Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 15
LEIPZIG Upplýsmgar Sambönd Viðskipti 6.-15.3.1966 KAUPSTEFNAN iLEIPZIG Rafvirkjar Framhald af 2. síOu slíkt sennilega einsdæmi í verka lýðsfélagi hér á landi. Formaður félagsins, Óskar Hail grímsson, er nú kjörinn í stjórn FÍR í tuttugasta sinn, en :• 18 sinn sem formaður félagsins. Af öðrum stjórnarmönnum hafa þeir Magnús K. Geirnson og Sveinn V. Lýðsson verið lengst í stjórn fé- lagsins, eða í 10 ár hvor. Aðalfundur FÍR verður skv. lög um félagsins haldinn í marzmánuði næstkomandi. (Frá Fél. ísl. rafv->, íþrótfir ... Framh af 1' ■dffn Guðfinna Svavarsd. Á 1:16,1 Sigrún Siggeirsd. Á 1:17,6 200 m. skriðsund karla: Guðm. Gíslason, ÍR 2:11,4 Guðm. Þ. Harðarson, Æ 2:14,2 Kári Geirlaugsson, Á 2:24,0 Gestir: IJavíð Valgarðsson, ÍBK 2:10,4 Gunnar Kristjánss., SH 2:26,9 100 m. flugsund kvenna: Hrafnh. Guðm. ÍR 1:16,3 Matth. Guðm. Á 1:24,4 Hrafnh. Kristj. Á 1:31,5 200 m. bringusund karla: Reynir Guðm. Á 2:52,5 Erlingur Þ. Jóhannss. KR 2:55,4 Leiknir Jónsson, ÍR 2:58,6 Ólafur Einarsson, Æ 2:59,6 Gestir: Gestur Jónsson, SH 2:48,4 Árni Þ. Kristjánsson, SH 2:53,0 200 m. bringusund kvenna: Hrafnh. Guðm. ÍR 3:01,8 Matth. Guðm. Á 3:08,1 Eygló Hauksd. Á 3:17,9 I Sigrún Einarsd. Á 3:23,5 100 m. flugsund karla: Guðm. Gíslason, ÍR 1:04,6 Guðm. Þ. Harðarson, Æ 1:11,4 Trausti Júlíusson, Á 1:12,8 Gestur: Davíð Valgarðsson, ÍBK 1:09,4 100 m. baksund kvenna: Hrafnh. Guðm. ÍR 1:19,8 Hrafnh. Kristj. Á 1:25,5 Sigrún Siggeirsd. Á 1:30,1 Guðfinna Svavarsd. Á. 1:31,8 Gestur: Auður Guðjónsd. ÍBK 1:26,0 100 m. baksund karla: Guðm. Gíslason, ÍR 1:08,5 Guðm. Þ. Harðarson, Æ 1:15,2 Gísli Þórðarson, Á 1:18,7 Gestur: Davíð Valgarðsson, ÍBK 1:09,8 4x100 m. skriðsund kvenna: Sveit Ármanns 4:58,2 (íslandsmet). Matth., Sigrún, Guðf. Hrafnh. 4x100 m. skriðsund karla: Sveit Ármanns 4:13,5 (fslandsmet). Pétur, Siggeir, Kári, Trausti. eit Ægis 4:36,0 Dr. sveit Ægis 5:08,9 (Dr.-met). Gestur: Sveit SH 4:20,2 Sýning Framhald af 2. síðu sem kúrekar notuðu í daglegu lífi. Doks verða svo sýndar kvikmyndir, annan hvern dag, þann tíma sem sýningin verður opin, þ. e. mánudaga, miðviku- daga og föstudaga. Kvikmyndirn ar fjalla^ um amerískar listir, handíðir, fornmenjar og ýmsar gamlar hefðir. Flestar kvikmynd irnar eru í litum og með ís- lenzku tali. Sýningan hefjast öll kvöldin kl. 8,30. Þessi listsýn- ing- verður opin til 26 þ.m. frá kl. 2 e.h. til 10, og er að- gangur ökeypis. Rarnsrán Framhald af 1. síðu. þar sem barninu var rænt. Telp- urnar voru fluttar á lögreglustöð- ina, og þegar lögreglan sagði þeim að þær hefðu verið í sundhöll- inni en ekki í Kongensgade þeg- ar barninu var rænt, játuðu þær að saga þeirra hefði verið tilbún- ingur. Hamraféll Framhald af 2. síðu. milli olíufélaganna og litgerðar | Hamrafells um flutningsgjöld. Við skiptamálaráðuneytinu var að sjálf sögðu skýrt frá þessum ágrein- ingi. í yfirlýsingu allra olíufélag anna, sem birt hefun verið í blöð um og Vilhjálmur Jónsson skrif ar m.a. undir, segir svo um þetta atriði.: „Það var ágreiningslaust af