Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 9
þorramatinn og leitar til þess affstoff^r foratöffukonu, sem gefur góS ráff og leiðbeining-ar. tim 70 stúlkur á biðlista, ef eitt- hvað skyldi falla úr. — Hvernig skiptist kennslan í dagdeildum og heimavistarskóla? — Kennslan skiptist í hússtjórn og handavinnu. Handavinnunámið skiptist svo í vefnað og saum, 8 vikur vefnaðarkennsla og 8 vikur saúmakennsla. í dagskólanum er þó ekki kennd ur vefnaður, en í báðum deildum barnafatasaumur, útsaumur og kjólasaumur. — Hversu lengi hafið þér starf- að við skólann? — Ég varð kennari hérna 1949, en frá haustinu 1953 hef ég verið forstöðukona skólans. Við hittum að máli frú Elísa- beti Jónasdóttur, sem var fyrsti matreiðslukennari í dagdeild skól- ans. S — Þér hófuð starf við skólann, þegar hann byrjaði? — Já, skólinn hóf starfsemi 7. febrúar 1942 og ég kenndi mat- reiðslu við dagdeildina, eða heima11 göngudeildina eins og hún er stund um kölluð. Það er vegna þess, að stúlkurnar bjuggu heima hjá sér og komu þaðan í skólann. Frú Ingibjörg Júlíusdóttir kenndi matreiðslu í heimavistinni og frú Ólöf Blöndahl kenndi handa vinnu. Vefnað kenndi frú Erna Ryel. — Þér voruð með stórt heimili sjálf meðan þén stunduðuð kennslu. Var það ekki erfitt? — Ég var í undirbúningsnefnd skólans og vildi gjarnan kenna þarna, þar sem enginn gat tekið kennsluna að sér. Ég hafði heimili, en bjó nálægt skólanum, svo að það var ekki svo erfitt. — Höfðuð þér kennt eitthvað áður? — Já ég kenndi í Kvennaskól- amim árin 1923—1933. Þar veitti ég forstöðu hússtjórnardeild skól- ans. — Kennduð þér lengi hér við Húsmæðraskólann? — Nei, því miður hafði ég ekki ástæður til þess að kenna þar nema í tvö ár. Texti: A.K.B. - Myndir J.V. Viff útsaum. KLIMALUX Rakagjafi - Lofthreinsari Klimalux Klimalux Super fyrir heimili. . fyrir stór húsakynni. Ákjósanlegt þar Sem mikil upphitun veldur þurru lo'fti. Klimalux er með innbyggðri siu, en í Klimalux-Super fer loftið gegnum vatnsúða. Hvorttveggja bætir raka í loftið og hreinsar úr því óhreinindi og tóbaksreyk. síur (filter) til endurnýjunar fyrh-liggjandi. Rakagjafinn er með snúru og kló sem stungið er I tengil. og gengur nálega hljóðlaust. Mjög lítil raf- magnsneyðsla. Hreinna og heilnæmara loft, aukin vellíffan. Hinn þekkti danski læknir, Knud Lundberg, sem mikið hefur ritað um heilbrigðismál segir svo (lítið eitt stytt í þýðingu) : „Gömlu ofnarnar eru nú að hverfa, enda lítil eftirsjá að þeim, sérstakl'ega húsmæðrum. En einn kost höfðu þeir umfram hitun sem nú tíðkast. Þeir endurnýjuðu loft ið betur en miðstöðvarhitun, en miðstöðvarofnar valda óþægindum að því er snertir rakastig loftsins. Inniloft okkar er tíðum of þurrt, það veldur óþægindum í slím himnum og þurrum hálsi, méð þeirri vanlíðan sem sliku fylgir. Tilraunir hafa sannað að slímlagið á slímhimnum i nefi veitir minni vörn þegar rakastig loftsins lækkar of mikið, en þannig fer viða í nútíma húsakynnum mcð upphitun frá miðstöð. Oft er rakastigið langt fyrir neðan 50 — 70 sem talið er æskilegt. Jafnframt hefir rakastigið áhrif á stöðurafmagnið í loftinu, en það er mál sem við munum býátt heyra meira um. Það er því auðskilið að rakagjafar eru vinsælir, enda þótt misjafnir séu. Þær gerðir sem venjulega 'hafa verið notaðar og komið fyrir á miðstöðvarofnum, eru yfir- leitt of lítilvirkar. Rakagjafar tengdir við rafmagn eru míklu kröftugri. Beztir þeirra eru liklega hinir nýju rafmagnsrakagjafir með innbyggðri lofthreinsun, en að hreinsisían hafi þýðingu, getur hver sem vill 'séð sjálfur. Hún verður fljótlega gulleit af tóbaksreyk. Fram af þessu hefir reynzt erfitt að fá rakagjafa sem fullnægðu stórum húsakynnum, en nú er það vandamál ieyst. Nýr stórvirkari rafmagnsrakagjafi með lofthreins- un fæst nú, án þess að rafmagnsnotkun aukist að mun. Við erum smámsarrian að læra hvaða þýðingu rakastig loftsins hefur fyrir velliðan okkar, og svo mun verða hvað líður, að 'hæfilegt rakastig verður álitið jafn nauð synlegt og hæfilegur stofuhiti, þegar fleiri kynnast því hversu mikilvægt það er.“ J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. Lyfjavetzlun ríkisins ós'kar eftir að ráða 'aðstoðarstúlkur og að- stoðarmann í lyfjagerð og einnig karlmann til afgreiðslustarfa. Umsækjendur komi í skrifstofuna, Borgartúni 7, kl. 10—12 mánudag 14. febrúar. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 13. febrúar 1966 ®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.