Vísir - 30.11.1967, Blaðsíða 10
w
VlSIR . Ftmmtaidasar 30. nóvember 1967.
Happdrættisbifreið-
in hækkar í verði
— Dregið eftir 5 daga
Dregið verður eftir 5 daga í
skyndihappdrætti Sjálfstæðis-
flokkslns og er því orðinn
naumur timi til stefnu fyrir
menn að gera skil á heimsend-
um happdrættismiðum. — Allir,
sem fengið hafa miða senda, eru
beðnir að draga ekki lengur að
gera skll til umboðsmanna
happdrættisins eða til aðalskrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins við
Austurvöll. — Þeim, sem ekki
hafa tryggt sér miða, skal bent
á, að vinningsbifreiðin hefur
hækkað allverulega i verði eft-
ir gengislækkunina. — Vinn-
ingsbifrelðin er áf Dodge Dart
gerð, árgerð 1968, en andvirði
hennar hefur nú hækkað um
tæpan þriðjung.
Sólarrannsóknar-
ffélag stofnað
á Selfossi
> Selfyssingar undirbúa nú stofn-
un sálarrannsóknarfélags, sem
mundi verða sjötta slfka félagið i
landinu. Var haldinn undirbúnings-
stofnfundur fyrir nokkru í Tryggva
skála, þar sem nokkrir stjómar-
menn úr Sálarrannsóknarfélagi ís-
lands vom mættir, en fundurinn
var vel sóttur af héraðsbúum. Séra
Sveinn Vikingur flutti erindi
um sálarrannsóknir almennt
og þær breytingar, sem þær hefðu
haft á h'fsviðhorf manna þá rúmu
öld, sem þær hafa farið fram.
► Framhaldsfundur verður hald-
inn í janúar n.k., en 50 manns
hafa þegar gerzt stofnendur. I und-
irbúningsnefnd em Þorkell Björg-
vinsson, Guöm. Krlstinsson, Hall-
grímur Þorláksson, Guðrún Eiríks-
dóttir, Anna Eiriksdóttir og Valdi-
mar Þórðarson.
Utseld
málningarvmna
Athugasemd frá
Málarameistarafé. Reykjavíkur.
Að gefnu tilefni vill Mátara-
meistarafél. Reykjavíkur taka fram,
að útseld málningarvinna I mæl-
ingu er kr. 84.30 og hefir verið
frá l.sept. 1966.
Bjargsmálið
enn í athugun
Saksóknari ríkisins hefur enn
til athugunar Bjargsmálið svo-
nefnda, um strok færeysku stúlk-
unnar af vistheimilinu Bjargi, en
menntamálaráðuneytið sendi hon-
um gögn og skýrslur málsins á
sinum tíma, þegar frumrannsókn
hafði verið lokiö. Síðan hafa engar
frekari aögeröir farið fram í mál-
inu, aðrar en saksóknari hefur
snúlð sér til menntamálaráðuneyt-
isins með fyrirspurnir um fleiri
upplýsingar, og er því enn allt ó-
vist um, hvað gert verður í málinu.
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags
Kópavogs í kvöld
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Kópavogs verður haldinn í kvöld
í Sjálfstæðishúsinu i Kópavogi og
hefst kl. 20.30. Að loknum venju-
legum aðalfundarstörfum talar Ax-
el Jónsson um bæjarmál. Eru fé-
lagsmenn hvattir til að fjölmenna
á fundinn.
Kolviðarhóls-
félagið
Sú missögn var í blaðinu í gær
í frétt um Kolviðarhól að Kristinn
Guðnason væri formaöur Kolviðar-
hólsfélagsins. Formaður þess er
Hróbjartur Bjarnason, en Kristinn
er gjaldkeri félagsins. — Biðst
blaðið velvirðingar á mistökunum.
GLIMUMENN
FLOKKAGLÍMA REYKJAVÍKUR fer fram
að Hálogalandi laugardaginn 9. desember kl.
4.00 síðd., en ekki 3. des. eins og áður hefur
verið auglýst. — Þátttökutilkynningu skal
senda Erni Ó. Úlfarssyni, Mávahlíð 32, og
skulu þær hafa borizt eigi síðar en fimmtu-
daginn 7. des. n.k.
. Mótanefndjn.
Hjartans þakkir fyrir ógleymanlega
vináttu á sextugs afmæli mínu 22. þ. m.
Guð blessi ykkur öll.
