Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 16
Kallinum varS ekki um sel í gær, þegar hann las Al- þýðublaðið og sá þar getið um leikkonuna URSULU UNDRESS. . . . Jú, jú, auðvitað eru sjón- varpsdýrkendur komnir á kreik og farnixt að safna und irskriftum undir mótmæli gegn hvers konan Kínamúr umt eins og þeir orða það. Mér finnst alltaf svolítið gam an að því, þegan við hér á baksíðunni erum teknir al varlega — og ráðum okkar fylgt. . . Og til marks um, að ég hef ekki á röngu að standa, er það að enginn maður, sem ég tek minnsta mark á, hef ur haft neitt séristakt við skrif mín að athuga. . . Gúðrún Helgadóttir í Mogganum. ■//■ f f' > OG ENN mótmæla þeir. Og enn | er Jiafin ný undirskriftasöfnun til | að mótmæla og nú á að mótmæla mótmælum. Félag dátasjónvarps- unnenda reis skyndilega upp úr gröf sinni og hefur hafið undir- skriftasöfnun til að mótmæla mót- mælum háskólastúdenta þess efn- is, að sjónvarpið á Keflavíkur- flugvelli verði lagt niður, enda ekki nema von, því fari svo, að stöðin verði lögð niður hefur fé- lagið engan starfsgrundvöll leng- ur og er því þarna höggvið ó- drengilega að rótum þess, því frá- leitt má teljast að félagið breyti markmiðj sínu og gerist áhuga- samt um íslenzkt sjónvarp eða að stofnaður verði félagsskapur á- hugamanna því til verndar, þegar að því kemur. í ávarpi sexhundruðmenning- anna er þess krafizt að Keflavik- ursjónvarpið verði lagt niður ekki síðar en þegar íslenzka sjónvarps- stöðin tekur til starfa. Ef svo fer er ekki ólíklegt að mótmæli fari að berast úr fleiri áttum en hing. að til. Hvað gera þá veslings Amer ikanarnir á vellinum? Þeir verða að gera sér að góðu íslenzka sjón- varpið einhliða og tungu þeirra og þjóðerni og menningu stefnt í beinan voða. Áreiðanlega verður það ekki látið viðgangast mótmæla laust. En menningin margumtöluð verð ur að hafa sinn gang og varla von að það gangi mótmælalaust því skiptar skoðanir eru um það livað fyrirbrigðið er. Það sem einn telur menningarauka telur ann- ar hreinustu ómenningu og svo rífast menn um keisarans skegg af sama ákafa og kerlingarnar, sem ekki gátu komið sér saman um hvort grasið var klippt eða skor- ið, og líklega hefur grasinu staðið nákvæmlega á sama um hvor að- ferðin var notuð til að sarga það frá rótunum. Útvarpsfyrirlesari var fyrir nokkru svo ósvífinn að skýra al- þjóð frá þeirri skoðun sinni að sér þætti tilteknar bækur sem út komu hjá sama útgáfufyrirtækinu fyrir jólin, heldur slæmar bók- menntir og lítt til menningar- auka. Þetta gat forleggjarinn ekki sætt sig við og allt síðan liafa þessir tveir menn verið að hnýta hvor í annan í blöðunum, og jafn- vel fleiri aðilar fundið sig knúna til að leggja orð í belg, og það merkilega er, að umræðurnar snú- ast alls ekki um bækurnar, sem komu þeim af stað eða höfunda þeirra, heldur á hvaða menningar stigi andstæðingarnir telja hvorn annan vera. Og báðir verja þeir náttúrlega góða málstaðinn og menninguna og væna hvern annan um ómenningu. Gengur svo langt að annar aðilinn kallar menning- arvörn liins peninga-ropa, en að setja menningaráhuga undir sama mæliker og lítilmótleg fjármál er náttúrlega hámark allrar ósvifni. Einhver harðvítugasta blaða- deila sem háð hefur verið hér á landi fjallaði um hvort Esjan væri ljót eða falleg og í þeim gaura- gangi öllum, lét einhver vitring- anna sig ekki muna um það, að sanna að framsóknarmönnum þætti fjallið Ijótt, en sjálfstæðis- menn og sannir vesturbæingar teldu Esjuna mikið augnayndi og bera af öðrum fjöllum, hvað út- | línufegurð snerti. Er þetta kann- í ski ekkert verri fagurfræði en hver önnur. Og allt þetta spannst út frá því, að ungur maður lét þá skoðun 'sfna- í ljós á opinberum vettvangi að Esjan væri eins og mykjuhaugur í samanburði við fjöllin fyrir norðan. En stand- ist sú samlíking væri sönnu nær að framsóknarmönnum þætti Esjan falleg í samræmi við það, að þeim finnst allt fagurt sem að landbúnaði lýtur — og öfugt. Menning eða ómenning. Það er spurningin, og líklega verður menningunni fyrst hætt, þegar allir eru orðnir á einu máli um hana — eða fara að láta hana í friði. „Þér hafið ekkert að óttast frá minni hendi ungfrú Jensen. Ég er grænmetisæta!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.