Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 9
Skipst á skoðunum Bókaútgáfa er kominá varhugaverða braut Viðtal við Jóhann Pál bókaútgefanda í Iðunni — Hvað varð til þess að þú gerð- ist bókaútgefandi? Ég er nánast fæddur inn í starfið. Faðir minn hóf útgáfu 1945. Ég sá dagsins ljós 1952. Góður útgefandi er haldinn eða undirlagður. Starfið er líí' hans allt, þannig að óhjá- kvæmilega mótaði þetta heimilislíf- ið í bernsku og hlýtur að hafa haft mjög mikil áhrif á mig. Að loknu stúdentsprófi 1974 var mér ofarlega í huga að lenda ekki í flokknum „pabbastrákar“ og undirstrika kannski enn einu sinni hvernig börn klúðra verkum foreldranna. Ég var rétt sestur á háskólabekk, reyndar í bókmenntasögu, þegar atvikin höguðu því þannig að mín varð þörf um stundarsakir vegna manna- breytinga á forlaginu. Kannski er þetta röng framsetning. Ætli ég hafi ekki verið ein gangandi bókaútgáfa þá þegar — útgáfa er allt þitt líf ef þú hellir þér út í hana á annað borð. Hún skipar fyrsta sæti. Annað verð- ur að víkja. ÉJtgáfustarfsemi er óhemju gefandi en jafnframt krelj- andi starf. Hún snertir flestar hliðar mannlífsins og samskipti við mjög breiðan hóp fólks. Nauðsynlegt er að hafa púlsinn á samtímanum, en lífsspursmál að sjá hlutina í víðara samhengi. Sorgarsögur um marga stórsnillinga bókmenntasögunnar, sem einskis voru metnir af samtíð sinni, verða að vera okkur víti til varnaðar. Utgáfa getur verið sérlega skapandi starf. Henni fylgir ábyrgð sem ekki er hægt að skjóta sér und- an. Ef ekki væri tungan, hvað sam- einaði okkur þá sem þjóð? Ætli ís- lensk tunga sé ekki okkar síðasta tangarhald. Það er hörmulegt að rit- störf skuli vera meðhöndluð á jafn ábyrgðarlausan hátt og raun ber vitni — tískusveiflur mega ekki setja mark sitt á bókmenntamat og umfjöllun. Skáldskapur, ef hann rís undir því nafni, er yfir slíkt hafinn. Það er fráleitt að ætlast til að skáld- skapur sé það eitt að leysa vanda verkakonu í fiskibollufaþrikku með því að fá henni rauðan fána á fyrsta maí og sól skín í heiði. Auðvitað hefur skáldskapur afgerandi áhrif, hristir uppí okkur, knýr til umhugs- unar og endurmats á gildi tilverunn- ar. Gott skáldverk er oft til óþæg- inda. Við ættum að gæta okkar á að vísa því ekki á bug til að forðast þessi óþægindi, og röskun á við- teknum lífsviðhorfum, sem við hliðrum okkur hjá að ganga í skrokkinn á. Þetta eru fullmikir útúrdúrar. Ég get varla svarað þegar svo stórt er spurt. Bókaútgáfa er mitt líf. — Hvers konar bœkur hefur þú aðallega gefið út? Iðunn hefur lagt áherslu á mjög fjölbreytta útgáfu og gefið út flestar tegundir bóka og hafa hlutföll frum- samdra og þýddra bóka verið ámóta. Síðustu árin höfum við lagt aukna áherslu á námsbækur, ekki síst í íslensku og ýmsar heimilis- handbækur, t.d. varðandi börn og uppeldi þeirra. Góðar barna- og unglingabækur eru okkur metnað- armál. Óhætt er að fullyrða að þar hefur orðið mikil breyting til batn- aðar hvað varðar val þeirra, þýðing- ar og allan frágang. Það er ekki of- mælt að áður hafi verið kastað til höndum við útgáfu fyrir þessa ald- urshópa. Frumsaminn skáldskapur er mér kærastur, en yfirleitt ekki að sama skapi arðbær. Þýtt léttmeti hefur verið áhættuminnst og líklega BÓKASAFNIÐ 9

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.