hálfu íslenzko olíufélaganna að hafna bæri tilboði útgerðarstjónnar ms. Hamrafells og taka tilboði Rússa um olíuflutningana." Af hálfu útgerðar Hamrafells var engin málaleitun borin fram við ráðuneytið um, að það gerði tiLraun til þess að fá olíufélögin til þe'-s að breyta þessari afstöðu sinni. Róðunevtið taldi því að sjálf sögðu ekki koma til greina að nota vnld <=itt sem formlegur samn' ingsaðili til þess að fyrirskipa olíufélögunum að semja um ca. 30% hærri flutningsgjöld en þau sem þau vildu greiða. 12. febrúar 1966. Viðskiptamálaráðuneytið. Madrid, 12. febrúar. (NTB-Reuter). — Yfirvöld á Spáni héldu því fram í dag, að fjórir portúgalskir lögreglumenn hefðu átt hlutdeild í morði por- 1 túgalska stjórnmálaleiðtogans Humberto Delgados á Spáni í fyrra. Handtökutilskipun hefur verið gefin út á hendur lögreglu- mönnunum og fjórum öðrum. Yfirvöldin segja, að portúgal- arnir hafi farið yfir landamæri Portúgals og Spánar 12. febrúar ' í fyrra og haldið til spánska bæj- arins Badajoz, þar sem Delgado dvaldist. Delgado sýndi mótþróa þegar reynt var að nema hann á brott og var hann síðan myrtur. KAIRÓ, 12. febrúar. (NTB-AFP). Ho Chi Minh, forseti Norð- ur-Vietnam, hefur skýrt stjórn Arabiska sambandslýðveldisins (Egyptalands) svo frá, að banda- rískir flugmenn, sem teknir eru til fanga í Norður-Vietnam, verði leiddir fyrir rétt sem stríðsglæpa- menn, að sögn Kairóblaðsins „A1 Ahram”, sem er hálfopinbert, í dag. Egypzku stjórninni barst orð- sending um þetta frá norður-viet- namiska sendiráðinu í Kairó á miðvikudaginn. Bandaríska stjórn in hafði beðið egypzku, stjórnina að setja sig í samband við Hanoi fvrir hönd fanganna. Þetta gerðu Egyptar, og bréfið frá Ho Chi Minh var svar við egypzku orð- sendingunni. í tilkynningu yfirvaldanna eru •portúgölsku lögreglumennirnir nafngreindir. Yfirvöldin lýsa einn- ig eftir Erakka nokkrum, þar eð liann getur borið vitni í málinu. Kaupstefnan í Leipzig er sérstök í sinni röð. Hún sam- einar margra alda hefð og æskuþrótt nútíma framfara, þýður beztu tækifæri til að hittast og semja um við- skipti. Síðustu tvo áratugina hefir þessi kaupstefna þetta sér- kenni umfram aðrar: Hún er orðin óumdeilanleg miffi- •stöð viðskipta milli austurs og vesturs. AUt sem rnann- kynið notar er að finna á þessari vörusýningu í hinum 60 sundurgreindu vöruflokkum hennar. Á vorsýning- .. unni 1965 voru á aðra milljón sýningarmuna á sýning- arsvæði Sem nam 850 000 fermetra gólfflatar. Þarna 'sýndu 10 447 fyrirtæki frá 75 þjóðum og igestir voru ' hær 750 þúsund frá 94 löndum hvaðanæva úr heimin- um. Komið sjlálfir og skoðið 'sýningarvörurnar, gerið 1 alþjóðlegan samanburð á staðnum, hittið viðskipta- aðila og sérfræðinga í yðar grein frá mörgum lönd- i um. Það eru ótviræðir ha'gsmunir yðar að heimsækja • Kaupstefnuna í Leipzig. Allar upplýsingar og kaup- ; stefnuskírteini fáið þér hjá umboðinu hér: Kaupstefn- unni. Læjargötu 6, Reykjavík, símar: 1 1576 og 24397 Skírteini geta menn einnig fengið á landamærum Þýzka Alþýð ulýðveldisins. TÆKNI OQ NEYZLUVÖRUSYNSNG. Maður þessi heitir Sussini og hef ur hann áður staðið í sambandi við OAS, hin leynilegu samtök hersins í Frakklandi. CHICAGO. 