Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN Nýtt leikrit eft- ir Durrenmatt NÝLEGA var frumsýnt í Ziiri- ich nýja .ta leikrit Diirrenmatts, jsem nefnist Der Meteor. Höfund- • urinn segir sjálfur að það sé gam- ' ansamur harmleikur. Leikurinn fjallar um frægan og ríkan rithöf- und, sem þrátt fyrir veraldlega velgengni finnur ekki frið í sálu {sinni. » Gagnrýnendur eru á einu máli ;um að þetta leikrit sé það bezt - Igerða a höfund»rins hálfu til ; þessa. V< rkið er allt mjög hnit- ! miðaS og útúrdúralaust. í stórum dráttum fjallar leik- ritið um skáldsagnahöfundinn Wolf gang Schwitter á efrd árum hans. Hann er heimsfrægur fyrir skáld- skap sinn og hefur fengið Nó- belsverðlaunin og veit ekki aura sinna tal. Penni hans og tunga eru eiturhvöss og þrátt fyrir ald- lir sinn er hann haldinn óslökkv- andi þrá eftir konum, og þær eru honum eftirlátar. Lífskraftur hans er svo mikill, að þrátt fyrir að Jiann devr á meðan hann liggur á skurðarborði, snvr hann aftur til lífsins, ein- og Lasarus forðum og lífskraftur hans virðist ódrepandi. Hn það kaldbæðnislegasta við þetta er að hann kærir sig ekki um þetta fánýta líf. og á þá ósk eina, eins og Hamlet, að komast í það mark þar sem enginn snýr aftur. Þetta tveggja klukkust. langa leikrit er í rauninni dauðadans rithöfundarins og sýnir árangurs- lausar tilraunir hans til að leggja upp í hina löngu ferð og ráðþrota undrun þess fólks sem umgengst hann og þarf að taka þátt í stríði hans og óskar af heilum hug að gamla manninum verði að ósk sinni. Þrátt fyrir allt er leikiritið ekki eineöneu harmsaga. Diirrenmatt er gæddur nær djöfullegri kímni og dauðinn sem allir óttast verður í meðferð hans beinlínis hlægileg- ur. Rit.höfundurinn sem er engum öðr'im líkur, stekkur út úr og upp í rúm sitt, nauðgar fyrirsætu, í líkklæðunum, og þeysir húsgögn- um umhverfis sig meðan hann skammar allt og alla með nöpru háði. Hvort karlinn Iifir þetta af vit- um við ekki, en ef að líkum lætur verður ekki langt að bíða þess að þetta Ieikrit verði sett á svið hér- lendis, en leikrit hans hafa átt miklum vinsældum að fagna hér og er skemmst að minnast sýning- ar Leikfélags Reykjavíkur á Sú gamla kemur í heimsókn. íí i [ □ Þegar Hayley Mills kom til j Hollywoed fyrir skömmu, eftir að i, hafa verið á ferðalagi um Frakk- i land. urðu menn skelfingu lostn- ir því að hún hafði látið lita hár ' sitt rautt. Hún sagði að Frakkland væri dásamlegur staður fyrir rauð- hærðar konur. — En nú ert þú í Ameríku, mín kæra, sagði pabbi Mills, og daginn eftir var stúlkan aftur orðin ljóshærð. □ Hvað gengur að Elvis Presley? spyrja menn í Hollywood. Að und- anförnu hefur hann haft sérstak- Síðasta barnahlutverkið Á þessari mynd eru tvæn heims-1 frægar kvikmyndastjörnur, sem ekki þarf að kynna. Það eru feðg- inin John og Hayley Mills. Ekki höfum við áður séð hann Jón svona fúlskeggjaðan, og okkur finnst það ekki fara honum neitt 1 sérlcga vel. Hayley og pabbi henn ar hafa oft leikið saman í myndum, má, í þeirri sem gerði hana heims fræga ásamt Horst Bucholzt, Tig- er Bay, en sú var sýnd í Tjarnar- bíói. Þar lék Hayley smástelpu, eins og hún liefur svo gert upp frá því. En nú er svo komið að hún er orðin regluleg dama, og hefur þegar leikið sitt síðasta barnahlut- verk. Innan skamms munu því aðdá- endur hennar sjá hana í alvarlegri myndum, þar sem hún leikur full- vaxna konu. ÆTLAÐI AÐ SENDA FLAUG TIL TUNGLSINS ÁRIÐ 1930 NÚ HAFA bæði Rússar og Banda- ríkjamenn sent upp eldflaugar er hafa tekið myndir af tunglinu, og Rússar þó sýnu mikilvægari. Eins og menn vita er það ekki nýr draumur að senda mannað geimfar til tunglsins, t.d. ber saga Jules Verne þess glöggt vitni. Árið 1928, hélt Frakkinn M. Robert Esnult-Pelterie erindi í Royal Aero Club, um þá áætl- j an sína að senda flaug með sjálf- jvirkum myndavélum til tunglsins, til þess að taka mynd af þeirri an mann til þess að undirbúa allar sínar ferðir með hinni mestu leynd. Hann hefur einnig ráðið í sína þjónustu ellefu harðsnúna lögreglumenn sem standa vörð um hann dag og nótt. Enginn kemst nær honum en tuttugu fet, án þess að fá séirstakt leyfi hjá örygg isvörðunum. Hann er líka hættur að halda blaðamannafundi, talar aðeins við örfáa nánustu vini sína og ferðast með meiri leynd og við- búnaði en sjálfur forseti Banda- rikjanna. hlið þess er snýr frá jörðu. Kvaðst hann geta haft allt lilbúið tveim- ur árum seinna, eða 1930. Síðan heyrðist ekki meira til hans. Hann hafði þó sýnt nokkrar teikningar í Aero klúbbnum, og samkvæmt því hafði hann reiknað með að skjóta tunglfarinu úr fallbyssu sem hefði 382 mílna langt hlaup. Þegar Robert Hvarf, urðu ýmsir til þess að athuga möguleika á því að halda áfram tilraununum. Því var þó hætt innan skamms, ekki sízt vegna þess að maður að nafni Opel, í Þýzkalandi, lét sér ekki nægja að framleiða bíla, held- ur byrjaði einnig að fást við að framleiða skrúfuknúnar „rakettur” og tunglför. Teikningar Roberts voru því lagðar á hilluna. , £ 13. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.