Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 7
Uvenær skyldi það bera við *’ að maður opni íslenzkt tíma- rit með áhuga, eftirvæntingu: hvað skyldi það nú hafa fram að færa og leggja til málanna? Því miður hendir það næsta sjaldan. Það er einatt eins og tímaritin hafi engu sérstöku hlutverki að gegna lengur en þrauki helzt af gömlum vana, koma líka strjált og stundum eftir dúk og disk. Kátlegt dæmi þess hve íslenzk tímarit geta orðið sein á sér sást í And- vara í fyrra þegar ritið tók að minnast 400 ára afmælis Shake- speares — heilu ári eftir að sú hátíð var um garð gengin annars- staðar. Þess er kannski ekki að vænta, þegar svona er í pottinn bú- ið, að þessi rit séu mjög næm fyrir því sem er að gerast sam- tfmis þeim hér heima eða ei-lend- is. Minnsta kosti má leita með log- andi ljósi í ritum eins og And- vara eða Eimreiðinni án þess að finna neitt sem þau hafi að leggja til samtíðarefna. Enda eru þessi rit bæði orðin roskin og ráðsett, — Andvari lauk 90asta árgangi ■ sínum á árinu en Eimreiðin þeim 71sta. Auk þeirra koma út minnsta kosti þrjú tímarit, sum tvisvar, önnur þrisvar árlega eins og þau sem einkum fjalla um bókmenntir, listir og menningarmál, Tímarit Máls og menningar, Félagsbréf AB, Birtingur. Samanlögð eru þessi rit um 1200 síður á ári og koma sum hver út í mjög veru- legu upplagi. ö llum þykir sjálfsagt mikið og vaxandi flokksræði á ölium sviðum. Stjórnmálaflokkar gefa út dagblöðin, brátt með ríkisstyrk til þess, kjósa menningarstofnunum stjórn, útvarpi, sjónvarpi, þjóðleik húsi og ríkisforlaginu, úthluta listamannafé, standa að eigin bóka forlögum. Stærista og atkvæða- mesta bókmenntaritið, Tímarit Máls og menningar, er öðrum þræði pólitískt rit á réttlínu í menningar og þjóðfélagsefnum, nýtur fyrir vikið markvísari rit- stjórnar en hin timaritin, og þar gætir meiri áhuga á samtíðarmál- um, einkum stjórnmálum. Ai- menna bókafélagið stærir sig af því í Félagsbréfi sínu að hafa hnekkt yfirráðum kommúnista yfir íslenzku menningarlífi sem í ára- vís „kappkostuðu að bera víurnar í athvarfslaus skáld og upprenn andi menntamenn og gera sér þá skuldbundna”, — en þetta gerðist Við „andvaraleysi hinnar lýðræð- Islegu forustu í landinu sem .... gerðist raunverulega til þess að hrekja hvern rithöfundinn af öðr- um yfir í fylkingu þeirra manna sem settir höfðu verið til höfuðs sjálfstæðri þjóðmenningu". Hér skal ekki deilt um þennan skiln- ing né það mat sem hann lýsir á íslenzkum menntamönnum og rit- höfundum. En hvað sem öðru líð- ur er ljóst að hægrisinnuð menn- ingaröfl í landinu hafa enn ekki bolmagn til að halda úti tímariti sem túlki þeirra sjónarmið af við- líka skarpskyggni og ritleikni og bezt gerist í Tímariti Máls og menningar. Hins vegar er ekki til nema eitt tímarit sem kallazt geti mál- gagn rithöfunda og listamanna sjálfra, Birtingur, sem nú hefur komið út í ellefu ár, undir ó- breyttri ritstjórn að kalla. Eim- reiðin var um skeið undir stjórn Félags íslenzkra rithöfunda seni að vísu gafst skjótt upp á útgáfu hennar. En hvorugt þetta rit hef- ur haft ýkja mikið að íeggja til menningarmála í rúmri merkingu þess orðs, hvað þá þjóðmála al- mennt, — nema hvassyrtar deilu- greinar um dægurmál í Birtingi stundum. Væri þó engin vanþörf á að hér væri til frjálslynt tima- rit um menningar- og þjóðmál utan flokksmerkja og óháð ein- dreginni pólitískri forustu bók- félaganna tveggja, — þó að vísu séu flokksleg sjónarmið sýnu betri en alls engin. ^ ^ímaritin gera sér öll far um að birta sem mest af innlendum skáldskap og má að líkindum EFTIR ÓLAF JÓNSSON gera sér nokkra liugmynd um það hverju fari fram í bókmenntun- um af því að fletta árgöngum þeirra. í fjTra birtust til að mynda áhugaverð ijóðmæli í ritunum öll- um, kvæði eftir Hannes Sigfús- son og Guðmund Böðvarsson, Hannes Pétursson, Matthías Jo- hannessen og Snorra Hjartarson, Jón úr Vör í Tímariti Máls og menningar, Félagsbréfi, Birtiiigi, Eimreiðinni, og sjálfsagt fleiri, en eftirtektarverðar smásögur eða sögukaflar sáust þar engar nema helzt smásögur Guðbergs Bergssonar í Tímaritinu. Hins vegar er það næsta handahófs- kennt sem ritin birta af