. Magnfríður Sigurbjarnardóttir
1000 metra löng skíða-
lyfta í Hlíðarfjalli við
Akureyri tekin í notkun
á laugardag
Eins og skýrt var frá hér í blað-
inu nú á dögunum er verlð aö
leggja síðustu hönd á frágang
skíðalyftunnar miklu 1 Hlíðarfjalli
við Akureyri.
Á laugardaginn verður þessi
lyfta tekin í notkun, en hún er
hið mesta mannvirki, 1000 metrar
á lengd og áætlað að hún kosti
um fjórar milljónlr króna.
Þessi lyfta nær frá Skiðahótelinu
þar sem margir Reykvíkingar hafa
dvalið, og upp aö svonefndum
Strompi, en i framtíðinnl er búizt
við þvi, aö hún verði lengd mikið,
þannig að hægt verði að fara á
skiði allan ársins hring á Vind-
heimajökli og Hlíöarfjalli.
Láðrasveitin styrkir
starf Flugbjörgun-
arsveitarinnar
með tónleikum
Lúðrasveit Reykjavíkur hefur á-
kveðið að taka upp þá nýbreytni i
starfi sínu aö halda hljómleika tll
ágóða fyrir líkna- og góðgerðar-
starfsemi, og verða hinir fyrstu
haldnir i Háskólabíói laugardaginn
2. desember n. ,k. kl. 3 síðdegi :, og
mun allur ágóðl af þelm renna til
Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja
vík.
! Efnisskrá þessara hljómleika
j mun veröa samansett af léttum og
| vinsælum tónverkum, og má meöal
annars nefna lög úr söngleikunum
Mary Poppins og Sound of Music
ásamt syrpu af vinsælum jólalög-
um. Þá mun hinn snjalli hljómlista-
maður Lárus Sveinsson leika ein-
leik á trompet.
Lúðrasveit Reykjavíkur, sem nú
er skipuö 40 úrvals hljóöfæraleik-
urum, hefur náð miklum framför-
um undir stjóm og handleiðslu
hins vinsæla og snjalla stjórnanda
Páls Pampichler Pálssonar, en
hann hefur nú stjórnaö sveitinni I
rúm 18 ár, eða lengur en nokkur
annar stjórnenda hennar, og báru
hljómleikar sveitarinnar í maí s.1.
bezt vitni um þaö, en þeir voru
eins og kunnugt er haldnir í tilefni
■45 ára afmælis sveitarinnar. |
Lúðrasveit Reykjavíkur vill jafn-1
framt með þessum fyrstu hljóm-
leikum sinnar tegundar heiðra
Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík
fyrir hennar mikla göfuga og ó-
eigingjarna starf í þágu björgunar-
og slysavarnastarfa á undanförn-
um árum, og vill beina þeirri á-
skorun til velunnara sveitarinnar,
að þeir sæki þessa hljómleika og
styrki meö því starfsemi Flugbjörg-
. unarsveitarinnar.
I Aðgöngumiðar eru til sölu bóka
búð Sigfúsar Eymundssonar í Aust-
urstræti.
Prentarar
Gæftaleysi
i
Hofteigi 16.
7
Framhald at bis I
sendur bátur til móts við hann,
Ólafur II. Náði hann sambandi við
bátinn og sigldi síðan á undan hon-
um og lóðsaði hann inn í höfnina
í Keflavík með aðstoö radars. —
Hefði Árni Ólafur orðið að liggja
úti um nóttina ella.
Hefur lítið veriö um aðrar sjó-
ferðir, nema síldveiðar. Nokkur
skip komu með síld úr Breiða-
merkurdýpi i nótt: Gígja og Jón
Finnsson til Keflavíkur, GIsli Árni
til Reykjavikur og Albert og Am-
firðingur til Grindavíkur. öll voru
skipin með slatta og var reynt að
vinna það sem fært þótti af síld-
inni.
Framhald af bls. 1.
Síðasti viðræðufundur prentar-
anna og Félags fsl. prentsmiðju-
eigenda var haldinn í fjwra-
kvöld og varð sá. fundur árang-
urslaus með öMu. Enginn fund-
ur hefur verið boðaðor í dag,
en félagsfundir verða f félögum
prentara og prenfsmiðjueigenda
í dag um málið.
Að því er Baldur Eyþórsson,
formaður Félags fslenzkra prent
smiðjueigenda, sagði, eru kröf-
ur prentara mjög margþættar og
útilokað að ganga að þeim. Það
kemur þvf til kasta félagsfunda
pwentara að ákveða hvort til
verkfalls kemur. Það mun vera
nokkuð árvisst, að prentarar
standi f kjaradeilum um þetta
leyti árs, enda eru nú mest um-
svif f bókaútgáfu og öðm.
