Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 31
Dögg Hringsdóttir, Þjónustumiðstöð bókasafna
MikroMARC
Bókasafnskerfið Mikromarc er hannað í Norska
Bókavarðaháskólanum (SBIH) skv. beiðni Há-
skólabókasafnsins í Osló, en þar vantaði skráningarkerfi
fyrir þjóðbókaskrána sem hægt væri að nota á örtölvur.
Fleiri söfn óskuðu þá eftir að fá slíkt kerfi sem hefði
einnig leitarþátt og möguleika á að útbúa bókalista,
bókaskrár og spjaldskrárspjöld. MikroMARC var síðan
hannað í náinni samvinnu bókasafnsfræðinga og tölvu-
fræðinga.
Um mitt ár 1987 var söluhæft kerfi tilbúið og þá
keypti það nýstofnað fyrirtæki, Norsk Systemutvikling
a/s (NSU). Hefur það séð um sölu og þróun kerfisins
síðan.
Fyrst var MikroMARC eingöngu á norsku, en fljót-
lega var farið að þýða það á önnur
tungumál og nú eru í notkun u.þ.b. 700
kerfi í 7 löndum Evrópu. Islenska þýð-
ingin kom á markað í ársbyrjun 1990.
Aðalumboðsmaður á Islandi er Andrea
Jóhannsdóttir bókasafnsfræðingur, en
Þjónustumiðstöð bókasafna er undir-
umboðsmaður og sér um almenna
þjónustu við notendur varðandi leið-
beiningar og fyrirspurnir. Hingað til
hefur ekki verið tekið gjald fyrir þessa
þjónustu hjá ÞB.
MikroMARC hefur frá upphhafi
verið í stöðugri þróun og orðið öflugra með hverri nýrri
útgáfu. Nýjar útgáfur hafa komið að jafnaði á 12-18 mán-
aða fresti. NSU er í stöðugu og góðu sambandi við not-
endur kerfisins og breytingar og endurbætur eru gerðar
með hliðsjón af óskum þeirra og þörfum.
Jafnhliða grunnkerfinu hafa einnig verið hannaðar sér-
stakar útgáfur af því fyrir tónlistarsöfn og skjalasöfn, en
þær hafa ekki verið þýddar á íslensku.
MikroMARC bókasafnskerfið samanstendur af eftir-
töldum þáttum: Valmyndir, skráning, leitir, frálag (forrit
sem tínir færslur út úr gagnagrunni), ílag (forrit sem les
færslur í MARC-sniði inn í gagnagrunn), útprentanir
(listar, skrár, spjöld) og viðhald (öryggisafrit, endurlykl-
un o.fl.).
Afnot af þessum þáttum eru seld saman sem einn
pakki og er verð hans 20.000 norskar krónur til almennra
notenda, en skólar frá 40% afslátt af því verði.
Almenningsaðgangur (valmyndastýrður leitarþáttur)
og útlánaþáttur (f. strikaletur/ljóspenna) eru einnig fáan-
legir og eru þeir seldir hvor fyrir sig. Sérstakur tíma-
ritaþáttur verður með næstu útgáfu forritanna, en þar
sem kerfið getur haft skilgreinda marga aðskilda gagna-
grunna, þá hefur verið auðvelt að aðlaga einn þeirra fyrir
tímaritaskráningu. Einfaldur pantanaþáttur er inni í
skráningarþætti, en þróaðri gerð hans er einnig væntan-
leg með nýrri útgáfu.
Eins og nafnið bendir til var MARC-sniðið lagt til
grundvallar við hönnun kerfisins, nánar tiltekið norska
sniðið NORMARC. í skráningarskjámynd eru fest öll
helstu skráningaratriðin og því þarf skrásetjari aðeins að
hugsa um sviðsnúmer og deilisviðstákn ef hann vill
breyta einhverju eða bæta við sviðum, s.s. fyrir athuga-
semdir, aukafærslur og tilvísanir. Gert er ráð fyrir þrem-
ur efnisorðum í aðalskjámynd, en unnt er að bæta við
fleiri efnisorðum eftir þörfum. Lengd sviða og færslna er
svo að segja ótakmörkuð og því er t.d. unnt að hafa út-
drátt með færslum. Fjöldi sviða í hverri færslu takmark-
ast ekki af öðru en fyrirmælum MARC-sniðsins. Hver
færsla tekur aðeins það rúm sem nemur fjölda tákna í
henni. Fjöldi færslna í gagnagrunni takmarkast ekki af
öðru en vélbúnaðinum.
Hægt er að skoða allar færslur bæði í ISBD-sniði og
MARC-sniði, jafnt í skráningar- sem leitarþætti. Hver
notandi getur skilgreint allt að 10 teg-
undum (kategorier) sem færsla getur
tilheyrt, t.d. í PÖNTUN, NÝTT,
SPJÖLD, o.s.frv. og eru allar tegundir
leitarhæfar. Unnt er að skrá allt að 99
eintökum sem tengjast hverri færslu.
Nafnmyndaskrár eru fyrir öll leitarhæf
atriði og má sækja í þær texta. Einnig er
hægt að afrita heilar færslur og spara
sér þannig mikla vinnu og stuðla að
samræmi í skráningunni. Allar skjá-
myndir og hjálpartextar eru á íslensku.
Leitarþáttur MikroMARC er rnjög
öflugur og er bæði hægt að leita að strengjum (höfundi,
titli, stofnun, ráðstefnu, ritröð, forlagi, staðsetningu, ein-
takaupplýsingum o.s.frv.) og einstökum orðum í sviðum.
Leitir geta verið samsettar (Boolean-leitir; og-eða-ekki)
og kerfið geymir allt að 100 leitum í einu, sem svo má
víkka og þrengja að vild.
Endanlega niðurstöðu leitar er hægt að taka út á disk
og prenta út sem lista, bókaskrá eða spjaldskrárspjöld
eftir vali, eða taka inn í ritvinnslu til enn frekari ritstýr-
ingar. Margar gerðir lista og bókaskráa eru skilgreindar í
útprentunarþætti, en þeim má breyta eða bæta við nýjum
eftir þörfum einstakra notenda.
I frálagsþætti (export) er unnt að tína færslur út úr
gagnagrunninum eftir ýmsum forsendum, t.d. milli
færslunúmera eða dagsetninga eða eftir tegundum, höf-
undum og öðrum leitarhæfum þáttum og síðan taka út á
véltæku formi eða prenta út eftir óskum.
Ilagsþátturinn (import) er notaður til að leggja inn
færslur í MARC-sniði. Til er forrit sem les MARC-
færslur af geisladiskum (t.d. frá Library of Congress) inn
í MikroMARC.
Tölvusamskiptaþáttur er ekki hluti af MikroMARC,
þannig að til þess að hafa samskipti við aðra notendur
þarf að hafa samskiptaforrit (t.d. KERMIT,
PROCOMM PLUS, PC-ANYWHERE).
MikroMARC er fáanlegt í netútgáfu. Hægt er að byrja
tölvuvæðingu safns með einni tölvu og skipta síðan yfir í
netútgáfu þegar umsvifin aukast.
MikroMARC er keyrt á IBM-samhæfðar PC-tölvur
31