Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 6
Skipst á skoðunum
Kaup bokasama hafa
ekki afgerandi áhrif á
afkomu forlaga
Viðtal við Oliver Stein bókaútgefanda í
Skuggsjá
Hilmar Jónsson
bæjarbókavörður Keflavík
Hvarertþúfceddur, Oliver?
Ég er Snæfellingur, fæddur í Ólafs-
vík 23. maí 1920, en fluttist með for-
eldrum mínum til Hafnarijarðar þeg-
ar ég var 13 ára gamall og hef átt þar
heima lengst af síðan.
Og hvað varð til þess að þú gerðist
bókaútgefandi?
Éghafði unnið í 13 árí Bókaverzlun
ísafoldarprentsmiðju hf., og lengst af
þeim tíma sem verzlunarstjóri, svo
það var óhjákvæmilegt að bækur og
bókagerð yrðu mér hugleikið um-
hugsunarefni. Bókaverzlun ísafoldar
var á þeim árum stærsta bókaverzlun
landsins og eigendumir, ísafoldar-
prentsmiðja hf., einn umsvifamesti
bókaútgefandinn.
Ég var á þeim tíma, sem ég hætti í
ísafold, haldinn nokkurri þreytu og
starfsleiða. Það höfðu orðið forstjóra-
skipti við prentsmiðjuna og sam-
skiptin við nýja forstjórann kannski
ekki eins þjál og við þann eldri, svo ég
axlaði mín skinn og vann eitt ár utan
bókabransans. Svo var það fyrir
hreina tilviljun, að ég keypti bóka-
verzlun Valdimars Long í Hafnar-
firði. En ég sá strax að velta þessarar
litlu bókaverzlunar var engan veginn
næg til að ég gæti framfleytt mér og
fjölskyldunni á henni einni saman.
Mér varð það þá á að stofna forlag,
sem raunar hefur síðan tekið æ meira
af starfstíma mínum, — og þá að sjálf-
sögðu á kostnað umhugsunar um
bókaverzlunina. Þetta hefur þó bless-
6
BÓKASAFNIÐ