Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 10
skilað mestum hagnaði oggert kleift að sinna frumsömdum bókum bet- ur. Ungir höfundar og byrjendaverk hafa líka sett svip sinn á útgáfuna. Það er alltaf spennandi ef eygja má skáldneista hjá höfundinum. — Hefur bókaútgáfan tekið miklum breytingum síðan þú byrj- aðir? Á þeim áratug, sem ég hef fengist við útgáfuna af alvöru, hefur orðið gjörbreyting á öllum verslunarhátt- um í landinu, m.a. með tilkomu stórmarkaða og aukinnar sam- keppni, harðari markaðssjónar- miða og stóraukinna auglýsinga- og áróðursherferða. Þetta hefur vitan- lega sett mark sitt á bókaútgáfu. Annað mál er það, að meginþorri bóka kemur út á tveim mánuðum fyrir jól. Öll auglýsingaherferðin stendur í einn mánuð. Hún hefur orðið að yfirþyrmandi gauragangi. Utgefendur reyna að öskra hærra en hinir. Eg tel að bókaútgáfa sé komin á mjög varhugaverða braut, og bók- in skipi ekki sama sess í hugum fólks og áður. Hún er komin á lægra plan. Það verður að auglýsa og reka áróður fyrir bókinni sem slíkri. Bóksala byggist fyrst og fremst á gjafasölu og á þar í samkeppni við aðra vöru. Eg held þó, að almenn og lifandi kynning á bókum sé skyn- samlegri leið. Félög útgefenda og bóksala gætu t.d. tekið höndum saman i þessu skyni og einstakir útgefendur því dregið úr sínum aug- Iýsingum. Breytingar felast líka í síauknum fjölda titla, sem hafa komið út árlega, og þannig saxað á upplög og sölu einstakra verka. Handþækur og bækur sem fjalla um tiltekin áhugmál, t.d. ljósmyndun, skíðaiðkun o.fl., koma út í meira mæli en áður. — Telur þú að bókasöfn geti haft áhrif á útgáfu ogsölu bóka? Það er ekki spurning að bókasöfn geta haft áhrif á útgáfu og sölu. Þýð- ingarmest er að starfsemin stuðlar að auknum bóklestri sem er grund- vallaratriði. Hins vegar virðist starfsemi margra safna tilviljunum og duttlungum háð. Við höfum reynt á síðustu árum að efla tengsl við söfn um allt land með litlum árangri. Fjárveitingar til bókakaupa hafa bersýnilega verið skornar mjög við nögl, þannig að kaup safnanna breyta nánast engu í beinu Ijárhags- legu tilliti og móta alls ekki val út- gáfubóka. í nágrannalöndum okkar er þessu öðru vísi farið, sérstaklega varðandi barna- og unglingabækur. Þar stendur ákvörðun útgefenda oft og fellur með afstöðu og umsögnum safnanna. Því hefur oft verið haldið fram að sala til safna á bókum strax við útkomu skaði sölu sömu bóka á almennum markaði. Ég er annarrar skoðunar nema í hlut eigi ómerki- legar bækur, sem selja á í snatri á fölskum forsendum. Slík útgáfa safnar auðvitað glóðum elds að höfði sér og á ekki að eiga sér stað. Besta auglýsingin felst í jákvæðum ummælum lesanda, sem miðlar öðrum upplifun sinni af lestrinum. Sala bóka hefur ekki aukist að und- anförnu. Ef til vill geta bókasöfn haft þar áhrif, ef þau fá skilyrði til að auka bókakaup og gera starfsemi sína ijölþættari, nútímalegri. MIKIÐ ÚRVAL ÆTTFRÆÐI- RITA SÖGUSTEINN Bókaforlag/bókaverslun Týsgötu 8, 101 Reykjavík Sími: 91-28179 10 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.