Vísir


Vísir - 30.11.1967, Qupperneq 12

Vísir - 30.11.1967, Qupperneq 12
I 12 VISIR . Fimmtudagur 30, nóvember 1967. En hann mátti ekki heyra það nefnt. „Þótt svo mér gœfist tækifæri til þess, mundi hún ekki vilja á mig hlusta. 0« jafnvel þótt hún gerði það, muruii frásögn mín ein- ungis gera illt verra. Hún mundi álía, að ég hagræddi staðreyndun- um mér til afsökunar, að ég væri ag verja sjálfan mig, mælast til samúðar, þótt ég geti í rauninni ekki ásakað mig, nema að sára- litlu leyti. Ef ég stæði aftur í sömu Eldhúsiö, sem allar húsmœöur dreymir um Hagkvœmni, stílfegurÖ og vönduÖ vinna á öllu. ðft'ððfi ö 1 1 Skipuleggjum og gerum yður fast verötilboö. Leitið upplýsinga. iri AHð fflo“ L.AUGAVEOI 133 «ilrr)I 117BS sporum, geri ég varla ráð fyrir, aö hetjuskapur minn eða snilli yröi meiri. Því skyldi maður þá vera að lítillækka sig til einskis? Eliza- beth mundi hrinda mér frá sér, og ekki að ósekju. Ég vil því heldur að hún fyrirlíti mig, en álíti að ég sé ag biðjast vægðar. Enn hef ég ekki glatað öllu stolti.. Ég lét í Ijós áhyggjur af framtíð hans. „Mín bíöur engin framtíð",' sagði hann. „Konan vantreystir mér. Þeg- ar það nægir ekki lengur, treöur hún á mér. Þá verður þú eina mann veran, sem ber traust til mín, og þú verður farin héðan. Elizabeth hefur vitað „glæp“ minn alllengi, tilraun mína til að bæta fyrir hann, fæ ég einungis sannað meg vitnis- burði fjögurra kórbræðra, sem sennilega hafa látizt af hræðslu, áður en þeir gátu tekið til viö skorpusteikina aftur. Ég verð fund- inn sekur og skotinn af viðvaning- um. Samt sem áöur er það stað- reynd, að með 'þessum „glæp“ mín- um hef ég bjargað lífi þeirrar konu, sem veitt hafði mér allt, sem hún megnaði..." „En hvað um dóttur hennar .. varð mér að orði. „Það veröur ekki torleystasta vandamáliö. Hún sættir sig við það er frá líður. Og þegar allt er skoð- að, er þaö aðalatriðið að Elizabeth er á lífi, ... það veit ég að hún er. Mér veitist því alltaf sú ánægja að deyja á undan henni. Hún á þaö hjá mér“. Þaö var undarlegt að heyra Stan tala eins og reyfarahetju. Og þó virtist honum alvara. „Ég er dauöadæmdur. Það veit ég. Fyrr eða síðar læsir lögreglan í mig klónum, vegna þess aö það er Gyðingur, sem þarna á hlut aö máli. Gyðingar kunna ekki að fyr- irgefa. Þeir lifa enn í lögmálsanda Mose, og Mose var grimmlundaður maður. Gyðingar eru traustir vinir, en miskunnarlausir óvinir. TaKist einhverjum að flýja hefnd þeiira í bili, elta þeir hann uppi fyrr eða síöar, hvaö sem þaö kostar. Ég hlaut að svíkja Gyðingakonu, vegna þess að ég haföi kvænzt henni á þeim tíma, sem jafnvel Gyðingur hefði veigrað sér við þvi. Og ég má því hrósa happi, ef ein- hver af guðs útvöldu þjóö á sæti í réttinum, því fyrr tekur það af“. Ég gat naumast brosi varizt 'þegar Stan, sem viðurkenndi ekki að Gyðingar væru til sem kynþáttur, taldi þá öllum verri viðureignar, þegar hann óttaðist örlög sín. Hleypidómarnir láta ekki að sér hæöa. „Þrátt fyrir allt, er Gyöingurinn maður fyrst og fremst", sagði ég. „Og hver veit nema kona af þeim kynþætti sé líka fyrst og fremst kona. Leyfðu mér nú að sofa og reyndu að festa blund sjálfur. Læsi Gyðingamir í þig klónum, er ekki að vita nema ég hafi eitthvað til málanna að leggja .. “ 15. október. Ég varð að stilla mig um það I gær, að gera frekari tilraun til að hughreysta Stan. Ég hlýt aö viöur- kenna, að sú löngun mín fór þverr- andi að troða á því, sem eftir var af honum. Það er furðuleg stað- reynd, að hann er þess umkominn að fremja hina verstu glæpi, án þess það hríni á honum hið minnsta. Hann sveik mig í hendur hinum grimmustu böðlum, og hugöi mig ekki fyrr látna en hann.flék- aði dóttur mína, hafi hann þá ekki gert það áður. Engu að síður grípur mig sú löngun að ganga í forbón fyrir hann. Ég er of veikgeðja, en einhvem veginn verður að finna lausn á öllu þessu öngþeiti ... Enn einu sinni sækir þaö á mig að hverfa á brott um tíma: og kryfja málin til mergjar í ró og næði. Meöan ég er undir áhrifa- valdi hans verður mér ógerlegt að i taka nokkra ákvörðun. 