Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 11
i Ritstjori Örn Eidsson 0X1 Tvö Islandsmet sett / sundi: Ármann sigraði í stiga- keppni Rvíkurmótsins SUNDMEISTARAMÓT Reykja- víkur, sem háð var í Sundhöllinni sl. fimmtudag sannaði hina sorg- lega litlu „breidd” í íþróttinni. Þau Guðmundur Gíslason og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, er haft hafa yfirburði í fjölmörgum greinum á sundmótum undanfar- inna ára, gengu á milli greina á mótinu og urðu Reykjavíkur- meistarar í 7 greinum af 10, sem keppt var í. Þau höfðu meira að segja yfirburði í flestum greinum. Unga fólkið, sem verið hefur sigursælt á unglingamótum und- anfari og raðaði sér í 2. og 4. sæti á þessu móti, uppfyllir ekki enn þær vonir og óskir, sem gerð- ar hafa verið til þess. Að vísu : eru afrek Hrafnhildar Kristjáns- | dóttur og Matthildar Guðmundsd. 1 þokkaleg, en ekki meira. Ekki er j’nú rétt að vera of svartsýnn, við i skulum enn vona hið bezta. Utanbæjarfélögin sendu nokkra keppendur, sem tóku þátt í mót- inu sem gestir. Mesti afreksmað- ur utanbæjarmanna, Davíð Val- garðsson, Keflavík, náði góðum tíma í 100 m. baksundi, en tap- aði óvænt fyrir Guðmundi í 100 m. flugsundi. Enginn efast um hæfileika Davíðs, hann er ungur enn og á áreiðanlega eftir að bæta sig verulega. Gestur Jónsson úr Hafnarfirði náði langbeztum tíma í 200 m. bringusundi og sigr- aði m. a. íslandsmeistarann, Árna Þ. Kristjánsson, einnig úr Hafnar firði. Leiknir Jónsson, ÍR, nýliði, vakti athygli, en hann tók nú í fyrsta sinn þátt í 200 m. bringu- sundi á móti. Ármann sigraði í stigakeppni mótsins, hlaut 78 stig, ÍR hlaut 45 stig, Ægir 32 og KR 5 stig. ÍR hlaut flesta meistara, eða 7, en Ármann 3. HELZTU ÚRSLIT: 100 m. skriðsund kvenna: Hrafnh. Guðm., ÍR 1:06,0 llrafnh. Kristjánsd. Á 1:07,0 Framhald á 15. síðu. HANDKNATTLEIKUR Á SÉR LANGA SÖGU í PÓLLANDI HANDKNATTLEIKUR á sér nokkuð langa sögu í Póllandi, enda er pólska handknattleikssamband ið stofnað árið 1928. Fyrstu árin var eingöngu leikið utanhúss og þá 11 manna handknattleikur. Áhugi 'fylrib handknattleik innanhúss verður þó ekki verulegur fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina, og það er ekki fynr: en árið 1955 að fyrsta meistarakeppnin í 7 manna handknattleik innanhúss fer fram Nú fer áhuginn að vakna fyrir alvöru og árið 1957 leika Pólverj ar sinn fyrsta landsleik og þá gegn Júgóslavíu og sigra 21-13. Hefjast nú reglubundin samskipti við margar þjóðir og til þessa dags hafa Pólverjar leikið 46 lands- leiki innanhúss, unnið 20, geýít jafntefli í 3 leikjum og tapað 23. Markatalan er 741-763. Framhald á 10. síðu. Skjaldarglíman 54. skjaldarglíma Ármanns fer fram í Iðnó í dag og hefst * kl. 14.30. Keppendur eru um 7 frá KR, Ármanni og Umf. Víkverja. Glímustjóri verður Þortseinn Einarsson, íþrótta fulltrúi. Auk skjadarglímunnar mun flokkur drengja úr Ár , manni sýna glímu. 