Alþýðublaðið - 13.02.1966, Page 8

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Page 8
Löngum hefur það þótt nauð- synleg menntun ungum stúlkum að fara í húsmæðraskóla og búa sig undir að geta sem bezt rækt húsmóð-jrskyldur sínar. Mikil og góð aðsókn er að öllum húsmæðra skólunum hér á landi, og eru þeir fullsetnir. Við komum í heimsókn í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur á Sól- vallagötu 12 einn dag í vikunni og var okkur boðið að snæða með námsmeyjum, forstöðukonu, kenn- urum og nokkrum öðrum gestum. Á borðum var Ijúffengur þorra- matur, sem borinn var fram í trogum, svið, hangikjöt, saltkjöt, súrmatur og ýmislegt fleira góð- gæti, að ógleymdum hákarli sem borinn var, á borð í litlum bitum. Einnig var borið fram laufabrauð, rúgbrauð og flat- kökur, sem stúlkurnar höfðu bak- að. Óhætt er að segja, að matur- inn bragðaðist sérstaklega vel, og auðfundið var, að þar höfðu vanar hendur um fjallað. Eftir matinn var svo fram borið kaffi með rjóma pönnukökum, sem voru hið mesta lostæti. Það vekur athygli, þegar geng- ið er um hin vistlegu húsakynni Húsmæðraskólans, að á veggjum hans hanga málverk eftir suma okkar kunnustu málara. Enn eiga mörg eftir að bætast við, þar sem í skólanum er sérstakur listaverka- sjóður til minningar um frú Ragn- hildi Pétursdóttur frá Háteigi, en hún var fyrsti formaður skóla- nefndar. Sjóvátryggingafélag ís- lands gaf fyrsta féð í sjóðinn, en síðan hafa gamlir nemendur eflt hann með gjöfum. Sjóðnum er varið tjl kaupa á listaverkum. Með- al listaverka, sem þegar hafa verið keypt :fyrir peninga úr sjóðnum, sem sfofnaður var fyrir fjórum árum, jer gömul vatnslitamynd frá Þingvöllum eftir Ásgrím. Myndin hefur Verið árum saman erlendis, en hcfur nýlega verið keypt til skólans. Eftir Jóhann Briem eru tvö málverk, Hestar í grænni brekku og Haustmynd. Skólinn hefur líka eignazt mörg listaverk, sem vinir og velunnarar hafa geíið honum. Þar má nefna málverk eftir Ásgrím Jónsson af Guðbjörgu í Múlakoti, þar sem hún situr í garðinum sínum. í bak- sýn er Eyjafjallajökull í kvöld- birtu. Málverkið var gefið skól- anum á fyrstu árum hans. Gef- endur voru Jónas Hvannberg og frú í Reykjavík. Eftir Jóhann Briem.er frummyndin af Reykja- víkurteppinu, en það er gjöf frá Halldóri Þorsteinssyni á Háteigi og dætrum hans. Eftir Ásgeir Bjarnþórsson er mynd af frú Iiuldu Stefánsdóttur, sem var f.vrsta iorstöðukona skólans, gjöf frá gömlum nemendum. Frú Hulda er nú forstöðukona húsmæðraskólans á Blönduósi. Núverandi forstöðukona Hús- mæðraskólans í Reykjavík er Kat- rín Helgadóttir og við spyrjum hana um skólann: — Hvað eru margir nemendur í skólanum? — Árlega eru um 180 nemend- ur í skólanum. — Og skiptast þeir í deildir inn- an skólans? Litið inn í Húsmæðra- skólann i Reykjavík Ein námsmeyjanna ber á borð — Já, hér eru stúlkur í heima- vist, það er níu mánaða nám og svo eru tvö dagnámskeið og sex kvöldnámskeið. — Og er ekki mikil aðsókn að skólanum? — Jú, mjög mikil. Það er svo í öllum húsmæðraskólum lands- ins og er ánægjulegt til þess að vita að ungu stúlkurnar hafa á- huga á að búa sig vel undi.r; hús- móðurstarfið. — Er ekki mjög erfitt að komast að á kvöldnámskeiðunum? — Við auglýsum yfirleitt kvöld- námskeiðin 1. september ár hvert, og sama daginn er oftast upppant- að á öll námskeiðin á tveimur til þremur tímum. Og venjulega eru HUSSTJORN OG HANDAVINNA Þaff er gaman aff búa til góðan mat. 8 13. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Úr eldhúsinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.