Vísir - 30.11.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 30.11.1967, Blaðsíða 5
VISIR . Fimmtudagur 30. nóvember 1967. .___— - - —*am Pétur Sigurðsson: HVERS A HUN AÐ GJALDA? ■Listir-Bækur-Menningarmál- Hver hún? Það er snotur bók í þægilegu broti, tæpar 250 blaðsíð- ur, og „tlleinkuð íslenzkum kon- um“. Og svo hefur bókin ekki selzt, er mér sagt. Bókin kom út fyrir 15 árum. Af tilviljun komst hún í hendur mínar og ég las hana mér til gagns og fróðleiks. Upp- runalega kostaði bókin óinnbundin innan við 100 kr., en nú mun hún kosta eitthvað innan við 50 kr. Það er ekki vandalaust að kynna hana að gagni í mjög stuttu máli, því að hún er allefnisrík. Bókin heitir Roðasteinn lausnar- innar. Höfundurinn, frú Anna Z. Osterman er sænsk kona, víst all- vel lærð. Hún skrifar réttari ís- lenzku en margur fæddur íslend- ingur. Bókinni er skipt í 5 megin- kafla: I. Hefðarfrú og dýrlingur: — Æviágrip heilagrar Birgittu. II. Brautryðjendur: Friðrika Bremer. III. Þrælkun og lausn: — Þáttur um galdramálin, upptök þeirra, með ferð og niðurfall. IV. „Hjálp heitir eitt“i þátt- ur um læknagaldur og læknavís- indi. V. Skáldið, heimurinn og al- heimurinn: — Þáttur um Gustaf Fröding. Allir eru kaflarnir fróðlegir og markverðir, ekki sízt hinn síðasti, um fræga, umdeilda og sérkenni- Iega sænska skáldið, skrifaður af næmum skilningi og snilld. Um heilaga Birgittu segir höf- undur: „En frú Birgitta er ekki einungis persóna, sem tilheyrir þjóðsögunum og dýrlingasögun- um. Hún var einu sinni til í raun- veruleikanum líka, lifandi kona úr holdi og blóði; og hún var kona, sem þorði að segja valdamestu mönnum þessa heims til syndanna, eins og þeir væru lítil börn, en hún talaöi á vegum síns himneska herra og drottins reiðiþrungin refs- ingarorð til konunga, drottninga og annarra veraldlegra stórmenna og loksins jafnvel til hins Heilaga Föður sjálfs. En enginn þeirra virð ist hafa treyst sér til þess að þagga niður í hinni bersöglu spá- konu drottins." Sjö ára dreymdi litlu stúlkuna draum, sem markaði lffsstefnu hennar. Hún sá í draumnum konu, sem var „klædd skínandi hvítum fötum, og var eins og Ijósbirtu legði út frá fatnaði hennar. Hún hélt á kórónu, sem hún sýndi baminu, um leið og hún spuröi: „Viltu eignast kórónu þessa?" Litla telpan játaði því, en þá þrýsti konan kórónunni svo langt niður á höfuð bamsins, að það fann, hvérsu hringur kórónunnar snart gagnaugað. í sama bili hvarf sýnin.“ I Strax á æskuárunum fékk Bir- gitta sterka löngun til að lifa heil- ögu lífi, helzt að ganga í klaustur, leit á sig sem verkfæri í hendi Guðs, undir vernd heilagrar Maríu meyjar eöa jafnvel Krists sjálfs. Þegar fram liðu stundir gaf hún sig allmjög að ritstörfum. Síðar safnaði biskup einn öllum frásögn- unum um vitranir hennar og gaf þær út 1 átta bindum, sem svo dreifðust í afritunum út um alla Evrópu. Hér er þvi miöur ekki unnt að rekja sögu þessarar merku konu. Hún vann sleitulaust að því að hefja konuna upp úr niðurlæg- ingu. Hið mikla baráttumál hennar var að koma upp klaustri í Sví- þ'jóð og fá leyfi páfa til að stofna þar nýja reglu — „Reglu San Salvatoris“. Þetta var áratuga barátta. Birgitta Birgisdóttir dó í j júlímánuði 1373 og þá var klaust- \ ur hennar enn ekki fullsmíðað. Draumur hennar