30. landsleikurjnn hefst kl. 5 í dag í DAG þreyta íslendingar 30. landsleikinn í handknatt- leilc karla og leika við Pólverja. Úrslit þeirra 29, sem fram hafa farið urðu sem hér segir: Ár: Staður: Lönd: Úrslit: Aths 15.2 1950 Lundi ísland—Svíþjóð 7:15 19.2 1950 K.höfn Island—Danmörk 6:20 23.5 1950 Reykjavík ísland—Finnland 3:3 27.2 1958 Magdeburg ísland—Tékkóslóv. 17:27 H.M. 1.3 1958 Magdeburg ísland—Rúmei^ía 13:11 H.M. 2.3 1958 Magdeburg ísland—Ungverjal. 16:19 H.M. 12.2 1958 Osló ísland—Noregur 22:25 9.2 1959 Osló ísland—Noregur 20:27 12.2 1959 Slagelse ísland—Danmörk 16.23 14.2 1959 Boras ísland—Svíþjóð 16:29 1.3 1961 Karlsruhe ísland—Danmörk 13:24 H.M. 2.3 1961 Wisbaden Island—Sviss 14:12 H.M. 5.3 1961 Stuttgart ísland—Tckkóslóv. 15:15 II.M. 7.3 1961 Essen ísland—Svíþjóð 10:18 II.M. 9.3 1961 Homberg ísland—Frakkland 20:13 H.M. 13.3 1961 Essen Island—Danmörk 13:14 H.M. 16.2 1963 Partís Island—Frakkland 14:24 19.2 1963 Bilbao Island—Spánn 17:20 22.2 1964 Keflav.flv. ísland—U.SI.A. 32:16 23.2 1964 Keflav.flv. ísland—U.S.A. 32:14 6.3 1964 Bratislava ísland—Egyptaland 16:8 ILM. 7.3 1S64 Bratislava ísland—Svíþjóð 12:10 H.M. 9.3 1964 Bratislava ísland—Ungverjai. 12:21 H.M. 24.11 1964 Keflav.flv. Island—Spánn 22:13 25.11 1964 Keflav.flv. ísland—Spánn 23:16 12.12 1965 Reykjavík ísland—Rússland 17:18 13.12 1965 Reykjavík ísland—Rússland 14:16 16.1 1966 Gdansk ísland—PóIIand 19:27 H.M. 19.1 1966 Nyborg Island—Danmörk 12:17 H.M. Alls 2 9 leikir, 7 heima, 22 erlendis, unnir 9, jafn- tefli 2, tapaðir 18, skoruð 413 mörk gegn 515, — Einn leik- ur háður utanhúss, gegn Finnum 1950, en hinir allir innan húss. Áður en Iandsleikurinn í dag hefst fer fram forleikur mUli unglinga landsliösins og KR. Hann hefst kl. 3.45. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 4.30. Hverjir komast / úrslita- keppnina í Svíþjóð 1967 Eins og kunnugt er, fer úrslita keppni heimsmeistarakeppninnar fram í janúar 1967 og komast 16 lönd í þá úrslitakeppni. Alþjóðahandknattleikssamband ið ákvað á þingi árið 1964 reglur fyiriir keppnina og þegar þátttöku frestur rann út sl. sumar höfðu 25 lönd tilkynnt þátttöku. Samkvæmt reglunum komast í úrslitakeppnina án undankeppni: Rúmenía (heimsmeistarar), Sví- þjóð (gestgjafar) og Japan. Öðrum þátttökuaðilum var skip að í riðla, og þegari þessar línur eru ritaðar er staðan þessi í riðl unum.: A-riðilI: Tékkóslóv. 2 2 0 0 501-23 4 Noiriegur 3 1 0 2 44-45 2 Austurríki 3 1 0 2 44-71 2 B-riðilI: V-Þýzkaland 2 2 0 0 40-19 4 Sviss 3 2 0 1 62-41 4 Holland Bejgía C-riðill: A-Þýzkaland Rússand Finnland D-riðill: Danmörk PóIIand ísland 3 2 3 0 0 77-41 * 0 1 42-35 & 0 3 36-79 $ Framhald á 10. síðu. Á myndinni sést Gunnlaugur Hjálmarsson fyrirliði íslenzka landsliðsins skjóta að marki í leik v«S' danskt handknattleikslið. Hvaö skyldi hann fá mörg tækifæri svipuð þessu í Ieiknum viff Pólverja 'B dag? ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. febrúar 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.