erlend- um skáldskap og ekkert þeirra reynir til að fylgjast með bók- menntum erlendis, kynna höfunda og nýjungar sem væri þó næsta þarflegt verkefni hér í fásinninu; dagblöðin gera þetta ekki heldur, og fátt er þýtt og gefið út nema reyfarar. Hér væri rúm og þörf fyrir timarit sem gagngert væri helgað erlendum bókmenntum. Þvi líkt rit gæti forlagið gefið út, tií dæmis; það hefði raunverulegu hlutverki að gegna. En ekki er gott að greina til hvers það ætlar And vara sinn. Það er sömuleiðis næsta fátt sem skrifað er um bókmenntir, einkum þó nýjan skáldskap og höfunda; ekkert bókmenntarit- anna heldur uppi umtalsverðri gagnrýni að staðaldri. Um mynd- list er skrifað af beztu viti í Birt- ing, síðast grein um Gunnlaug Scheving eftir Björn Th. Björns- son, en alls ekki í hin ritin; um leiklist skrifar ekkert þeirra nema Eimreiðin stuttan þátt; hins vegar var nokkuð skrifað um tónlist í Andvara, Birting, Tímarit Máls og menningar. í Tímaritinu geng- ur pólitískur tilgangur jafnan íyrir og margt það sem þar er birt sem skáldskapur eða skáld- skapardómar er áhugaverðara sem innlegg í þjóðmálaumræðu. í síðasta hefti ritsins er til að mynda stutt skáldsaga, Kalt stríð eftir Gísla Ásmundsson, að sönnu heldur óbeysinn skáldskapur, sem raunverulega er uppger roskins manns við samtíð sína dulbúið í söguform. Söguhetja Gísla, rosk- inn barnakennari, gefur að ævi- lokum allar eigur sínar til bar- áttunnar gegn inngöngu íslands í „velferðarbandalagið,” — en gagnrýni sögunnar á samtíð sína byggist á þeirri undarlegu liug- mynd, sem furðuvíða verður vart í seinni tið, að þá hafi menn betra tóm til að Sinna andlegum þörfum ef þeir búi við nauman kost og lélegt hús. Gísli tefiir meintum andlegum verðmætum fyrri lífshátta gegn framfara- brolti og margádeildri lífsþæg- indasýki nútiðar, og þarf engum að segja hvernig lóð sögunnar falla. Óneitanlega virðist róm- antisk íhaldssemi af þessu tagi óvæhleg undirstaða pólitískrar af- stöðu, hyað þá róttækrar þjóð- málabaráttu. Raunar endurómar gagnrýni Gisla heldur en ekki skrýtilega í grein Sigfúsar Daða sonar um Sjöstafakver Laxness fyrr í ritinu þar sem hann lýsir „menningarandrúmslofti” því sem „lengi hefur drottnað yfir vötnum andans í höfuðborg íslands, og kemur meðal annars fram sem almennt afskiptaleysi, kæruleysi, tortryggni sem oft er aðeins gervi innra öryggisleysis, og nokkuð mikill skortur á and- legri forvitni, takmarkaður á- hugi á lífinu, en dulbúningur þessa fyrirbæris er hinn „merg- sogni lífsþreytti gálgahúmör,” sem Þórbergur Þórðarson getur um, og þá eins og nú fiflskaði aUt andlegt líf höfuðstaðarins.” Undir þessa gagnrýni var á sinum tíma tekið fljótt og feginsamlega í Morgunblaðinu svo að líkindum lýsir hún æði-útbreiddu við- horfi; vantraustið sem það felur í sér er einmitt allra hluta lík- legast til að halda því við. Grein Sigfúsar um Sjöstafakverið er annars skarpleg og athyglisverð, og ber af annarri bókmenntagagn- rýnj Tímaritsins, en hún er með mikilli pólitískri slagsíðu eins og reyndar margt sem hefur verið ritað af | meiri hrifningu um Halldór Kilj- an Laxness. Söguna af Jóni i Brauðhúsum, sem Sigfús leggur upp úr, virðist eðlilegast að1 taka sem hnyttið og andríkt svar til Þórbergs Þórðarsonar í „deilu” þeirra um Erlend í Unuhúsi, en heimildargildi hennar umfram það held ég sé hæpið og óþárf- lega ódýrt að vísa pólitískum sinnaskiptum Halldórs Laxness & bug sem „persónulegum hárm- leik” einungis á grundvelli henn- ar. „Taóismi” hans var leiddur til lykta í Paradísarheimt og leyst- ist upp í sjálfsháði í Prjónastof- unni Sólinni, eins og Sigfús bendir á, en eftir er að sjá hvaða samband er milli hans og póli- tískrar afstöðu höfundarins Á hverjum tíma; um það er Jón I Brauðhúsum ekki til frásagnar nema að mjög takmörkuðu leyti. Framhald á 10. síðu. Vantar Hakara Aut að 60% kaup- hækkun gefur bónuskerfi okkar til flakara. Húsnæði og mötuneyti á staðnum Vinsamlégast hafið samband við verk- stjóra, sími 19265 og 38042. Sænsk- íslenzka frystihúsiö hf ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. febrúar 1966 17

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.