Alþýðublaðið - 29.12.1966, Side 7

Alþýðublaðið - 29.12.1966, Side 7
MÍNNINGARORÐ: VILHJÁLMUR ÁSGRlMSSON fró GÍjúfri i Ölvusi I dag er til moldar borinn Vil- Ii.ióhnur Ásgrímsson verkamaður hér í borg. Vilhjálmur heitinn fæddist 13. marz 1879 að Starrabæ í Grímsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Ásgrímur Sigurðsson og Þuriður Guðmundsdóttir. Eignuð ust þau 22 börn, og var Vilhjálm ur hið nítjánda í röðinni. Af þess um stóra hópi barna er nú aðeins eitt eftirlifandi Grímur Ásgríms son. Vilhjálmur óíst upp í foreldra húsum, fyrfet í Grímsnesi, en síð ar að Stór-Hálsi í Grafningi og Gljúfri í Ölfusi. í tvö ár dvaldist hann lijá sr. ísleifi í Arnarbæli í Qlfusi. Lærði hann þar að lesa og draga til stafs og var hann fermd ur þa'ðan. Þetta var eina skóla- gangan sem hann hlaut um ævina og minntist hann til síðasta dags þessara ára með mikilli hlýju. Árið 1903 kvæntist Vilhjálmur Gíslínu Erlendsdóttur frá Eyrar bakka, og settu þau saman bú á Eyrarbakka. Bjuggu þau þar í 18 ár og stundaði Vilhjálmur sjó- mennsku. Þau hjón eignuðust 6 börn, en misstu eitt þeirra ungt. Elzta barn þeirra fékk lömunar veikina á ungum aldri, og varð það til þess að hjónin tóku sig upp og fluttu til Reykjavíkur árið 1921 í því skyni að koma þessum syrxi sínum til nokkurra mennta. Varð Vilhjálmur verkamaður í Reykja vík og fastur starfsmaður Reykja víkurborgar. Seinustu ár ævinnar dvaldist Vil hjálmur ásamt konu sinni á elli heimiiinu Grund. Var almælt, bæði meðal starfsfólks og annarra, sem til þekktu, hversu einstaklega væri kært með þeim hjónum. En konu Vilhjálmur Ásgrímsson. sína missti Vilhjálmur 3. júlí 1964. Geta má nærri, að líf Vilhjálms hafi stundum verið erfitt. Þegar hann var 15 eða 16 ára í vinnu mennsku, varð hann fyrir því ó- happi að hella féll á höfuðið á hon um. Af völdum þessa slyss tapaði hann smám saman heyrninni og var orðinn heyrnarlaus um fimmt ugt. Fimm árum fyrir andlát sitt missti hann líka sjónina. Ekki er að efa, að slíkt líf í myrkri og þögn hafi reynt á þolrifin í honum. Svo mikils var misst að við sem hjá stóðum og áttum heilbrigð augu og eyru höfðum aðeins óljósa hug- mynd um, hvernig honum var inn anbrjósts. En hitt vissum við að Vilhjálmur bar byrði sína með fá- dæma æðruleysi. Fyrir tveim árum missti hann konu sína, bróður og systur sama sumarið, en snemma á þessu ári lézt elzta barn hans. Þetta mótstreymi bar hann einn ig með mikilli hugprýði. Vilhjálmur missti aldrei sam- band við umhverfi sitt þrátt fyrir allt. Með fingramáli mátti tala við hann, og hann fylgdist ótrú lega vel með mönnum og málefn um. Hann var ævinlega rólyndur maður og ljúfur í viðmóti, ekki sízt við börnin. Börn Vilhjálms eru þessi: Erlend ur, deildarstjóri hjá Trygginga- stofnun ríkisins, Guðmunda, Iingi- björg og Gíslína, húsfreyjur í Reykjavík og Vilhjálmur rithöfund ur sem lézt á þessu ári. En áður er getið sjötta barnsins, sem dó ungt. Þegar við kveðjum Vilhjálm afa okkar í dag, minnumst við þess einkum ,hve ljúfur hann var við okkur og hve hetjulega hann brást við þungbærum örlögum sínum. Guð blessi minningu hans. Barnabarn. Áskriftarsími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14900 VANYAR BLAÐBURÐAR FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. OG II. