Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 18
Borgarbókasafns. Ég sótti um og fékk starfið. Hvernig sóttist þér námið og hvernig líkaði þér bókavarðarstarfið? Mér þótti starfið strax skemmtilegt og það bætti upp það sem manni leiddist við námið, sem getur verið fremur þurrt á köflum. Nú var ég á þrem vígstöðvum: hálfur bókavörð- ur, dansmúsíkant í misjafnlega mik- illi vinnu og í þriðja og síðasta lagi nemandi. Sóttist mér því námið fremur hægt og varð t.d. að taka mér frí í eitt ár, er ég fór i fulla vinnu í músíkinni og% vinnu í safninu, enda stóð ég í íbúðarkaupum. Um það leyti sem menn voru farnir að hvísla ,,eilífðarstúdent“ lauk ég námi með bókmenntafræði sem aukagrein, en ég verð að viðurkenna að mér þóttu þau fræði öllu skemmtilegri en bóka- safnsfræðin. Viltu lýsa starfi þínu á Borgar- bókasafni. Nú hefur þú alltaf verið á sama stað. Hefurðu ekki áhuga á að breyta til? Mighefuraldrei langaðtil að vinna annars staðar en í almenningsbóka- safni, bæði af áhuga á þeim og af eig- ingjörnum hvötum þ.e.a.s. til að eiga auðvelt með að ná í skáldsögur, en án þeirra gæti ég tæpast þrifist. Um það leyti sem ég útskrifaðist var ég svo heppinn að fá fasta stöðu í aðalsafni Borgarbókasafns. Ég hef verið við- loðandi við upplýsingaþjónustu safnsins fyrst sem nemi í Bústaðaúti- búi og síðan i aðalsafni. Annars hef ég unnið öll þau störf, sem unnin eru í safninu nema ég hef ekki keyrt stóru bókabílana. Það voru ekki allirhrifn- ir af hugmyndinni um upplýsinga- þjónustu í byrjun og fór hún hægt af stað. Nú dettur engum í hug, að hægt væri að vera án hennar, enda er hún orðin talsvert áberandi liður i starf- semi safnsins. Ásókn framhalds- skólanema er nú stundum heldur mikil og skipulagslaus að okkar mati, en með bættum skólasöfnum hlýtur að koma að því að jafnvægi komist á. Við segjum stundum eftir að hafa nánast valið ritgerðarefni fyrir nem- anda vegna þess að það var eina verk- efnið, sem ekki var algjörlega von- laust vegna skorts á heimildum, að nú vanti bara að við skrifum ritgerðina Iíka. Sífellt verður sá hópur sem not- færir sér upplýsingaþjónustuna stærri og íjölbreytilegri, t.d. blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, alls konar grúskarar, fólk í sjálfsnámi, fólk í at- vinnulífínu, — allir! Við fáum marg- ar beiðnir frá útlöndum, bæði um upplýsingar og millisafnalán. Við erum smátt og smátt að byggja upp úrklippusafn til að geta þjónað lán- þegum okkarbetur. Hvað heldur einkum í þig í starf- inu? Ég held ég nenni ekki að vinna neina aðra vinnu. Eins og ég sagði áðan, þá er þetta nokkuð skemmti- legt og fjölbreytt starf. Ég vil samt ekki ráða mérof mikið sjálfur, því þá gæti maður lent í því að vera með vinnuna á heilanum jafnt nætur sem daga. Að lokum: Eitthvað minnisstœtt atvik. Ekki gott að segja. Bókabíll ók upp á gangstéttarkant og hillurnar öðrum megin tæmdust. Við óðum bækurnar upp í hné og þurftum að raða þeim 1 hillur áður en við komum á næstu stoppistöð. Sultumálið kannski? Hringt var utan af landi og beðið um uppskrift af „fínni“ plómusultu. Eftir klukkutíma árangurslausa leit hringdi ég í Húsmæðrakennaraskól- ann þar sem leyst var greiðlega úr málinu. Ég man ekkert gáfulegt, þetta hefurveriðfremurtíðindalaust. .. Hugtök og heiti í BÓKMENNTAFRÆÐI Viðburður í íslenskri bók- menntaumræðu Hugtök og heiti í BÓKMENNTAFRÆÐI Hvað er dulhyggja? Hvenær kemur orðið Fílabeinsturn fyrst fyrir? Hvernig er íronía í skáldskap skilgreind? Hvaö var kallað ofljóst? HUGTÖK OG HEITI í BÓKMENNTAFRÆÐI er uppsláttarrit með riflega 700 greinum, gefið út í samvinnu við Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands. Ómetanleg bóköllum þeim sem unna bókmenntum og fást við þær. Mál IMI og menning Laugavegi 18 'Sími: 15199-24240 I I Pósthólf 392 121 Reykjavík ■ ísland 18 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.