varð þó að vem- leika og klaustrið vann sitt mark- verða verk. Næsti kafli bókarinnar er um kvenréttindahetjuna Fredriku Bremer. Einn þátturinn í afrekum hennar var skáldsagnagerð. Undir dulnefni ritaði hún skáldsögur og | hlaut heimsfrægð fyrir. Þessi kafli er alls ekki bragðdaufur og þykir mér líklegt að mörg íslenzk kona vildi gjarnan lesa hann. Bækrr Fredriku Bremer voru þýddar á mörg tungumál og bókaforlög kepptust um að gefa þær út. — I einu ávarpi sínu segir hún: „Systur, sem við höfum enn ekki heyrt getið um, en sem við treyst- um að séu til í hinum ævafomu ríkjum Asíu, á víðlendum Síberíu, í keisaraborgum Rússlands; systur, sem hafa gefið okkur fagrar fyrir- myndir, er lengi hafa lýst oss frá vesturríkjum Evrópu; og þér, syst- ur í hinu mikla landi hinum megin hafsins ... og þér, kristnar konur meðal Afríkuþjóða, kristnar koi\ur á eyjum Suðurhafsins; blíðar, ást- ríkar systur um alla jörð; systur, sem við treystum þegar, áöur en við höfum séð þær, sem við elsk- um þegar, áður en við þekkjum þær — réttið okkur hendur ykkar, og stofnum bandalag, slíkt er aldrei enn hefur verið stofnað á þessari jörð, bandalag eins eilíft og eðli guðs sjálfs. Þvi að styrjaldir munu hætta, og tungum mun linna, og kunnátta mun þrjóta, en kær- leikurinn mun ekki þrjóta, kærleik- urinn fellur aldrei úr gildi." Þannig talaði þessi mikilvirka og fræga kvenhetja. Tilgangslaust er að reyna í lít- illi blaðagrein, að gera grein fyrir næstu tveim þáttum bókarinnar, um galdramálin, læknagaldur og læknavísindi. Allir vita, að þar ,er um stórfurðulegt mál að ræða, og j ófagurt sumt. í niðurlagi síðari | kaflans, segir sænski læknirinn og j náttúrufræðingurinn ísrael Hwass- I er eftirfarandi orö: „Þó er það miklu háleitari hug- sjón en lækning einstaklingsins, sem verður að gagntaka huga hans i (læknisins), ef hún á að geta lyft ‘ honum upp á það þroskastig, að hann megni að skynja háleitasta markmið listar sinnar; þessi hug- sjón er frelsun alls mannkynsins úr greipum sjúkdómsins. Að gera Váð fyrir möguleika þess, að allt mannkyn gæti þannig frelsast af aumleika, kvölum, vesöld og nið- urlægingu .. . Það á þó ekki fyrir okkur að liggja, né þeim kynslóð- um, sem fylgja okkur næst á eftir, að leysa þessa þraut. En einhvem tfma þegar sá morgundagur mann- kynsins rennur, sem hinir trúuðu kalla „fylling timans“, þá mun hún verða leyst“. ísrael Hwasser varö prófessor læknadeildar háskólans í Uppsölum árið 1930. Þá er það síðasti kafli bókarinn- ar, um alkunna skáldið Gustaf Fröding. Sá kafli er freistandi til umtals. Þar 'ru sterkir litir. Þar '< er mikil barátta háð og mikill sig- ur unninn. Allar ævina hafði skáldið orðið að heyja sína „Jakobs- j glímu". Hann rogaðist, oft mjög beygður, undir furðulegum arfi, lifði örvæntingarstundir og leið oft miklar sálarkvalir. Hann var um skeið mjög umdeildur, olli sárum vonbrigðum, hataður af sumum en dáður af öðrum. En er það ekki oft kross, sem lyftir hæst? Á hon- um rættust sannarlega orð skálds- ins: „Sá deyr ei, sem heimi gaf > lífvænt ljóð“. Eiríkur Hreinn F'nnbogason skrifar bókmenntagagnrýni: /nc/r/ð/ G. Þorsteinsson: Þjófur í Paradís Almenna bókafélagið Reykja- vík. Desember 1967. Setning og prentun: Prent- smiðjan Oddi h.f. Bókband: Sveinabókbandið