóknarforustunnar
um þessar mundir. Hið stóra Kaupfélag Árnesinga er
allt í einu gert upp með bullandi tapi, — og jafnframt
leiðréttir reikningar félagsins langt aftur í tímann.
S.Í.S. telur sig vera í þrengingum. Og þá er komið
að því, að ekki sé seinna vænna að komast í ríkis-
stjóm til þess að geta teflt þar fram margháttuðum
sérhagsmunum.
Vegna þessa hefur Framsóknarforustan gengið
berserksgang í öfiun ráðherrastóla. Eitt helzta bola-
bragðið var að ögra verkalýðshreyfingunni til að fara
í allsherjarverkfall. En launþegar létu ekki misnota
sig.
Engin ástæða er til að ætla, að almenningur óski
eftir Framsókn í ríkisstjórn, þótt Framsóknarforust-
an telji annað stríða gegn mannlegri náttúm. Eins lík-
legt er hitt, að menn geri sér almennt grein fyrir nauð-
syn þess, að gengislækkunin, sem grípa þurfti til, fái
töm til að skila árangri í bættri aðstöðu atvinnuveg-
anna og blómlegu atvinnulífi, öllum almenningi til
hagsbóta.
Óttinn við víðtækari styrj-
öld í suðaustur-Asíu ekki
ástæðulaus
Eisenhower hvetur til harðari árása
Það var gefifl i skyn í gær í
Washington, eftir afl kunnugt
varð afl stjóm Alþjóflabankans
hafði tilnefnt Robert McNam-
ara landvamaráðherra sem
yfirbankastjóraefni — en það
mun vera talið jafngilda ráfln-
ingu — afl ekki yrðl nein breyt-
ing á hemaðarstefnu Banda-
ríkjastjómar i Víetnam þótt
McNamara léti af störfum.
En hvað sem því líður, er mik
dugi verr en bræðumir, sem
þeir berjast við, en hvort sem
um innrás er að ræða eða borg-
arastyrjöld, eru það bræður,
sem berjast. En það mæðir líka
á Bandaríkjamönnum í grennd
við landamæri Kambodiu og
sunnan afvopnuðu spildunnar
nyrzt. Og þegar barizt er dögum
og vikum saman um sama blett-
inn fer frásögnin að minna á at
Herbúðir í frumskóginum.
ið spurt um það i Bandaríkj-
unum og víðar hvort ekki sé ein
hver breyting framundan ■— og
margir hafa hallazt að því, þrátt
fyrir vaxandi andspymu gegn
styrjöldinni, að sú verði reynd-
in, þvi að nú veröi að sanna, að
þag rætist sem Westmoreland
hershöfðingi boðaði fyrir
nokkru í Washington, að ekki
mundi þurfa meira bandarískt
lið til S.V., því að upp úr ára-
mótunum tækju S.Víetnamar á
sig meiri byrðar en áður og byrj
uðu meiri beina þátttöku í hem
aðaraðgerðum, þar sem mest er
barizt á landamærum Norður-
og Suður-Víetnam og landamær
um Suður-Vietnam og Kambod-
iu.
Hvers virði verður sú þátt-
taka? Um það spyrja margir
Bandaríkjamenn sjálfir em ekki
hrifnir af hernaðargetu Suöur-
Vietnama, þegar undan eru tekn
ar nokkrar úrvals hersveitir
og hafa komið fram ásakanir
um, að þeir liggi á liði sínu, séu
ánægðir með að mata krókinn f
skiptum við Bandaríkjamenn og
láta þá berjast fyrir sig.
Seinustu fréttir frá S.V. herma
aö Vietcong og N-Vietnamar
hafi blátt áfram vaöig alla leið
in f suður-vietnamska her-
stjómarstöð nálægt landamær-
um Kambodiu og náð þar fót-
festu, Bandarískar sprengjuflug
vélar höfðu, er þetta er skrifaö
byrjað árásir til þess að hrekja
Norður-Vietnama og Vietcong-
liða þaðan. Þar er enn eitt dæmi
um hve oft hallar á Suður-Viet-
nama þegar til átaka kemur. Og
sennilega er það rétt, að þeir
hvorki gekk eða r*k— árum
saman. Og þrátt fyrir yfirlýs-
ingu Westmorelands gætir efa.
En enn heyrist rödd um að
ekkert dugi annað en að heyja
þessa styrjöld af öllum mætti,
hefja sókn inn f afvopnuðu
spilduna og inn f Kambodiu, og
elta lið Norður-Vietnama með
sprengjuárásum norður eftir
öllu landi og jafnvel inn f Kína,
— og sá sem talar er ekkert
„blávatn", þegar um hemað er
ag ræða. Röddina átti Eisenhow
er Bandaríkjaforseti, yfirhers-
höfðingi Bandamanna í síöari
heimsstyrjöld síðar forseti
Bandaríkjanna. Hann gerist nú
gamall, en þag er enn á hann
hlustað.
En það er víðar talað um
þessi mál. Og f höfuðstað Kam
bodiu óttast menn að til innrás-
ar í landiö kunni að koma frá
Suður-Vietnam. Sá ótti var til
kominn, áður en Eisenhower
iét ljós sitt skína í sjónvarpi nú
í fyrrakvöld.
Brezkur fréttaritari símaði um
um þetta frá Phnompenh f vik-
unni:
Hér óttast menn æ meira, aö
Bandaríkjamenn hefji sprengju
árásir á staði í austurhluta
þessa konungsríkis — eða geri
þar innrás, — varpi sprengjum
á vegi og brýr og önnur skot-
mörk, sem þeir gruna N-Viet-
nama um að nota til þess að
koma liði og birgðum til Suður-
Vietnam.
Ekki eru nema tveir mánuðir
síðan Bandaríkjamenn sökuðu
stjórn Kambodiu um aö hafa
skotið skjólshúsi yfir tvö her-
fylki frá N-Vietnam.
Hlutlaus nefnd komst aö
þeirri niðurstöðu, að ásakanirn
ar hefðu ekki við rök að styðjast
en grunsemdimar em famar að
skjóta upp kollinum á ný
síðan er átök hörönuðu í Suður
Vietnam í grennd Við landamæri
Kambodiu.
Nú segjast Bandarfkjamenn
hafa fundið yfirgefnar herbúðir
og veg um fmmskóg lagðan trjá
bolum, til þess að hann væri
fær f vætu- sem þurrkatíð —
og þessar búðir vora f aðeins
nokkurra kflómetra fjarlægð frá
Loc Ninh f S.V., þar sem mlkifl
hefur verig barizt.
Fréttaritarinn kveðst vera ný-
kominn úr þriggja daga leið-
angri um þessar slóðir fíla, tígr-
isdýra og skæruliöa, og hann
Frh. á bls. 13.
Bjálkalagður vegur f frumskógum Kambodfu.