Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 26
Sigrún Klara Hannesdóttir lektor Hvað erum við? — Hvað viljum við vera? í tflefni 10 ára afrnælis Tímamót og áfmœli eru ofl notuð til hátíðahalda og til aö horfa til haka ogsjá hvað hefur áunnist, jafnframtþvísem horft erfram á veginn og reynt að skyggnast inn ihið óþekkta semframtíðin ber ískautisér. /I þessum timamótumfinnst mér ekki úr vegi að nola tœkifœrið, staldra svolítið við oglíta á stöðu bókasafnsfrceðinnar í samféláginu, þá samfélags- legu ábyrgð sem bókasafnsfrceðingar eiga að hafa á hendi og þann frœði- lega grundvöU sem bókasafnsfrœðin sem frœðigrein stendur á. Eða er bókasafnsfrœðinfrœðigrein?Er hún e.t. v. eingöngu svolítil tœkni við að lána út bækur ef eftir er leitað. Eru bókasafnsfræðingar sérfrœðingar?Sýna þeir sérfrceðiþekkingu sína ídaglegum störfum sínum? Eg hygg að flesl okkar höfum um annað að hugsa ídagsins önn en velta fyrir okkur markmiðunum og tilganginum með bókavarðarstarfinu. Heimspekilegar vangaveltur eru tímafrekar ogþess vegna erafmœlið tilval- ið tcekifœri til að velta þessu fyrir okkur. I stað þess að lýsa námi því sem bókasafnsfrceðin býður upp á I Háskölanum — og ítreka þcer upplýsingar sem eru auðfengnar úr Kennsluskrá Háskólans — skulum viðþvítaka svo- lítið annan pól I hœðina. Samfélagsleg staða okkar hlýtur og cetíð að vera nátengd menntun ogundirbúningi starfsins. Ogafþvíað við eigum afmceli skulum við láta hugann reika! 26 BOKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.