Endurútgáfa —
Framhald at bls. 16.
áramótum að því er forstöðu-
menn útgáfunnar sögðu, en óvíst
væri hvort það verð héldist eftir
áramót, þar eð reikna yrði með verð
hækkun á pappír og fleiru til bóka
geröar.
Otgáfan býður upp á greiðslu-
skilmála þannig að 4000 krónur eru
greiddar við undirskrift samnings,
en síðan 1000 krónur á mánuði,
þar ti'l safnið er að fullu greitt.
Geta menn þegar fengið 11 fyrstu
bindin, hin eftir því sem þau koma
út í vetur og vor. — Auk þess
verður hægt að fá einstaka flokka
keypta sér. Otgáfan hefur látið
gera kynningarbækling, og verða
söluumboð f flestum bókaverzlun-
um.
Om nýjar útgáfur á fomritum
vildu forráðamenn útgáfunnar
ekki segja, það færi mjög eftir
undirtektum nú, hvort þeir réðust
í útgáfu fleiri fomrita.
Laxness —
Framh. af bls. 16
„Það hefðu ugglaust margir
áhuga á öðm kvæðakveri frá
yður.“
,,Á öðru kvæðakveri? Ja-há.
Nei, ég hef ekki ort neitt í
marga áratugi — ekkert í ljóð-
mælaformi.“
„Þér erað mikið utanlands ..“
„Já, ég er oft utanlands svona
eins og fjóra mánuði á ári, bæði
vor og haust."
„Hvernig líka yður „vetrar-
hörkurnar" þarna uppi í Mos-
fellssveit?"
„Vetrarhörkurnar í Mosfells-
sveit. O, mér finnst þær nú
ágætar — ég er vanastur þeim.
Það er ekkert nýnæmi f þeim
fyrir mig, hvorki til ills né
góðs."
Og þannig gekk það til, Hall-
dór Laxness varðist allra frétta,
en var þó bæði vinsamlegur
og þægilegur. Og að lokum ...
„Ég bið yður að afsaka þetta
ómak.“ z
.•.Já, gjörið þér svo vel, gjörið
þér svo vel. Þvi miður hef ég
engan boðskap að flytja og kann
engin tíðendi. Það stendur ekki
þannig á hjá mér núna, að um
nein sérstök tíöendi sé aö
ræöa. Ekki til þess að ónáða
blöðin eða blaðalesendur meðí
bvi, sem ekkert er.“
„En kannski má segja, að eng-
in tíðendi séu tfðendi."
Veizla undir
grjótvegg
I’ bókablaði Vísis í gær var mis-
sögn varðandi Svöfu Jakobsdóttur.
Bók hennar Veizla undir grjótvegg
er ekki fyrsta bók hennar, því
1965 kom út hjá AB bókin Tólf
konur. Eru hlutaðeigandi L:ðnir
velvirðingar á missögn þessari.
BORGIN
BELLA
Jú þér sögðust að vfsu hafa
drukkið fjóra tvöfalda, þegar við
ákváöum stefnumótið, af hverju
spyrjiö þér?
Veðr/ð
• dag
Allhvass vestan
eða suðvestan
heldur hægari í
kvöld og nótt.
Frost 3 — 6 stig.
Leiðrétting
Sú misritun var i Kvennasíðu
Vísis á þriöjudag að stóð að
svunta nokkur sem frú Hulda Stef
ánsdóttir hafði sýnt blaöamanni
væri eftir Ólöfu frá Hlöðum, en
átti að standa eftir Ingibjörgu
Þórðardóttur frá Hofi i Svarfaðar
dal. Einnig hafa ruglazt saman
nöfnin Hulda og Halldóra og eru
hlutaðeigendur beðnir velviröing-
ar á þessum mistökum.
TILKYNNINGAR
Kvenréttindafélag Islands held-
ur basar laugardaginn 2. des. að
Hallveigarstöðum kl. 2 e. h. —
Félagskonur og aðrir sem vilja
gefa á basarinn vinsamlegast
skili munum á skrifstofu félags-
ins sem fyrst. Skrifstofan er opin
daglega þessa viku frá 4—7 e. h
Austfirðingafélagiö x Reykjavík,
ásamt Eskfiröinga-, Reyöfiröinga-
og Fáskrúðsfirðingafélögunum,
halda sameiginlegt spila- og
skemmtikvöld í Sigtúni 1. des-
ember kl. 20.30. — Austfiröingar
mætið stundvíslega. — Stjómin.
FKEYIUGÖTU 14 ■ SlMI 24666