12. febrúar. (NTB-REUTER). Alls biðu 49.000 manns bana í umferðarslysum í Bandaríkjunum 1965, að sögn bandarískra um- ferðaröryggisráðsins, eða 3% fleiri en árið áður og fleiri en nokkru sinni fyrr. Auk þess urðu 1,8 milljón manna meira eða minna örkumla af völdum umferð- arslysa í Bandarikjunum í fyrra. HAMMAGUIR, Alsír. 12. febr. (NTB-Reuter). — Frakkar gerðu í dag misheppnaða tilraun til að senda vísindagervihnött á braut umhverfis jörðu. Bilun varð í liinni þriggja tonna burðareld- flaug við geimskotið frá tilrauna- I svæðinu í Hammaguir í Alsír. VVASHINGTON, 12. febrúar. (NTB-REUTER). Starfsmenn SÞ hafa lýst« yfir því, að þeir séu fúsir til að at- huga leiðir til að auka aðstoðina við flóttamenn í Suður-Vietnam og ef til vill flóttamenn í Norð- ur-Vietnam einnig, að því er Ed- ward Kennedy, öldungadeildar- maður, sagði í gærkvöldi að lokn- um viðræðum við U Thant fram- kvæmdastjóra og flóttamálafull- trúa SÞ. Flóttamönnum í Suður- Vietnam fjölgaði úr 300 þús. í 720 þús. á tímabilinu maí—júní i fyrra. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bflllnn er smurffur fljótt og vel 8éUain »ii«r tegiuiðH Ttk aS mér hvert kanar ftýBIrtfí 4r o£ á ensku. EIÐUR GIIONASON Hfegiltur dómtúlkur oe sklala- þýðandi Skipholtl 51 - Simi Wi Yinnuvélar til leigu. Leigjum út pússninga-steypu- nrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrw með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar, Vatnsdælur o. m.fl. LEIGAN S.F. Síml 23480. 1 Préfesserar Framhald af 14. síffu. ; ist fyllilega tímabært að koma á fót prófessorsembætti í almennri i sagnfræði. Um prófessorsembættið í réttaT' sögu er það að segja að síðustu - að íslenzk réttarsaga er óplægður 1 akur. Þótt gera verði ráð fyrir að nýr prófessoji í réttarsögu - mundi annast nokkra kennslu í öðrum greinum lögfræðinnar en, réttarsögunni ,yrði hér fyrst og fr;emst um að ræða rannsóknar starf eða ætti svo að vera að minnsta kosti þar eð á sviði ís- lenzkrar réttarsögu er um að ræða mjög mikilvæg rannsóknarefni, sem fram að þessu hefun ekkl verið nægilega sinnt. Það gleym ist of oft, að íslenzk lög þjóffiveld isaldar eru dýrmætur fjársjóður við hlið fornbókmenntanna og verða hiklaust talin, eins og þær, meðal helztu andlegira stórvirkja norrænna manna. Það hlýtur fyrst og fftmst að teljast menningar skylda íslendinga að hafa forystu um rannsóknir á þesmm menning ararfi og ætti það að voríða höfuffi hlutverk nýs prófessors :• réttar sögu. Að síðustu skal þess getiffi, að í fjárlögum fyrir yfirstandandi áp er gert ráð fyrir fjárveitingum til allra þessara embætta. Ég vona því að þetta firiumvarp hljóti skjóta og góða afgreiðslu hér á hinu háa Alþingi. Embættin mundu þá verða auglýst laus til umsóknar þegar eftir samþykkt frumvarpsins og 1 þau skipað, þegar hæfir menn. hafa um þau sótt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. febrúar 1966 J5 .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.