Bókasafnið - 01.08.1974, Síða 23

Bókasafnið - 01.08.1974, Síða 23
Landsfundur íslenskra bókavarða Þriðji fundur íslenskra bókavarða var hald- inn í Reykjavík 12. til 15. september sl. Fundargestir voru um það bil eitt hundrað. Fundarstaður var Lögberg. Þar var jafn- framt efnt til sýningar á bókasafnsbygging- um. í undirbúningsnefnd landsfundar áttu sæti: Aðalgeir Kristjánsson, Þjóðskjalasafni, Einar Sigurðsson, Fláskólabókasafni (for- maður nefndarinnar), Eiríkur Hreinn Finn- bogason, Borgarbókasafni, Kristín Þor- steinsdóttir, Bókasafni Landsspítalans og Þórhildur Sigurðardóttir, Bókasafni Kenn- araháskóla íslands. Fyrsta fundardaginn var fundur settur af Þórdísi Þorvaldsdóttur formanni bókavarða- félagsins. Ávörp fluttu formaður undirbún- ingsnefndar Einar Sigurðsson, menntamála- ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Al- bert Guðmundsson í fjarveru borgarstjóra. Um kvöldið var móttaka í Höfða í boði Reykjavíkurborgar. Næsta dag voru haldin tvö yfirlitserindi. Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörð- ur talaði um íslensk rannsóknarsöfn, Stefán Júlíusson bókafulltrúi um íslensk almenn- ingsbókasöfn. Framsögumenn í efninu ís- lensk skjala- og handritasöfn voru Bjarni Vilhjálmsson, ])jóðskjalav()rður, Grímur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns og Ögmundur Helgason Héraðsskjalasafni Skagafjarðarsýslu. Eftir hádegi var rætt um almenningsbókasöfn. Fulltrúar landshluta lýstu viðhorfum sín- um. Að því loknu fóru fram umræður um frumvarp til laga um almenningsbókasöfn. Fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga komu á fundinn. Dagskránni lauk með heimsókn í Árnastofnun. Þar kynnti dr. Jónas Kristj- ánsson starfsemi stofnunarinnar og Ólafur Halldórsson flutti erindi. Laugardagsmorguninn 14. september voru á dagskrá rannsóknarbókasöfn og menntun bókavarða. Um kort, skráningu þeirra og umbúnað: Haraldur Sigurðsson. Samskrá um erlend tímarit í íslenskum rannsóknarbókasöfnum: Þórir Ragnarsson. Að loknum umræðum um þessi mál flutti Súsanna Bury erindi sitt: Menntun og starfs- þjállun bókavarða. Það sem eftir var dagsins var helgað byggingarmálum bókasafna. Arkitektar fluttu erindi. Gerðu jreir grein fyrir starfi við teikningu safnhúsa ásamt því að ræða almennt um bókasafnshús. Man- freð Vilhjálmsson talaði um hús Borgar- bókasafns Reykjavíkur. Ormar Þór Guð- mundsson flutti erindi um bókasöfn, sem 55

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.