Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 31
Dögg Hringsdóttir, Þjónustumiðstöð bókasafna MikroMARC Bókasafnskerfið Mikromarc er hannað í Norska Bókavarðaháskólanum (SBIH) skv. beiðni Há- skólabókasafnsins í Osló, en þar vantaði skráningarkerfi fyrir þjóðbókaskrána sem hægt væri að nota á örtölvur. Fleiri söfn óskuðu þá eftir að fá slíkt kerfi sem hefði einnig leitarþátt og möguleika á að útbúa bókalista, bókaskrár og spjaldskrárspjöld. MikroMARC var síðan hannað í náinni samvinnu bókasafnsfræðinga og tölvu- fræðinga. Um mitt ár 1987 var söluhæft kerfi tilbúið og þá keypti það nýstofnað fyrirtæki, Norsk Systemutvikling a/s (NSU). Hefur það séð um sölu og þróun kerfisins síðan. Fyrst var MikroMARC eingöngu á norsku, en fljót- lega var farið að þýða það á önnur tungumál og nú eru í notkun u.þ.b. 700 kerfi í 7 löndum Evrópu. Islenska þýð- ingin kom á markað í ársbyrjun 1990. Aðalumboðsmaður á Islandi er Andrea Jóhannsdóttir bókasafnsfræðingur, en Þjónustumiðstöð bókasafna er undir- umboðsmaður og sér um almenna þjónustu við notendur varðandi leið- beiningar og fyrirspurnir. Hingað til hefur ekki verið tekið gjald fyrir þessa þjónustu hjá ÞB. MikroMARC hefur frá upphhafi verið í stöðugri þróun og orðið öflugra með hverri nýrri útgáfu. Nýjar útgáfur hafa komið að jafnaði á 12-18 mán- aða fresti. NSU er í stöðugu og góðu sambandi við not- endur kerfisins og breytingar og endurbætur eru gerðar með hliðsjón af óskum þeirra og þörfum. Jafnhliða grunnkerfinu hafa einnig verið hannaðar sér- stakar útgáfur af því fyrir tónlistarsöfn og skjalasöfn, en þær hafa ekki verið þýddar á íslensku. MikroMARC bókasafnskerfið samanstendur af eftir- töldum þáttum: Valmyndir, skráning, leitir, frálag (forrit sem tínir færslur út úr gagnagrunni), ílag (forrit sem les færslur í MARC-sniði inn í gagnagrunn), útprentanir (listar, skrár, spjöld) og viðhald (öryggisafrit, endurlykl- un o.fl.). Afnot af þessum þáttum eru seld saman sem einn pakki og er verð hans 20.000 norskar krónur til almennra notenda, en skólar frá 40% afslátt af því verði. Almenningsaðgangur (valmyndastýrður leitarþáttur) og útlánaþáttur (f. strikaletur/ljóspenna) eru einnig fáan- legir og eru þeir seldir hvor fyrir sig. Sérstakur tíma- ritaþáttur verður með næstu útgáfu forritanna, en þar sem kerfið getur haft skilgreinda marga aðskilda gagna- grunna, þá hefur verið auðvelt að aðlaga einn þeirra fyrir tímaritaskráningu. Einfaldur pantanaþáttur er inni í skráningarþætti, en þróaðri gerð hans er einnig væntan- leg með nýrri útgáfu. Eins og nafnið bendir til var MARC-sniðið lagt til grundvallar við hönnun kerfisins, nánar tiltekið norska sniðið NORMARC. í skráningarskjámynd eru fest öll helstu skráningaratriðin og því þarf skrásetjari aðeins að hugsa um sviðsnúmer og deilisviðstákn ef hann vill breyta einhverju eða bæta við sviðum, s.s. fyrir athuga- semdir, aukafærslur og tilvísanir. Gert er ráð fyrir þrem- ur efnisorðum í aðalskjámynd, en unnt er að bæta við fleiri efnisorðum eftir þörfum. Lengd sviða og færslna er svo að segja ótakmörkuð og því er t.d. unnt að hafa út- drátt með færslum. Fjöldi sviða í hverri færslu takmark- ast ekki af öðru en fyrirmælum MARC-sniðsins. Hver færsla tekur aðeins það rúm sem nemur fjölda tákna í henni. Fjöldi færslna í gagnagrunni takmarkast ekki af öðru en vélbúnaðinum. Hægt er að skoða allar færslur bæði í ISBD-sniði og MARC-sniði, jafnt í skráningar- sem leitarþætti. Hver notandi getur skilgreint allt að 10 teg- undum (kategorier) sem færsla getur tilheyrt, t.d. í PÖNTUN, NÝTT, SPJÖLD, o.s.frv. og eru allar tegundir leitarhæfar. Unnt er að skrá allt að 99 eintökum sem tengjast hverri færslu. Nafnmyndaskrár eru fyrir öll leitarhæf atriði og má sækja í þær texta. Einnig er hægt að afrita heilar færslur og spara sér þannig mikla vinnu og stuðla að samræmi í skráningunni. Allar skjá- myndir og hjálpartextar eru á íslensku. Leitarþáttur MikroMARC er rnjög öflugur og er bæði hægt að leita að strengjum (höfundi, titli, stofnun, ráðstefnu, ritröð, forlagi, staðsetningu, ein- takaupplýsingum o.s.frv.) og einstökum orðum í sviðum. Leitir geta verið samsettar (Boolean-leitir; og-eða-ekki) og kerfið geymir allt að 100 leitum í einu, sem svo má víkka og þrengja að vild. Endanlega niðurstöðu leitar er hægt að taka út á disk og prenta út sem lista, bókaskrá eða spjaldskrárspjöld eftir vali, eða taka inn í ritvinnslu til enn frekari ritstýr- ingar. Margar gerðir lista og bókaskráa eru skilgreindar í útprentunarþætti, en þeim má breyta eða bæta við nýjum eftir þörfum einstakra notenda. I frálagsþætti (export) er unnt að tína færslur út úr gagnagrunninum eftir ýmsum forsendum, t.d. milli færslunúmera eða dagsetninga eða eftir tegundum, höf- undum og öðrum leitarhæfum þáttum og síðan taka út á véltæku formi eða prenta út eftir óskum. Ilagsþátturinn (import) er notaður til að leggja inn færslur í MARC-sniði. Til er forrit sem les MARC- færslur af geisladiskum (t.d. frá Library of Congress) inn í MikroMARC. Tölvusamskiptaþáttur er ekki hluti af MikroMARC, þannig að til þess að hafa samskipti við aðra notendur þarf að hafa samskiptaforrit (t.d. KERMIT, PROCOMM PLUS, PC-ANYWHERE). MikroMARC er fáanlegt í netútgáfu. Hægt er að byrja tölvuvæðingu safns með einni tölvu og skipta síðan yfir í netútgáfu þegar umsvifin aukast. MikroMARC er keyrt á IBM-samhæfðar PC-tölvur 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.