Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 38

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 38
CJr ýmsum áttum Kynning á starfsemi bókasafna Á vegum Bókavarðafélags ís- lands, Félags almenningsbókavarða og bókafulltrúa eru starfandi kynn- ingarnefndir sem hafa það að mark- miði að kynna starfsemi safna út á við. Tilraun var gerð til að koma á sérstakri Bókasafnaviku vorið 1982 og var m.a. gefið út sérstakt vegg- spjald sem vakti verðskuldaða at- hygli. Raddir hafa komið fram um, að haustið sé heppilegri tími til slíkra kynninga og eru bókaverðir hvattir til að tjá sig um tímasetn- ingu og koma fram með hugmyndir um hvernig standa má að kynningu safna til þess að hún nái til sem flestra. Kynningarnefnd Félags al- menningsbókavarða og bókafulltrúi vinna nú að undirbúningi Bóka- safnaviku 1984. Formaður nefndar- innar er María Gunnarsdóttir bæjar- bókavörðurí Vestmannaeyjum. KHP Nýir forstöðu- menn miðsafna Bókasafn Suður-Þingeyinga á Húsavík: Elín Kristinsdóttir bóka- safnsfræðingur hefur tekið við starfi Þóris Friðgeirssonar sem stjórnað hefursafninuallt fráárinu 1953. Bœjar- og héraðsbókasafnið í Neskaupstað: Helga Steinsson kennari hefur tekið við starfi af Ingi- björgu Magnúsdóttur, sem hefur ver- ið forstöðumaður þess síðan árið 1963. Bókasafn Vestmannaeyja: María Gunnarsdóttir bókasafnsfræðingur hefurtekið við starfi forstöðumanns af Helga Bernódussyni. KHP Sögu- snældur Lestrarnám verður barni bæði auðveldara og skemmtilegra ef það lærir ungt að hafa yndi af sögum og ljóðum. Hlustun á vandað mál er ein besta leiðin til að byggja upp orðaforða barnsins. Sögustokkur s.f. hefur sent frá sér tvær snældur, Sögusnældu og Jóla- snældu, ætlaðarbörnum á aldrinum 4—10 ára. Þar er að finna ýmsa gamla kunningja. Á Sögusnœldunni eru Gilitrutt, En hvað það var skrýtið, Leggur og skel og Stúlkan í turninum ásamt þulum og vísum. Jólasnœldan hefst á jólaguðspjall- inu en þar er einnig Litla stúlkan með eldspýturnar, jólakvæði, þjóð- sögur, þulur og vísur. Börn hafa bæði gagn og gaman af að hvíla sig frá önn dagsins og hlusta á spennandi ævintýri og þjóðsögur sem örva ímyndunarafl þeirra og veita þeim innsýn í sam- félag eldri kynslóðar. Guðbjörg Þórisdóttir og Björg Árnadóttir lesa. Kolbeinn Bjarna- son leikur á flautu milli lestra. Hólmfríður Árnadóttir sá urn útlit. Lltgefendur 38 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.