Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 10
Tímarit Framhald af 7. síðn. Þ, að er eitt af einkennum tíma- rita, sem eru að flosna upp, að þau virðast geta birt hvaða efni sem er hvenær sem er, en telja sér enga skyidu að sinna neinu sérstöku; samt eru þau í stöðugu efnishraki. Þá verður helzt til ráða að birta efni sem upphaf- ilega er samið- handa öðrum og ibirt annars staðar. Þetta er al- jgengt bæði í Eimreiðinni og And- vara sem bæði eru mjög tilvilj- íunárleg í efnisvali, en gera mik- ið af að birta efni sem áður var prentað í öðrum ritum eða flutt í útvarp. Eimreiðin birti til dæm- is í fyrra meira en 40 ára gam- alt erindi eftir Axel Thorsteins- son um Steingrím skáld, föður hans, Silfurhærur, sem áður hef- ur verið flutt í útvarpið og prent- að með ljóðmælum Steingríms Thórsteinssonar. Sömuleiðis er oft í þessum ritum mikill áhugi á því sem ritað er fyrir útlend- inga um íslenzk efni; af því tagi fer ágæt ferðasaga Ingegerd Fries um Ódáðahraun og Vonarskarð í Andvara, og ritgerð Martins A. Hansens um íslenzka sagnalist, sem eflaust er andrík esseyja á frummálinu. Raunar er í öllum þessum ritum sem hér um ræðir mikill áhugi á sagnfræðilegum efnum og þjóðlegum fræðum hvers konar. Andvari birtir langa ritgerð um Henry George og georgismann, Birtingur um Fjölni og Fjölnismenn, hvort tveggja skólaritsmiðir að því er virðist og þó þess sé ekki getið. í þessari '•'gffein eins og fleirum er Tímarit Máís og menningar betur sett en hin ritin og nýtur höfunda eins >• og Hermanns Pálssonar og Björns vÞorsteinssonar, sem báðir eru með Vskemmtilegustu sagnfræðingum okkár, Halldórs Eaxness og Gunnars Benediktssonar; söguleg efni eiga erindi í tímaritin, ef þau eru tekin þar upp til nýrrar skoð- unar, ekki bara notuð sem upp- fylling eins og vaninn er með sögufróðleik íslenzkra tímarita. Efnisval tímaritanna, tök þeirra á efni sínu lýsa afstöðu þeirra til tímans sem þau lifa sjálf, hvaða erindi þau telja sig eiga að rækja. Og það er megingalli flestra þeirra rita sem hér hefur verið rætt um að þeim virðast erindi sín ákaflega óglögg, til hvers þau séu að koma út; Tímarit Máls og menningar sker sig eitt úr að þessu leyti. Jafnvel Birtingur virðist láta sér nægja það eitt að vera til. Um þessar mundir er margt rætt um ríkisstyrk til dagblaða; það virðist vaka fyrir mönnum að löggilda flokksblöðin sem miðil skoðanamyndunar í landinu um þjóðmál og þá um leið önnur efni, skipa öllum opinberum um ræðum í pólitískt kerfi. Þá er gert ráð fyrir að blaða- þörf flokkanna eigi að ráða út- gáfunni; enginn nefnir að huga beri að blaðaþörfinni í landinu, lesendanna sjálfra, hvaða hugsan- legur markaður sé fyrir dagblöð. En tvímælalaust væri frjálsri skoðanamyndun og skoðanaskipt- um í landinu meiri þörf á fjöl- breyttari blaða- og tímaritakosti en ríkisreknu blaðabákni án raun- verulegra rekstrarmöguleika; þar gætu hin vanræktu menningarrit einnig átt hlut að máli, skapað fjölbreyttari umræðugrundvöll en gerist í dagblöðum, stuðlað að betri málflutningi. Minnsta kosti er þýðingarlítið að halda úti til lengdar tímaritum sem enginn veit Iengur til hvers eru og hvorki geta lifað né dáið. — Ó.J. Augiýsintjasíminn 14906 íþrcttir ... Framhalö af 11. sfðn- E-riðill: Ungverjaland 3 2 1 0 60-42 5 Frakkland 2 0 2 0 24-24 2 Spánn 3 0 1 2 46-64 1 F-riðilI: Bandaríkin og Kanada: Fyrri leik urinn fór, fram í Bandaríkjunum og sigruðu heimamenn 26-24. G-riðill: Egyptaland og Túnis (ekki hef ur verið leikið enn). H-riðilI: Júgóslavía 1 1 0 0 29-14 2 ísrael 1 0 0 1 14-29 0 í reglum keppninnar segir, að í undankeppninni skuli leikið heima og heiman og í riðlunum A til E komast tvö efstu löndin í úrslitakeppnina, en í riðlum F til H sigurvegarar. 14 ; r ; Albýði ublobib Blaðburðarbörn vantar í eftirtalin hverfi: Kleppsholt Lindargötu Laugaveg efri Hverfisgötu I og 11 Laufásveg Löngublíð Bergþórugata. Alþýðublaðið sími 14900. íþréttir . . . Framhaid af 11. siðn- Pólverjar tóku fyrst þátt í Heimsmeistarakeppninni árið 1958 og hlutu 5. sætið. Árið 1961 var ákveðið að þeir skyldu keppa um þátttökurétt í úrslitakeppninni við Tékkóslóvakíu og töpuðu þeir með nokkrum mun. Sama sagan endur tók sig árið 1964, þá kepptu Pól verjar við Ungverja um þátttöku réttinn :■ úrslitakeppninni og töp uðu 12-16 í fyrri leiknum en 18- 23 í þfeim síðari. Pólska handknattleikssamband ið ákvað þá að géfa spilurunum kost á eins mörgum landsleikjúm og hægt var fram að næstu undan keppni, þeirri sem nú stendur yf ir. Hefur pólska landsliðið á árun um 1964 og 1965 leikið 14 lands leiki og hafa úrslit orðið þessi: Ungverjaland—Póll. 23-18 (10- 6) Júgóslavía—Póll. 29-11 (16- 5) Tékkóslóvakía—Póll. 14- 9 ( 7- 5) Ungverjaland—Póll. 28-15 (11- 5) Finnland—Póll. 21-19 (10-11) A-Þýzkland—Póll. 23-18 (12- 7) Póll.—Búlgaría 21- 8(9-3) Póll,—Rússland 29-14 (17- 7) Póll.—Rúmenia 17-12 (11- 8) Póll,—Ungverjaland 21-16 (12- 8) Póll.—Júgóslavía 22-16 (11-10) Danmörk—Póll. 22-16 (12- 8) Póll.—Frakkland 26-23 (11-12) PólL—Danmörk 18-14 ( 7- 6) í pólsku meistarakeppninni keppa 529 lið og eru meðlimir pólska handknattleikssambandsins 26,800. Núverandi meistarar eru: í karlaflokki „SLASK" og í kvenna flokki „GORNIK". Lesið Alþýðublaðið Vinnufatabúðin Laugavegi 76 ÍÞRÓTTAPEYSAN komin aftur í öllum stærðum Svört - Blá - Hvít Vinnufatabúðin Laugavegi 76 Verzlunar og skrifstofufólk Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur áríðandi félagsfund í Sigtúni, mánudaginn 14. febrúar n.k. ikl. 20.30. Fundarefni: Skýrt frá viðræðum um kjaramál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Landsleifcur í handknattleik: fSLAND - PÓLLAND í LAUGARDALSHÖLLINNI í DAG KL. 17. Dómari: A. Frydenlund, Noregi. — Aðgömgumið asala í Laugardalshöllinni frá kl. 15. H. S. í. ,10 13. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.