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG LAUGARÁS LAUGARTEIG KLEPPSHOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN HRINGBRAUT LAUGAVEG, EFRI SÍIVil 14900. og frummyndin fyrst líkingin er gömlu kalkmálverk kirkjunnar og svona mikil.“ Það kemur ekki ósjaldan fyrir að við lesum um falsanir á mál verkum og listaverkum, sem síðan eru seld fyrir offjár sem ekta verk. Stundum hafa jafnvel listfræðing ar lagt blessun sína yfir falsanirn ar og talið þær ósviknar, svo vel eru þær gerðar. Stundum komast þessi svik upp síðar meir — stund um ekki. Um tölu þeirra falsana, sem ekki kemst upp um, vitum við ekki, en sjálfsagt er hún hærri, en margán grunar. Oft er það svo að undir niðri finnst okkur, sem lítið kunnum' fyrir okkur í list fræðinni, svolítið gaman að því þegar listfræðingarnir láta gabba sig, telja e.t.v. þetta eða hitt mál verkið ,,ekta“ í ár en falsað næsta ár. Og ýmsir spyrja sjálfa sig: „Hvaða skaði er skeður? Veitir ekki eftirlíkingin sama augnayndi Sjaldgæft má það teljast að myndir af stórfölsunum á sviði myndlistar birtist á frímerkjum, en þó eru þess dæmi. Tökum til dæmis þetta frímerki frá Líibeek í Þýzkalandi frá árinu 1951. Það og annað til voru gefin út í september l það ár, til þess að afla f jár til við jgerðar á hinni frægu Maríu-kirkju þar í borg. Á árinu 1942 eða í heimsstyrjöldinni síðari varð Lub eck fýrir miklum loftárásum og skemmdist þá kirkja þessi mikið af eldi. Maríukirkjan er fræg fyrir hin gömlu kalkmálverk sem prýddu kirkjuna og voru þau elztu þeirra frá 14. öld. Eftir st.yrjöldina, þeg ar endurbygging borgarinnar hófst var mikill áhugi hjá borgarbúum fyrir því, að láta gera við hin voru fengnir til þess verks tveir menn, sem taldir voru mjög færir á þessu sviði. Þegar þeir tóku til starfa við verk þetta, varð þeim fljótlega ljóst að málverkin gömlu voru svo illa skemmd að ógjörning ur var að gera við þau. En mikið fé var í boði og urðu menn þessir ásáttir um að gera málverkin upp að nýju, en láta það heita svo, að um viðgerð væri að ræða. Árangur vinnu þessara manna varð stór- glæsilegur. Allir dáðust að því hve „viðgerðin hefði heppnast vel og listfræðingar þeir, er skoðuðu mál verkin voru á einú máli um það, að viðgerð málverkanna væri ágæt. Allir voru ánægðir og borgarstjór nin varð glöð yfir því að frægð gömlu Maríu-kirkjunnar hélst ó- skert. Það sem raunverulega skeði | var þó það, að þessir tveir viðgerð | armenn höfðu nótt eina þegar eng jinn var á ferli í kirkunni skafið allt gamalt kalk af grunni hinna gömlu málverka og slett á nýju kalki, en málað síðan yfir svo vel að allt leit út sem gamalt væri. Þegar viðgerð málverkanna var lokið, gaf póststjórnin þýzka út tvö frímerki til fjáröflunar fyrir kirkj |una. Á þessum merkjum voru | myndir af aðalpersónum þeim, er já kalkmálverkunum voru. Ilvernig komst upp um þessa fölsun? Jú, oft er það svo, að ekki þarf mikið til. j Þessir tveir listamenn urðu saup- sáttir einhverju sinni nokkrum ár um síðar og töluðu þá af sér i votta viðurvist. Málaferli úrðu út af þessu i Vestur-Þýzkalandi 1953 sem vöktu mikla athygli almenn ings, Upp komst þá um fleiri fals anir þessara listamanna og þeir voru fcáðir dæmdir til fángelsis vistar. En þegar frímerkjAsafnar inn rennir augunum yfir þyzku frí merkin frá 1951, verður hónum á að brosa — að listfræðin|>unum, sem voru gabbaðir svona eftir minnilega. 29. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐíÐ ý

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.