Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 14
ust að félaginu næstu árin og voru þau ýmist unnin sem sjálfboðavinna eða fengnir starfsmenn á launum tii að taka þau að sér. Má m.a. nefna starf við Héraðsbókasafnið á Blönduósi, Bókasafn Njarðvíkur og Bókasafn Seyðisljarðar. Félagið átti frumkvæði að barnabókadögum sem haldnir voruárin 1976 og 1977 ogkomþannig af stað umræðum um bamaþækur og útgáfu. Alþjóðleg barnabókasýning var haldin í Reykjavík 1979 og var fjölbreytt dagskrá í tengslum við hana ogátti félagiðþareinnigfrumkvæði. Þrátt fyrir miklar annir og ötult sjálíboðastarf létu félagar þó vinnu- ergi aldrei ná fullkomnum tökum á sér heldur léttu sér upp annað slagið með Iautartúrum í Heiðmörk og kvöldskemmtunum svo sem árs- hátíðum og afmælisveislum. Reynt var þá alltaf að ná sem stærstum hópi saman, starfslið ýmissa bókasafna, bókasafnsfræðinemar, vinir og vanda- menn voru þá jafnan aufúsugestir. í október 1975 fékk Félag bóka- safnsfræðinga aðild að útgáfu Bóka- safnsins með Bókavarðafélagi Is- lands. í desember 1976 hóf félagið út- gáfu fréttabréfsins Fregnis og nokkru síðan varð Bókavarðafélag Islands meðeigandi að þeirri útgáfu. Báðar þessar útgáfur hafa lifað af ýmsa erf- iðleika og samstarf félaganna á þessu sviði jafnt og öðrum hefur verið með ágætum. Félag bókasafnsfræðinga og Bóka- varðafélag íslands áttu á árunum 1974—75 bæði aðild að nefnd sem sett var á laggimar til að endurskoða nám í bókasafnsfræði við Háskóla Islands. Félögin störfuðu einnig saman að samningu reglugerðar við lög um al- menningsbókasöfn sem tóku gildi vorið 1976. Var það mikið verk og þungtívöfum. Allt frá stofnun félagsins og til árs- ins 1977 voru ársskýrslur félagsins í annálaformi og eru annálarnir for- vitnileg lesning nú þegar áratugur er liðinn frá stofnun félagsins. í janúar 1979 lést Indriði Hall- grímsson, einn af stofnfélögum og annarformaðurfélagsins. Hafði hann unnið mikið starf fyrir félagið bæði að hinum ýmsu verkefnum og einnig að stefnumörkun frá upphafi. Indriði var hinn hæfasti maður, vel mennt- aður, glaður og ljúfur félagi og minn- umst við hans með söknuði. Eins og fram hefur komið var Kristín H. Pétursdóttir fyrsti formað- ur félagsins frá september 1973 til maí 1975. Indriði heitinn var formaður 1975 — 1976. Aðrirformenn hafaver- ið þessir: Else Mia Sigurðsson 1976—1977. Þórhildur Sigurðardótt- ir 1977—1978, Halldóra Þorsteins- dóttir 1978—1979, Helga Einarsdótt- ir 1979—1981, Ragnheiður Heið- reksdóttir 1981 — 1983 og Sigurður Vigfússonfrá 1983. hlÚDSAGA Hér er komið stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem skráð hefur verið. Þessi fjögur fyrstu bindi eru kringum 1600 blaðsíður. Óskar Halldórsson dósent bjó þjóðsögurnar til prentunar og skrifaði formála. Sigfús Sigfússon Hafi framleiðsla hins prentaða máls um stundar sakir orðið að ofvexti, verður að líta á hana sem eina af vorleysingum menningarinnar, sem skilur að vísu eftir allmikið af skriðum og leirburði, en er samt fyrirheit um gróður sumarsins. Því fleiri einstaklingar sem ná þroska, að þeir í senn kunni sér andlegt magamál og hafi greind til þess að vinna það úr, sem þeim er hollt, því meir von er um slíkan gróður. Það er bættur smekkur almennings, sem lagt getur á prentverkið þær einu hömlur, sem eru óskaðvænar. Með skynsamlegri stefnu í uppeldi og fræðslumálum má smám saman vinna á móti hverjum þeim háska, sem af bólgu prentmálsins stafar eða getur stafað. En eftir verður öll sú blessun, sem í því er fólgin að eiga greiðan aðgang að fjölgresi manníegrar þekkingar og hugsunar. Dr. Sigurður Nordal 1940. ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 - SÍM113510

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.