hf. Kápu- teikning Kristín Þorkelsdótt- ir. 134 bls. „Skvaldriö berst frá sýslu- tjaldinu út í sumardaginn." Þannig 'hefst hin nýja saga Indriða G. Þorsteinss. Og við er- um leidd í brúökaupsveizlu, þar sem er einn prestur, nokkrir bændur og konur þeirra. Prest- urinn og Steinn á Svarðbæli halda ræður. Presturinn segir, að hamingjan felist í dyggðugu lífemi og hinna þakklátu bíði paradís. Steinn er ekki sam- mála presti. Hann telur, að betra væri, ef kristindómurinn leyfði okkur aö trúa því, að paradís væri nú og hér, en ekki annars staðar. Þá færi minna úrskeiðis hjá fólki í von um fyrirgefningu síðar. Að lokinni veizlu riður fólk heim — út í paradís sumarnæt- urinnar. Steinn á Svarðbæli, Bjöm á Dunki og Skila-Mangi eiga samleið. af því aö Steinn á flösku. Á heiðinni ríða þeir fram á Hervald í Svalvogum. Hann er oft einn á ferð um nætur, og sumir halda, að hann steli fé og hrossum , bænda á heiðinni. Nú er hann með þrjá til reiðar, teymir brúnt og grátt. Björn á Dunki finnur ekki grá- an fola, sem hann á Hann er ákafamaður og auk þess drukk- inn og ber það á Hervald, aö hann hafi stolið folanum og sé þarna með hann. Það slær í brýnu og verður fátt um kveðj- ur. Hervaldur í Svalvogum er einkennilegur maður. Það er eins og enginn þekki hann vel, en hann er góöur við börn og þeim þykir vænt um hann. Sjálfur á hann/ konu og sex börn og er bláfátækur. Svo berst sýslumanni kæra frá Birni á Dunki. Hann er til- neyddur að setja réttarhöld. En Valdi í Selvogum lætur ekki vaða ofan í sig. Þjófaleit er gerð og ekkert finnst. Sem betur fer, hugsar fólk. En sýslumaður er ákveðinn að hætta ekki fyrr en niðurstaða fæst. Hann beitir hugkvæmni, eins og rannsókn- arlögreglu sæmir, og sönnunar- gögnin liggja á boröinu En þetta er engin venjuleg sakamálasaga og engin hvers- dagssaga — ööru nær. 1 list- rænum vinnubrögðum stendur hún mjög framarlega í íslenzk- um bókmenntum og þótt víðar væri leitað. Hógvær, hnitmið- aður stíll, sem hittir í mark, mikið öryggi f persónulýsingum, engir tilburðir höfundar til að slá sér upp — aðeins segja ein- falda sögu með sem einföld- ustum orðum, og árangurinn verður sá, að eftir þessar 134 bls. þekkjum við heila sveit þama fyrir norðan og verðum þátttakendur í atburðum þar — harmleik mundi ég viíja kalla þá. Þetta viðfelldna fólk segir ekki margt, en það lýsir sér í orðum sínum. En Hervaldur í Selvogum, hann er ráðgáta sveitinni og jafnmikil ráðgáta lesandanum. Það er einkenni- legt, að flestir óska þess, að Hervaldur sleppi. Hvers vegna? Vilja þeir ekki fá úr því skoriö, hvort hann stelur búpeningi þeirra eða ekki. Eða er það af því aö þeir kveinka sér viö endi leiksins — telja hann þungbær- ari en efnalegan skaða? Þeir telja sennilega að dómur bjargi ekki neinu. Tveir bændur eru að tala saman, eftir að sönnun- argögnin hafa fundizt, annar hefur veriö inni í bænum í Sval vogum að tala við konuna og börnin: „Enginn hefur fylgt hon um til dvra og þeir ganga þegj- andi norður túnið þangaö sem hesturinn er. Hjálmtýr tekur tauminn og fitlar við hann og er svolítið niðurlútur. Jæja, segir Steinn og hefur lagt pakk- anh frá sér. Þetta verður allt í lagi, segir Hjálmtýr. Þetta verður allt í lagi. Svo lítur hann upp og horfir á Stein. Þau eiga falleg