Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 32
Famar hafa verið skoðunarferðir á söfn í nágrenni Reykjavíkur, upp á Skaga og austur fyrir íjall. Mjög vin- sælt er það meðal nema að fara og skoða samsteypusafnið í Garðabæ, vegna sérstöðu þess safns. Ahugasamir félagsmenn hafa fundið sér ýmislegt annað til upplyft- ingar og yndisauka svo sem málfundi og gönguferðir að ógleymdum skemmtikvöldum sem oft hafa endað á öldurhúsum bæjarins. Síðast en ekki síst má nefna viku skoðunarferð til London og Birmingham sem farin var í febrúar 1978. Þegar heim kom var haldið myndakvöld og lýstu ferðalangar því sem fyrir augu bar þarnaúti. Tekið hefur verið upp á þeirri ný- breytni að halda kynningarkvöld fyr- ir nýnema í byrjun hvers haustmiss- eris, þ.e. við upphaf náms. Á þessum kynningarkvöldum er nemum skýrt frá uppbyggingu greinarinnar og Fláskólans í heild. Kynningferframá hinum ýmsu námskeiðum sem í boði eru og þá sérstaklega 1. árs námskeið- um. Einnigernemumgerðgrein fyrir starfsemi félagsins og þær nefndir sem starfandi eru eru kynntar. Umræður um námskeið eru alltaf í gangi og snúast þær aðallega um breytingar á eldri námskeiðum og til- lögum um ný. Þessar umræður þykja mjög nauðsynlegar og mikil þörf er á að nemendur séu vakandi í þessum málum. Námsnefnd hefur starfað fremur vel á þessum vettvangi og m.a. staðið fyrir mati á námskeiðum. Það hefur farið þannig fram að útbúnir hafaveriðsérstakirspurningalistarog þeim dreift til nemenda. Eru nemar beðnir um að segja álit sitt á ákveðn- um námskeiðum t.d. gott/slæmt, ábendingar um úrbætur, voru nemar virkir/óvirkir, var vinnuálagið í námskeiðinu í samræmi við eininga- íjöldanno.s.frv. 011 aðstaða bókasafnsfræðinema er mjög slæm, m.a. hefur félagið ekk- ert afdrep til fundarhalda og nemar enga aðstöðu til lestrar ef frá eru talin nokkur borð á efri hæð Háskóla- bókasafns sem nýtast mjög illa vegna ónæðis frá safninu. Stendur þetta störfum okkar mjög fyrir þrifum og verða úrbætur í þeim efnum að teljast helsta baráttumál okkar. Málgagn okkar nemanna nefnum við Blöðung og hafa 2 árgangar kom- ið út af þessu margrómaða fréttabréfi. Ætlunin er að reyna að halda uppi reglulegri útgáfu, helst mánaðarlegri, að undanskildum prófmánuðum. Aðaltilgangurinn með útgáfu Blöð- ungs er að hann verði vettvangur nema í bókasafnsfræðum ti 1 skoðana- skipta og umræðu jafnframt því sem ýmislegt léttmeti fær að fljóta með nemendum til uppörvunar og yndis- auka. Einnig eru í Blöðungi birtar fréttir frá stjóm félagsins og náms- nefnd. Félagið reynir að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í bókasafnsmál- um á landinu, m.a. sendi það frá sér fréttatilkynningu vegna þeirra hækk- ana sem urðu á þjónustu almennings- bókasafna og harmaði félagið mjög þessa varhugaverðu þróun. Ýmislegt fleira mætti tína til um starfsemi félagsins en hér hyggjum við nemar að nóg sé komið. Viljum við að lokum óska Félagi bókasafns- fræðinga til hamingju með tuginn með ósk um enn betri tíð með blóm í haga. Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 91-16061 Stærsta safn þýskra bóka á íslandi Menningarmiöstöð Sambandslýöveldisins Þýskalands Fagurbókmenntir og fræðirit bæöi fyrir börn og fullorðna Plötur, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöö og tímarit Safnið er öllum opiö og útlán endurgjaldslaus Opiö þriöjudaga, miövikudaga og fimmtudaga frá 15.00—18.00 32 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.