Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 17
Fagið hreint ekki svo
galið
Viðtal við
Ingva Þór Kormáksson,
bókavörð á
Borgarbókasafni
Bara þokkalega. Ef ég les ljóð, sem
liöfðar vel til mín og hefur hentugan
strúktúr, þá verð ég stundum gripinn
þeirri áráttu að semja við það lag.
Lagið verður til að nokkru leyti við
lesturljóðsins,jafnvel fyrsta lestur, en
oftar tekur það lengri tíma. Ég hætti
að spila rokk og dansmúsík opin-
berlega fyrir 3 árum, en hélt áfram að
glingra þetta á píanóið og líta í ljóða-
bækur og loks var ég kominn með
20—30 lög, sem ég þurfti að losna við,
því þau voru að gera mig vitlausan.
Kannski var ég þegar orðinn vitlaus,
þegar ég ákvað að ráðast í að gefa út
plötu með þessum ,,meistarasöngv-
um“. Ég fékk til liðs við mig gamlan
hljómsveitarfélaga, Vilhjálm Guð-
jónsson, sem nú er yfirkennari við
jazzdeild FÍH-skólans. Við völdum
ýmsa félaga úr hljómsveitum og jazz-
deildinni, sem jafnvígir eru á rokk og
jazz, ásamt þrem ágætum söngvurum
og keyrðum þetta í gegn. Þannig losn-
aði ég við 11 lög. Það var léttir. Nú
vonar maður bara að þetta seljist
eitthvað, því annars er gamla Ladan
fokin.
Anna Torfadóttir
deildarstjóri Borgarbókasafni
I sumar kom út plata sem ber heitið Tíðindalaust... I skrifum á popp-
síðum dagblaðanna komfram að lagasmiður, píanóleikari og útgefandi er
Ing\’i Þór Kormáksson bókasafnsfrœðingur í Borgarbóksafni Reykjavíkur.
Samstarfsfólk Ing\’a í Borgarbókasafni þekkti ekki samnefndan poppara
enda ncesta óvenjulegt að„óvirðulegt"popp oghátíðlegt„menningarstarf'
eigiþannigsamleið; — eða hvernigferþetta saman?
Hvernig lentirðu í bókasafnsfrœði?
Það kom fljótlega í ljós eftir stúd-
entspróf frá MR1972, að ég hafði ekki
áhuga á því að verða kennari. Raun-
vísindanám kom ekki til greina og
ekki félagsvísindi þar sem ég er bæði
ófélagslyndur og áhugalaus um fé-
lagsmál. Reyndar var eitthvað að
velkjast fyrir mér að leggja fyrir mig
músík, en þá var eingöngu um klass-
ískt nám að ræða hér á landi. En það
er nú líka þannig með þá sem leggja
fyrir sig músík, að flestir þurfa að
sinna kennslu meira eða minna. Ég
vann við eitt og annað um nokkurt
skeið þar til ég tók þá ákvörðun að
fara í Háskólann. Um líkt leyti varég
staddur á þar og ræddi við stúlku, sem
hafði verið í bókasafnsfræði og sagði
hún fagið hreint ekki svo galið. Ég fór
daginn eftir og innritaði mig i bóka-
safnsfræði. Nokkrum dögum oeinna
hitti ég Bjarna Björnsson bóka- og
hljómsveitabílstjóra, sem sagði ntér
að það væri laust starf í Bústaðaútibúi
BOKASAFNIÐ
17