böm, segir hann. Steinn kinkar kolli. Hjálmtýr heldur áfram að fitla við tauminn. Her- valdur er einkennilegur maður, segir hann. Hervaldur er eigin- lega tveir menn og það er ekki heilbrigt. Ég held liann sé veik- ur, alveg eins og við, þegar við fáum lungnabólgu eða inflú- enzu. Þaö kemur raunar ekki því við sem nú er að gerast, vegna þess að enginn okkar veröur til að sakfella hann eða dæma. En ég veit hvað ég er að tala um. Ég hef hitt hann hér í Svalvogum blóðugan upp að öxlum. Það var klukkan fimm um morgun ... Það var eins og hann sæi mig ekki. Hann horfði bara £ gegnum mig. Það var einhver tryllingur í svipnum. Og svo þetta blóð.“ (bls. 107-8). Enginn sigurvegari er í þess- ari sögu, en ósigur tveggja er mikill, þjófsins, af því að hann hefur brotið lögin, og Bjöms á Dunki, þess sem kærði og finnur svo folann sinn úti í sveit. „Þeim getur skjátlast þótt þeir séu f kómum,“ segir Skila- Mangi. Hann á við karlakórinn. En Björn kann líka að blygð- ast sín og er ekki upplitsdjarf- ur, þegar hann kemur með fol- ann. Margar merkilegar persónu- lýsingar eru f þessari stuttu bók. Steinn á Svarðbæli, sýslumaö- ur, kona þjófsins að ógleymd- um Skila-Manga. Hann er rauð- ur af veðrum og of mikilli brennivfnsneyzlu og kann utan- bókar mörk úr fjórum sýslum, — segir stundum ógleymanleg- ar setningar, eins og þá um Björn og kórinn. Fyrirmyndin mun hafa heitið Hjörleifur og verið kallaður Marka-Leifi. En skrýtiö finnst manni, hve bændur Indriða eru óglöggir á hross sfn. Þeir þekkja ekki hesta sína, þótt þeir séu tamdir og gangi heima við tún. Þjófur í Paradís er bæði list- ræn og merkileg bók, og væri synd að segja eftir lestur henn- ar að einhver uppdráttarsýki væri í íslenzkri skáldsagnagerð. Ekki veröur annað séö af þess- um kafla bókarinnar, en að frú Osterman skrifi um skáldið af mjög næmum skilningi. Kaflinn er næstum 80 blaðsíður. Þar er víða vitnað í ljóð skáldsins, en Iíklega er réttast aö láta hér nægja aðeins nokkrar línur frúarinnar um lista- manninn: „Sálargerö listamannsins sker úr um það, á hvaða hátt hann skynjar æðaslög lffsins og hvernig hann færir sér skynjun sína í nyt í listinni. Því getur þekkingin á sálar^erð hans orðið okkur til mik-1 sé „lífseindin", en hún er geislun ils skilningsauka, ef rétt er á hald- ið. Það getur að sjálfsögðu ékki rýrt gildi listaverksins, að það er sprottið úr harðri og hugrakkri baráttu listamannsins við sálar- ofraunir sínar, ekki fremur en það getur skyggt á yndisleik hins fyrsta heiðríka sumarmorguns, að hann fæöist úr skauti myrkursins á síð- ustu vetrarnótt." í einni ritgerö sinni „lætur skáldið í ljós þá skoðun, að það, sem eiginlega lifir í manninum, þ.e.a.s. raunverulegur lffberi hans, frá því guödómsljósi, sem er sjálf alheimssálin — eða Guö. Neistar frá því ljósi eru alls staðar til, bæði í hlutum og lifandi verum. Lífseindin er slíkur neisti, guð- dómsfræ, sem á það hlutverk í heiminum að gróa og þroska sjálft sig samkvæmt hæfileikum eðlis síns, að stíga stöðugt frá lægra ! lffssviði' til æðra, til þess að geta í þannig náð æ meir> og fullkomnari : þroska, þangað til aö lokum að | hún sé viðbúin að sameinast aftur uppruna sínum, því guðdómsljósi, Frh. á bls. 13. !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.