Vísir - 16.01.1968, Page 8

Vísir - 16.01.1968, Page 8
8 VISIR . Þriðjudagur 16 janúar 1968. VtSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Augiýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. _________________ Valdshyggja I stjórnmálum Sérstakt hugarfar verður aö ríkja meðal þjóðar til þess að hún geti stofnað til lýðræðis og þroskað það með sér. Þetta hugarfar er mannkyninu ekki sérlega eðlilegt, en hefur samt náð að skjóta rótum í mörgum hinna þróaðri landa heims. Þetta hugarfar er marg- þætt. Helzta einkenni þess er virðingin fyrir leik- reglum lýðræðisins. í lífsbaráttu sinni og valdabar- áttu halda menn sig innan ramma laga og siðvenja, sem byggjast á borgaralegum hugmyndum um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þótt illa gangi, dettur mönnum ekki í hug að fara út fyrir þennan ramma, — og beita valdi. Valdbeiting er mannkyninu eðlilegri en reglur lýð- ræðisins, enda er valdbeitingin eldri og frumstæðari. Þess vegna er engin furða, þótt lýðræði hafi lengi átt erfitt uppdráttar í heiminum. Lýðræði hefur samt endanlega fest rætur í mörgum löndum Vestur-Evr- ópu og Norður-Ameríku. í öðrum heimshlutum á lýð- ræði ýmist ekki upp á pallborðið eða stendur völtum fótum. Valdshyggjan er enn sterkara aflið í samskipt- um manna, þegar á heildina er litið. Á þessari öld hafa meira að segja risið til áhrifa sér- stakar stjórnmálastefnur, sem byggjast m. a. á valds- hyggju. Má þar nefna fasisma í ýmsum myndum og kommúnisma. Síðamefnda stefnan er nú eitt sterk- asta stjórnmálaafl í heiminum. Tækniþróunin hefur einnig að einu leyti stuðlað að valdshyggju. Hún hefur aukið áhrif þeirra manna, sem veikastir eru fyrir valds hyggju, af því að hún er atvinna þeirra. Þessi stétt manna eru herforingjarnir. Það er sérstakt meðaltalseinkenni herforingja, hvað þeir eiga erfitt með að skilja og sætta sig við lýðræði. Og ekki bætir úr skák, að oft standa lýðræðisstjómir sig illa, einkum í spillingarríkjum. Þá nota herforingj- arnir tækifærið, bylta stjórninni og setjast sjálfir í hennar sæti. Eitt af síðustu dæmunum um þetta er stjórnarbyltingin í Grikklandi. íslendingar hafa þjóða minnst af valdshyggju að segja. Sem smávægilegt dæmi má nefna, að það er mjög fátítt, að lesendur segi upp áskrift að dagblaði og auglýsendur dragi til baka auglýsingar, ef þeim líka ekki einhver skrif blaðsins. Ýmsum mönnum finnast samt efnahagslegar refsiaðgerðir af þessu tagi alveg sjálfsagðar. Hér hafa verið uppi raddir um að beita efnahagslegum refsiaðgerðum gegn þjóðum eins og Grikkjum og Rhodesíumönnum, vegna stefnu vald- hafanna þar. í þessu kemur fram óblandin valds- hyggja, sem menn ættu að vara sig á, að gangi ekki of langt. íslenzkum stjórnmálamönnum datt meira að segja í hug í vetur að reyna að bola löglegri ríkisstjórn frá völdum með efnahagslegum þvingunum af hálfu hagsmunasamtaka. Þessu áhlaupi var hrundið og var það mikill sigur fyrir lýðræðið. En eru þessir stjórn- málamenn ekki líklegir til að reyna aftur? Hér sjást nokkrar af byggingum Manitobaháskóla. íslenzkudeildin er I nýlegri byggingu lengst tii hægri á myndinni. Það var býsna kuldalegt um að iitast við Manitoba- háskóla í nóvember. Trén á skólalóðinni voru nakin og búizt var við að Rauðána, sem liðast fram hjá, legði þá og þegar. Stúdentarnir brettu upp krag- ana þegar þeir skutust milli háskólabygginganna, „en þetta er þó ekkert hjá því sem verður síðar í vetur, þegar hitamælirinn verður kominn á mínus 40”, sögðu þeir fegnir að vera komnir inn í hlýjuna og geta fengið sér kaffibolla úr sjálfsala. Byggingar Manitobaháskóla í Winnipeg eru mjög ósamstæð- ar, er hver „með sínu lagi“, enda er stöðugt verið að byggja til að hægt sé að rúma hinn vaxandi fjölda stúdenta en þeir eru um 13 þúsund og hefur f jöigað um helming á skömmum tíma. Manitobaháskóli er svo sem ekki frægur fyrir neitt sérstakt (landbúnaðardeildin er þó talin mjög góö) — þar er hægt að nema allar almennar háskóla- greinar. En í hugum Islendinga skipar hann þó æöri sess en aðrir háskólar í Kanada, því að þar hefur jafnan verið fjöldi Islendinga, við nám, kennslu og rannsóknastörf og þar er íslenzkudeild, eina íslenzku- deildin í