Bókasafnið - 01.08.1974, Side 16

Bókasafnið - 01.08.1974, Side 16
PÁLLSKÚLASON Bókasafnsfræðingur í heimsókn Hér á landi var í mars-apríl staddur bresk- ur fyrirlesari í bókasafnsfræðum, D. J. Fos- kett að nafni. Þar sem þetta er í fyrsta sinn, sem erlendur fyrirlesari kennir þessa grein við háskólann, hafði ritstjóri blaðs þessa viðtal við hann og Susan Bury, sem nú hef- ur umsjón með bókasafnsfræðikennslunni. Eg spyr Susan fyrst að því, hvemig svo hafi ráðist, að erlendur fyrirlesari hafi verið fenginn til háskólans. Það á sér nokkurn aðdraganda, segir hún. Undanfarin ár hefur þetta verið til unrræðu, og strax í sumar, þegar ég var í Bretlandi var ég að líta í kring um mig eftir manni. í haust var vakið máls á þessu við þá sem kenndu greinina og háskóla- yfirvöld og skrifaði ég því næst til ýmissa menningarstofnana, sem hafa fyrirgreiðslu á þessu sviði. Unesco, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna kom okkur svo í sam- band við D. J. Foskett, sem var svo vinsam- legur að koma til okkar. Það fyrsta, sem ég spyr D. J. Foskett að, er hvernig bókasafnsfræðinámi sé hagað í Bretlandi. Það getur verið með ýmsu móti, segir hann. En í fyrsta lagi má gera greinarmun á námi þeirra, sem hefja það strax að loknu framhaldsskólanámi, þ. e. um 18 ára aldur, og þeirra, sem hefjaþað ekki fyrren aðloknu stúdentsprófi. Þeir, sem byrja að loknu al- mennu námi, geta valið um tveggja eða þriggja ára nám. Að námi þessu loknu öðlast menn réttindi til þess að vinna við almenn- ings- eða sérbókasöfn. A. m. k. einn íslend- ingur hefur lokið þessu námi, Hrafn Harð- arsoiy sem vinnur við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Fólk með stúdents- eða háskólapróf á ým- issa kosta völ, en ein helsta námleið þess er eins vetrar nám en sú námsleið hefur verið opin frá því um 1920. Auk þess má geta um 12 mánaða námskeið fyrir kandidata. Ekki er það skilyrði fyrir starfi á söfnum að fólk hafi lokið bókavarðaprófi og eru þeir, sem próflausir eru, oft gerðir að kjörfélögum í fagfélögum bókasafnsfræðinga og öðlast með því full réttindi. Spurningu um það, hvað sé námsefni bókavarðaefna svarar Foskett á þá leið, að ákveðin atriði þurfi nemendur að læra. Sé þar fyrst og fremst urn að ræða flokkun og skráningu svo og stjórnun, en nemendur 48

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.