Bókasafnið - 01.01.1975, Side 8

Bókasafnið - 01.01.1975, Side 8
ófreistað að kynna notendum slíkrar þjón- ustu þá möguleika, sem hér væri völ á. Nú er það svo, að slík starfsemi sem þessi verður ekki að réttu lagi skilin frá starfsemi rannsóknarbókasafna, og því kom sú hugmynd snemma upp, að NORDDOK færði út kvíarnar og léti samvinnu rann- sóknarbókasafna, að því leyti sem henni yrði við komið, til sín taka. Á því varð dráttur, ekki sízt vegna afstöðu Svía, er völdu fulltrúa í stjórn NORJDDOK úr hópi starfsmanna Sinfdok, þ. e. Statens rád för vetenskaplig information och doku- mentation, svo að þessi mál heyrðu þar undir Iðnaðarráðuneytið, en hins vegar Menntamálaráðuneytið í Danmörku, Nor- egi og Finnlandi og fulltrúar þaðan í stjórn NORDDOK voru jafnframt forsvarsmenn aðalrannsóknarbókasafnanna í þeim lönd- um. Því var það, að svokölluð rannsóknar- bókasafnaráð í löndunum fjórum, er ný- lega höfðu verið stofnuð, komu 1972 á fót svokallaðri samvinnunefnd norrænna rann- sóknarbókasafna (á dönsku De nordiske forskningsbibliotekers samarbeidskomité), en nefndin hefur verið skipuð tveimur fulltrúum frá rannsóknarbókasafnsráði hvers hinna fjögurra landa um sig, og er formaður eitt ár í senn frá hverju. Nefnd þessi liefur verið allathafnasöm, og hafa helztu viðfangsefni hennar verið: 1. Eldri viðfangsefni, svo sem Scandia-áætl- unin, sem er eins og kunnugt er víðtæk samvinna og verkaskipting milli nor- rænna rannsóknarbókasafna um bóka- öflun, Bibliothéque Nordique í París (safn Norðurlandarita í París, bókaverðir frá Norðurlöndum skiptast á að veita safninu forstöðu), samvinna við SCON- UL (Standing Conference of National and University Libraries í Bretlandi) og við Nordisk videnskabeligt bibliotekar- forbund. 2. Önnur viðfangsefni, svo sem á sviði flokkunar og skráningar, tölvunotkunar, stöðlunar, vals á því upplýsingaefni, sem dreift er. Þá fjallar nefndin um upp- lýsingakerfi eða net, kerfi einstakra landa, svo sem sænska Libris-kerfið o. s. frv. Hún undirbýr með samræmdum aðgerð- um á Norðurlöndum þá alþjóðlega sam- vinnu, sem stefnt er að með hinu svokall- aða International Data Serial System. Þá fjallar hún um norræna samskrá um tímaritakost á Norðurlöndum, heljarmik- ið verk, sem komið er á góðan rekspöl. Ennfremur má nefna sameiginlegar reglur um bókalán, samvinnu við British Library Lending Division, lánamiðstöðvar í einstökum löndum o. s. frv. Þá er sam- vinna um bókasafnsbyggingar og búnað þeirra, skýrslugerð, samræmingu tölulegra upplýsinga um bókasafnsstarfsemina og bókaútgáfu, tækniorð o. fl. Þá vill nefndin greiða fyrir samvinnu skyldra safna, svo sem þingbókasafna, safna, er fást við sálfræði og uppeldisvísindi, landbúnað o. s. frv. Nefndin fylgist með þróun bókasafns- mála á alþjóðavettvangi, undirbýr sam- eiginlega ýmis mál, sem síðar verður fjallað um í IFLA, UNESCO o. s. frv. Nefndin hefur loks lagt til, að þessi starf- semi öll verði lögð undir NORDDOK, þ. e. að sú stofnun eða ný stofnun, er við taki af henni, leysi nefndina af hólmi og þann- ig verði sköpuð sem allra víðtækust og öflugust samvinna norrænna rannsóknar- bókasafna um þau mál, er sannanlega verði betur leyst með sameiginlegu átaki. Okkur ríður á að fylgjast sem bezt með framvindu þessara mála, jafnframt því sem við hljótum að taka virkan þátt í þessari samvinnu, að svo miklu leyti sem við getum þar orðið aðilar og þá bæði sem veitendur og þiggjendur. Framh. á bls. 19. 8

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.