kanadískum háskóla. íslenzkudeildin viö Manitoba- háskóla var stofnuð árið 1951 eftir að Vestur-íslendingar höfðu safnað og gefið á þriðja hundrað þúsund dollara til að svo mætti verða. Var gjöf ís- lendinganna stærsta gjöfin sem háskólanum hefur borizt frá þjóðarbroti. Rétt er að taka það fram að íslenzkukennsla hófst við Wesley College (nú Winnipeg-háskóli) skömmu eft- ir aldamót og var haldið uppi í fjöldamörg ár og einnig er forn-íslenzka kennd á nokkrum stöðum í sambandi við ensku- og þýzkunám. Fyrsti prófessorinn við ís- lenzkudeildina var dr. Finnbogi Guömundsson núverandi lands- bókavöröur en haustið 1956 tók Haraldur Bessason við og skipar nú prófessorsembættið. 22 við íslenzkunám „Hvað hefurðu marga nem- endur i íslenzku í vetur?“ var það fyrsta sem mér lék forvitni á að vita er ég hitti Harald á skrifstofu hans í University- College einn daginn. (I Vestur- heimi tíðkast ekki að nota þér- ingar í íslenzku máli). „Nemendumir eru 22 í vetur. Áhuginn á íslenzkunni er nú svona upp og ofan. í fyrra voru nemendur 26 og er það flest sem verið hefur. Ef fjöldi nem- endanna er einhvers staðar milli 12 og 30 má segja að aö- sóknin sé góö.“ „Em margir þeirra af íslenzik- um ættum?“ „Um helmingur stúdentanna eru íslendingar og eru þeir að búa sig undir BA-próf. „Ut- lendingamir" eru flestir á námskeiði sem kennt er af ís- lenzkudeildinni og þýzku- deildinni saman, en þ’essar tvær deildir hafa mjög náið sam- starf“. „Kennirðu jöfnum höndum nútíma-íslenzku og fom-Is- lenzku?" ,Það er nú svo að ég kenni fom-íslenzku I vaxandi mæli. Ég vildi geta kennt meira í nútíma-íslenzku en þvl miöur fer svo mikill tími I málfræöi- kennslu ef góður árangur á að nást að annað verður að sitja á hakanum. En það er hægt að gefa stúdentunum allgott yfirlit yfir fornbókmenntir með því að styðjast viö þýöingar og það er mikið til á ensku um forn- bókmenntir og fornmenningu íslendinga. í stúdentahópnum er þó alltaf einstöku manneskja sem getur talað þó nokkuð og jafnvel allvel og þá reyni ég aö hjálpa þeim eftir megni. Reyni ég að taka stúdentana í smáhópum I tíma I talmáli, eftir þvl hvar á vegi þeir eru staddir. — Annars verö ég með tíma í goðafræði síðdegis á morgun og þar verða ungir Vestur-Islendingar sem þú heföir ef til vill gaman af að hitta og heyra tala íslenzku." Frá japönsku til íslenzku og gotnesku Freyr. Njarðarson var á dag- skrá er ég leit inn næsta dag, en * íonum var vikið til hliðar um stund og tekið upp iéttara hjal. „Þetta eru alit Islendingar nema hann David Pentland — hann er útlendingur", sagöi prófessorinn og kynnti einn af öðrum: Lenore Borgfjörð, Þóra Cooke, Sandra Sigurðsson, Rík- harður Hördal og Tómas Einar- son. „Ég er Kanadamaður, aftur I 5 lið,“ upplýsti David og lík- aði auðsjáanlega ekki aö vera kallaður útlendingur I fæðíngar- bc g sinni. Hann vildi lítt segja á islenzku þótt hann skildi hana allvel. i „Hann David getur talað við þig gotnesku, fom-ensku, fom- ís’onzku eða japönsku, ef þú vilt“, sagði Haraldur. „Kanntu fleiri mál, David?“ „Ég kann nú ekki ýkjamikiö I japönsku, tók hann bara í kvöldskóla. En ég hef áhuga á tungumálum almennt og hef grúskað svolítið I allmörgum." David Pentland varð að yfirgefa okkur því að hann er einn af ritstjórum háskóla- blaðsins „The Manitoban" og störf biðu hans á „ ritstjórn blaðsins. íslenzkan var þeirra fyrsta mál „Þú hlýtur að vera ættuð úr Borgarfiröinum Lenore, ef dæma má af nafninu.“ „Já, afi minn var frá Litlu- Brekku I Borgarfirði og tók upp nafnið Borgfjörö þegar hann kom hingað,“ svaraði Lenore á skínandi góðri Is- lenzku, enda er hún frá Ár- borg, einu aðalvígi íslenzkunnar vestanhafs. „Islenzkan var fyrsta málið sem ég lærði, því að foreldrar mínir, Elín og Marinó Borgfjörö töluðu oftasf íslenzku áður fyrr, en nú gera þau minna af því. Þetta er fyrsta áriö mitt héma I ís- lenzkudeildinni. Mig langar tii að læra að tala rétt aftur, því að ég hefi gleymt svo mörgu. Þegar ég er búin að taka BA- próf hérna langar mig til aö fara til íslands I háskólann og vonandi veröur af þvi eftir þrjú ár.“ „Er Árborg ekki aðallega byggð íslendingum?“ Islenzkan

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.