Bókasafnið - 01.08.1974, Page 11

Bókasafnið - 01.08.1974, Page 11
Bókaverðir athugið! • Starfrækjurn bóka- og kvikmyndasafn. • Ameríska bókasafnið hefur d að skipa rúmlega 7.000 bókum, 135 tímaritum og safn myndsegulbanda í hinum ýmsu fræðigreinum, svo sem lögfræði, þjóðfélagsfræði og vísindum. Auk þess lánar bókasafnið hljómplötur og segulbandsspólur. © Kvikmyndir eru lánaðar til stofnana og áhugahópa. • Oll ofangreind þjónusta er ókeypis. • Bókasafnið er opið frá kl. 13—19 mánud.—föstudags. Kvikmynda- safnið er opið frá kl. 17—19 alla virka daga og einnig frá kl. 11—12 mánudaga og föstudaga. MENNINGARSTOFNUN BANDARÍKJANNA Neshaga 16 . Símar: 19900 - 19331 og 11084 því ráði, að félaginu sé skipt, félagið standi nú á veikum fæti, og á því sé óneitanlega töluverð óregla, „hvörninn bækur félags- ins séu allmargar komnar á svo reglulaust tvístur, að bókavörður viti ekkert um, hvar sumar þeirra séu niður komnar". Auk þess segir hann, að svo hafi farið um öll þau fjórðungsfélög, sem stofnuð voru af gjafa- bókum Möllers sáluga, og þar að auki liafi hann vissu fyrir því, að það ráðslag hafi ver- ið í samræmi við vilja biskups. Þó telur liann sómasamt og hentugt, að bæði þessi félög starfi í bræðralagi, en það sé á valdi fé- lagsmanna sjálfra, að hvaða notum félagið komi, hvort sem það sé í einu eða tvennu lagi. Forstöðumaður höfðar einnig til föð- urlandselsku og félagsanda, nú verði að byrja á nýjan leik með meiri reglu og sam- lieldni en áður, nauðsynlegt sé fyrir félags- menn að halda vel hópinn og hvetja aðra lærða menn og menntaða lærdómsvini til inngöngu í félagið; árstillag skyldi aukið og bækur í láni kallaðar inn. Að lokum heitir forstöðumaðurinn á félagsbræður sína, að þeir skilji ekki við félagið, það sé nú eins og nauðstatt barn, og eins og það sé ærulaust verk að hjálpa ekki nauðstöddu barni, þann- ig liggi við æra þeirra, ef þeir láti félagið deyja. Þó entust þessi hvatningarorð félag- inu ekki til lengra lífs en til ársins 1854. Mörg félög, stór og smá, eiga sér áþekka sögu og Hið austfirzka lestrarfélag, mislöng blóma- og lmignunarskeið, en auðvitað er saga þeirra snar þáttur þjóðarsögunnar, og einmitt þess vegna er nauðsynlegt að sjá svo til, að gögn þeirra glatist ekki. 43

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.