Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 29
Lifandi og gjöfult starf Rætt við Jónínu Guðmundsdóttur skólasafn- vörð Arbæjarskóla Ragnheiður Heiðreksdóttir bókavörður Kvennaskólans I skólasafni Árbœjarskóla í Reykjavík stendur Jónína Guð- mundsdóttir bókasafnsfrœðingur umkringd ungum safngestum sem eru að stíga fyrstu skrefin á braut sjálfstœðrar þekkingaröjlunar, sem er veigamikill þáttur nútima skóla- starfs. Sjálf hefur Jónína þurft að standa nokkuð sjálfstœtt að sinni þekkingaröflunfrá þvífyrsta. Þú hefur allsérstæðan námsferilað baki. Ég veit það nú ekki, nema ég hef kannski setið skemur á skólabekk en almennt gerist. Þannig var að ég fór hvorki í bama- né gagnfræðaskóla á æskuárunum. Til fullnaðarprófs las ég heima í foreldrahúsum og glugg- aði jafnframt í ýmislegt mér til gam- ans, eins og tungumál og stærðfræði. Veturinn 1957 — 58 var ég í Kvennaskólanum á Blönduósi og það var mín eina skólaseta áður en ég hóf nám í Öldungadeild Menntaskól- ans við Hamrahlíð haustið 1973. Að vísu sótti ég tíma í sænsku í hálfan vetur hjá Námsflokkum Reykjavík- ur, en ég tók gagnfræðapróf hjá Námsflokkunum vorið 1973 til að kannastöðumínaáðuren égbyrjaði í Öldungadeildinni. Síðan rakti þetta sig ósköp greiðlega. Stúdentsprófi lauk ég vorið 1977 og BA-prófi frá Háskóla Islands í febrúar 1981, með bókasafnsfræði sem aðalgrein og sænsku sem aukagrein. Hvers vegna bókasafnsfrœði? Ég verð nú að játa að ég vissi fremur lítið um eðli bókasafnsfræðinnar þeg- ar ég ákvað að leggja hana fyrir mig. Hefði ég átt starfsævina óskerta fram- undan hefði ég að öllum líkindum valið læknisfræði. í byrjun hafði ég í huga möguleika á að komast í starf á læknisfræðibókasafni og þannig í tengsl við þá fræðigrein. En það er einmitt það skemmtilega við bóka- safnsfræðina að hún tengist svo mörg- um sviðum þekkingar. Því hafði ég ekki gert mér fyllilega grein fyrir fyrr en út í námið var komið. Námið veit- ir starfsréttindi án þess að endilega þurfi að fara út í frekara framhalds- nám í háskóla, auk þess sem ég hef alltaf kunnað vel við mig innan um bækur, og allt þetta hafði sín áhrif á námsval mitt. Finnst þérþú vera á réttri hillu? Frá hausti 1980 hef ég starfað sem skólasafnvörður við Arbæjarskóla í Reykjavík og ég kann því nú bara býsna vel. Það gerir heilmiklar kröfur til manns að velja efni í skólasafn og reyna að sjá til þess að það nýtist not- endum sem best. Það er líka kostur við að vinna á þetta litlu safni, að þá sér maður um allt sem þarf að gera á safninu. A stærri söfnum er meiri verkaskipting og meiri hætta á að fest- ast í afmörkuðum verkefnum. Á skólasafni hefur maður mikil sam- skipti við fólk og reynir stöðugt á upp- lýsingamiðlun, en það finnst mér einhver áhugaverðasti þáttur safn- starfsins. Vinna á skólasafni er lifandi og gjöfult starf, en svo er einnig um BÓKASAFNIÐ 29

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.