1 Heimskar erum við konur! Fimmtándi kafli. 16. október. í kvöld var ég ein heima. Fabi- enne var heima hjá sér, Stan lét ekki sjá sig. Dyrabjöllunni var hringt. Úti fyrir stóð miöaldra nunna, sem leitaði samskota fyrir! dvalarheimili fallinna kvenna aö | Sainte-Marie-Madeleine. Ég var; ekki sérlega hrifin af erindinu, og vildi sem minnst vð hana tala, en þjónustufólk guðs er aðgangsmikið, þegar það er i þeim hamnum. Nunnan raddi sér leiö inn í setu- stofuna, og þuldi yfir mér langan lestur um föllnu konumar. Hún kvaðst sjálf hafa verið í hópi hinna föllnu um skeið, svo hún vissi hvað hún væri aö tala um. Aðstoðar- fulltrúi í atvinnumálaráöuneytinu, sendiráösstarfsmaður frá Abbisln- íu vom meðal þeirra senx skiptu við mig. En trú mfn og metnaður bjargaði mér. Og nú nægir mér ekki lengur sú vegsemd, sem jörð- in hefur að bjóða. Framtíð mín er á himnum um alla eilffð". Það var eitthvað í fasi og fari þessarar konu sem snart mig.. Ég fann allt í einu hjá mér þörf til að gera hana að trúnaðarmanni mínum. „Ég var einu sinni á slík um stað“, játaði ég. „Þaö var þung raun“. Hún hlýddi síðan á sögu mína af athygli og samúð. Mér fannst ég sjálf verða sterkari fyrir það. „Þér hlýtur að hafa verið gefið mikið hugrekki," sagði hún. „Sem nunna hlýt ég að fordæma þig, sem kona skil ég þig og sem fyrrverandi vændiskona dáist ég að þér“. Ég bjóst ekki við slíku, og við- brögð hennar glöddu mig, Þetta varð til þess að ég gekk lengra og sagði henni ævisögu rm'na í stórum dráttum. Mér fannst sem svo Hfsreynd og samúðarrfk kona hlyti að geta lagt mér ráð í þeim vanda, sem ég vissi ekki hvettrig ég mætti ieysa. „Þú verður að sjálfsögöu að fyrirgefa“, sagði hún eftir all- langa stund. „Maður verður aHtaf að fyrirgefa. Tilfmningalega graeð ir maður á því, trúarlega verður maður sterkari. Þar að auki er fyrirgefningin einungis persónu- legt viðhorf, og dæmir ekfci við brögð annarra. Hún er ekki bund in því að hann eigi ekfci að af- plána sína refsingu. Á vissan hátt. Hann hefur komið mjög iila fram vjð þig. En guð hefur refsað hon um með því að Iáta hann verða til þess að fremja morð. Morð á manni, sem kannski hefur látíð eftir sig konu...“ Mér flaug f þanka að hann hefði að minnsta kosti látið eftir sig nokkrar vændiskonur, en sagði ekki neitt. „Ég býst við að það sé í höndum hins jarðneska réttlætis að meta afsökunaratriði þess, er glæpinn fremur og tafca hann þannig f sátt, að því tilskiWu að hann hafi afplánað refsmgu sina, að hann verði aftur gildnr méð- limur í mannlegu samfélagi. Ef þér er það alvara að auðsýna hon um fyrirgéfningu þína, er ekkeit því til fyrirstöðu, að þú skrifir honum í fangelsið, sendir honum smágjafir, jafnvel hehnsæfcir hann....“ „Eða leggja blómsveig á gröf hans,“ skaut ég inn í. Hún lét sem hún heyrði það ekki , „Réttvísin tekur yfirleitt vægilega á slfktrm glæpum um þessar mundir", sagði hún. „En þó verðum við að viðurkenna, að réttvfsin er ráðandi í landi okk ar. Jafnvel þótt hún sé ekki sjá andi nema á öðru auganu, þá er það vilji forlaganna að þú látir hana skera úr um þetta mál. Þú verður aö gjalda keisaranum það sem keisarans er. Réttvísi og rétt læti, það eru meginstoðimar í lífi þjóðarinnar. Fyrirgefning þín er eins gild og ekki síður, þrátt fvrir þaö...“ Á Banaga-flugvelli. — „Flugvélin okkar er tilbúin, og ég hef talað við aðstoðarmann minn í ekrunni um að vera viöbúinrí að koma í ,,boltaleik“ með peningana.“ Síðar. — „Oh, baunir einu sinni enn!“ „Eftir tvær vikur verður önnur launasending á ferðinni." — „Og þá skulum við borða steik...“ „Getið þið ímyndað ykkur, favað ræningj- arnir myndu gera ef þeir vissu hvað við höfum meðferðis hér í vélinni nú?“ —, JCann- ski þeir myndu hengja sig.“ HARÐVIÐAR UTIHURÐIR TRÉSMIÐJA P. SKOLASONAR NýbýÍavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Sölubörn óskust Hafið samband við afgreiðsluna Hverfisgötu 55. VlSIR Knútur Bruun hdl. Lögmamiiskrifstofa Grettisgöfu 8 II. h. Sími 24940.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.