Bókasafnið - 01.01.1975, Síða 3

Bókasafnið - 01.01.1975, Síða 3
SIGRÚN KLARA HANNESDÓTTIR Alþjóðlegur barnabókadagur og íslensk barnabókavika Alþjóðlegi barnabókadagurinn Alþjóðlega barnabókaráðið IBBY (skamm- stöfun fyrir International Board on Books for Young People) var stofnað árið 1953 í Ziirich í Sviss, og hefur nú þjóðdeildir í rneira en 40 löndum. Aðalhvatamaður að stofnun þess var þýsk blaðakona, Jella Lep- man, sem flýði undan nasistum á stríðsár- unum og dvaldi þá langdvölum í Englandi og Bandaríkjunum. Eftir stríð flutti hún aftur til síns heimalands og starfaði þar af miklum eldmóði við að koma aðaláhuga- málum sínum, barnabókmenntum, á fram- færi. Árið 1949 fékk Jella Lepman styrki frá Rockefeller Foundation og American Lib- rary Association til þess að stofna Alþjóð- lega barnabókasafnið (Internationale Jugendbibliothek) í Munchen. Þegar það safn var opnað, átti það 30.000 bindi barna- bóka frá 30 löndum og er nú ein aðalnrið- stöð rannsókna á barnabókum í heiminum. Tveinr árunr seinna, árið 1951, skipulagði hún alþjóðlega barnabókaráðstefnu, sem bar yfirskriftina „Barnabækur og alþjóð- legur skilningur“. Þar voru alls 250 þátt- takendur frá mörgum löndum, og upp úr þessari ráðstefnu óx Aljrjóðlega barnabóka- ráðið, sem hélt sinn fyrsta fund árið 1953 eins og áður var sagt. IBBY gefur út tíma- rit, Bookbird, senr fjallar um barnabækur á alþjóðlegum vettvangi, og er málgagn allra þjóðdeildanna. Alþjóðlegi barnabókadagurinn var einnig upphaflega hugmynd Jellu Lepman, og kom hún því til leiðar, að hann yrði árlegur viðburður og hátíðlegur haldinn á afmæli H. C. Andersens þann 2. apríl. Tilgangur- inn með slíkum barnabókadegi var annars vegar liugsaður sá, að efla skilning landa á milli í gegnum barnabækur og hins vegar að skapa áhuga fyrir barnabókmenntum innan hvers af þátttökulöndunum. Þjóð- 3

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.