Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Page 22

Bókasafnið - 01.04.1993, Page 22
Þetta er stórt kerfi sem tekur mikið magn af upplýs- ingum. Það hefur útbreiðslu um allan heim. 1992 var bú- ið að setja Dobis/Libis upp á 205 stöðum og það notað á 900 bókasöfnum. Notendafundir eru haldnir árlega og kerfið endurnýjað reglulega. Kerfið er sveigjanlegt og hægt er að laga það að þörf- um hvers og eins. Kerfið býður upp á fjölbreytta leitarmöguleika. Hægt er að leita að færslu undir nafni höfundar, orðum í titli, flokkstölum, efnisorðum, útgefendum, ISBN númerum og orðum úr útdrætti. Einnig er hægt að nota samsetta leit með nokkrum orðum og þannig hægt að þrengja eða víkka leitina. Helstu takmarkanir hvað okkar safn varðar er að ekki skuli önnur sambærileg söfn hafa tengst kerfinu hér á landi. Samvinna við önnur söfn er sérstaklega hagstæð hvað varðar samskrá tímarita og lyklun á íslenskum heil- brigðisfræðitímaritum. Markaðssetning og fræðsla um kerfið hefur ekki verið nægilega öflug. Hjá SKÝRR hefur gengið brösulega að flytja færslur úr kerfinu og í það. Færslurnar sem lesnar voru inn í kerfið í upphafi hefur þurft að leiðrétta og hafa þær vald- ið villum í kerfinu sem ekki komu í ljós fyrr en seinna. Þjónusta hefur verið góð hjá SKÝRR en stundum hef- ur okkur fundist taka of langan tíma að lagfæra hlutina. Margt af því hafa verið byrjunarörðugleikar, en nú ætti flest af því að vera leyst. Starfsfólkið hjá SKÝRR er vinsamlegt, gott samstarf hefur tekist og margir fundir verið haldnir. Samstarf við Borgarbókasafn hefur verið mjög gott og höfum við notið góðs af þeirra þekkingu á kerfinu. Ýmsar nýjungar eru væntanlegar í næstu útgáfum Dobis/Libis. Nú eru í notkun útgáfur 2.0 og 2.1 með stýrikerfunum MVS og VSE. SKÝRR keyrir á útgáfu 2.1. í árslok 1993 verður næsta útgáfa, 3.0, tilbúin til dreifing- ar og verður hún að auki með UNIX- stýrikerfi. Þær nýjungar sem eru í deiglunni eru EASEL-skil (interface) eða gluggamyndir, og Image-CD ROM þannig að hægt verði að fá upplýsingar úr kerfinu á geisladiskum. Sam- skipti við önnur kerfi verða á UNIMARK í stað DOBISMARK. Nýr þáttur sem hannaður hefur verið eftir að kerfið var fyrst tekið í notkun á Islandi eru millisafnalánin. Þessi þáttur stendur okkur til boða. Þar sem millisafna- lán eru stór þáttur á okkar safni væri æskilegt að fá þenn- an þátt en til þess að hann nýtist að fullu þurfa fleiri söfn að nota kerfið. I þessum þætti eru innbyggðar tölulegar upplýsingar og rukkanir fyrir veitta þjónustu. Eftir fimm ára reynslu af notkun kerfisins verður að segjast að í heild hefur það reynst vel. Verkþættirnir sem eru komnir í notkun og komin er reynsla á hafa reynst vel. Sérstaklega hefur lyklun á tímritum gjörbreytt að- gangi að íslensku efni. Nýtist það vel að öll orð í titli eru leitarhæf. Kerfið er nokkuð aðgengilegt og er tiltölulega auðvelt að læra á það. Það leiðir byrjendur áfram, en hægt er að stytta sér leið með skástriki í gegnum skjámyndir. Skrán- ingin er á MARC-sniði en ekki er nauðsynlegt að kunna það til þess að nota kerfið. Þessi fimm ár sem Dobis/Libis hefur verið í notkun hér á safninu hefur verið tími mikilla framfara. Eftir því sem fleiri þættir eru teknir í notkun finnum við hve kerf- ið auðveldar okkur alla daglega vinnu og hjálpar okkur að skila góðum árangri í starfi. Allt safnefnið nýtist betur og tekst okkur nú að vinna verkefni sem aldrei vannst tími til áður eins og t.d. lyklun íslenskra tímarita. Einnig er ánægjulegt að vita til þess að sú vinna skilar sér ekki einungis á okkar safni heldur líka til notenda Borgar- bókasafnsins. Þó efnið hjá okkur sé oft sérhæft eru þar margar fróðlegar greinar fyrir almenning og það sama má segja um allt það sjúklingafræðsluefni sem við höfum skráð inn í kerfið, bæði bækur og bæklinga. Einnig er oft gaman að leita í safnefni Borgarbókasafnsins og finnst okkar safngestum það ágæt viðbót við það sem við höf- um upp á að bjóða. 22

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.