Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Page 45

Bókasafnið - 01.04.1993, Page 45
fara nánar ofan í saumana á nokkrum atriðum. Sum þeirra eiga við alla háskólana, en önnur eru einkennandi fyrir einn öðrum fremur. Eg hef heyrt þær röksemdir gegn því að bókaverðir sækist eftir föstu sæti í háskólaráðum að undirbúningur og seta á fundum sé tímafrek og tímanum væri betur var- ið til annars. I þessu felst nokkur sannleikur, en mín skoðun er sú að meira vinnist en tapist við að sitja há- skólaráðsfundi. Þeir eru æðsta vald í málefnum háskól- anna og það er bjargföst trú mín að bókaverðirnir eigi að hafa hönd í bagga við þá skipulagningu, ákvarðanatöku og stefnumótun sem þar fer fram. Það mun bæði bæta bókasöfnin og þjónustu þeirra svo og háskólann allan. An þessara tengsla munu bókasöfnin ekki halda sama takti og deildir háskólans og jafnvel fara afvega. Fé sem veitt er til háskólastarfs er takmarkað og er bit- ist um það m.a. á fundum háskólaráða. Ef bókasöfnin eiga ekki talsmann á fundum þeirra, eiga þau á hættu að verða útundan. Það er ljóst að ef háskólabókavörður berst ekki sjálfur fyrir safnið þá mun enginn annar gera það. Það er almenn reynsla að háskólamenn styðja bóka- safnið í bókasafnsnefndum og leggja jafnvel fram tillögur í háskólaráði því til hagsbóta. En þegar kemur að fjár- veitingum er stuðningurinn ekki lengur fyrir hendi.24 Þetta hefur að nokkru átt sér stað í Háskóla Islands að undanförnu. Eins og ég sagði áður gerði bókasafns- nefndin, sem háskólaráð setti upp 1986, framtíðaráætlan- ir og setti markmið um þróun bókasafnsins. Háskólaráð samþykkti áætlanirnar og ákvað að málefni safnsins skyldu hafa forgang. Þessu fylgdu auknar fjárveitingar en ekki í jafnmiklum mæli og bókaverðir óskuðu og þrátt fyrir forgang er safnið sem áður að berjast fyrir auknum fjárveitingum.25 Háskólabókasöfn eru stofnanir innan stofnana. Að- alstarf þeirra er að styðja við kennslu og rannsóknir sem stundaðar eru við háskólana. Til að vera fær um það, þurfa þau að fylgjast með síbreytilegum þörfum lánþega og haga þjónustu sinni í samræmi við það. Maurice B. Line hefur nýlega skrifað skýrslu um breytt hlutverk há- skóla-, rannsókna- og sérfræðisafna á Norðurlöndum og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað bókasöfnin séu í lausum tengslum við háskólana og starf þeirra. I skýrslu hans kemur t.d. fram að bókaverðir kvarti sáran undan því að námskeið séu skipulögð án samráðs eða vitundar bókasafnanna, sem eru þá ekki í stakk búin til að þjóna stúdentunum á tilhlýðilegan hátt. Sama á við um stór rannsóknaverkefni þar sem mikilla upplýsinga er þörf. Maurice B. Line segir að hlutfallslega fáir háskóla- bókaverðir séu í háskólaráðum á Norðurlöndum, jafnvel í stóru háskólunum. Einnig taki aðrir bókaverðir ekki nægilega mikinn þátt í háskólastarfinu. Þetta verður til þess að starfsmenn háskóla fá ekki nægilega góðar upp- lýsingar um það sem bókasafnið hefur uppá að bjóða og öfugt; bókaverðir kynnast ekki þörfum þeirra sem þeir eiga að þjóna.26 Þessi skortur á samhæfingu var mjög áberandi í Há- skólabókasafni fyrir árið 1985 eins og ég hef lýst hér að framan. Hið afleita ástand sem skapaðist skýrir Einar Sigurðsson með því að safnið sé utanveltu þegar teknar eru ákvarðanir um ýmis þróunarmál háskólans. Hlutverk bókasafna víða um heim hefur verið að breytast, þau nálgast deildirnar æ meir. Bókasafnsnotkun stúdenta hef- ur aukist í takt við aukna áherslu á verkefnavinnu og sjálfsnám. Forsenda þessa er að náin samvinna sé á milli bókasafna og deilda, t.d. við skipulagningu á notenda- fræðslu svo og annarri þjónustu. Bókasöfnin taka virkari þátt í menntun stúdenta en áður. Vegna alls þessa þurfa bókasöfnin að starfa í nánum tengslum við háskólasam- félagið. Fyrsta skrefið í þessa átt gæti verið fólgið í því að bókaverðir taki virkan þátt í stjórnun og rekstri háskóla á sama hátt og aðrir í háskólasamfélaginu.27 Að lokum vil ég geta þess að á meðan háskólabóka- verðir hafa ekki föst sæti í háskólaráðum, má leiða líkur að því að þeir hafi minni möguleika á því að verða kosnir eða tilnefndir til starfa í öðrum mikilvægum nefndum og ráðum. Það verður til þess að þeir verða lægra settir en annað starfsfólk háskóla. Hlutur þeirra í stjórnun há- skólanna verður rýrari en félaga þeirra, háskólakennara, og hætt er við að þeir njóti ekki sama álits. Bókaverðir mega ekki loka sig inni á bókasöfnum fjarri háskólalíf- inu. Áhrif óformlegra samskipta má ekki vanmeta í þessu sambandi. Sérhver starfsmaður bókasafnanna á í raun að eiga möguleika á að vera tilnefndur til setu í nefndum og vinnuhópum skipuðum af háskólanefnd og ekki aðeins þar sem fjallað er um málefni bókasafnsins eingöngu. 4. Samanburður á stöðu háskólabókavarða við stjórnun á þremur Norðurlandanna og í Bretlandi Til samanburðar við ástand mála hér á landi voru send bréf til 54 háskóla í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Bret- landi og óskað upplýsinga um þátttöku háskólabóka- varða í háskólaráðum og öðrum valdamiklum nefndum innan háskóla. Svör bárust frá 31 háskóla og voru þau svo ólík að gerð að af þeim er aðeins hægt að draga al- mennar ályktanir. Þar sem fyrirliggjandi upplýsingar voru ófullnægjandi skrifaði ég til norrænu ríkisbóka- varðaembættanna. Mér til sárrar gremju barst aðeins svar frá einum aðila, en skýrsla Maurice B. Line sem ég gat um að framan, „The Changing Role of Nordic Academ- ic, Research and Special Libraries“, kom mér að góðu gagni. 4.1. Ástandið í Noregi, Svíþjóð og Danmörku Ólíkt þ ví sem tíðkast hér á landi, þar sem hver háskóli starfar samkvæmt sérstökum lögum, eru aðeins ein lög í gildi í hverju landanna þriggja, Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku, og taka þau til allra háskóla. Engin þessara laga gera ráð fyrir því að háskólabókaverðir hafi föst sæti í háskólaráðum. I Svíþjóð gera lögin ráð fyrir að þeir séu kallaðir fyrir ráðin til að gefa skýrslu og vera viðstaddir þegar málefni tengd bókasöfnunum koma til umræðu. Þrátt fyrir þetta ákvæði er mikill munur á stöðu háskóla- bókavarða á milli háskóla og þeim áhrifum sem þeir hafa á stjórnun sinna skóla. Sumir fá að njóta sín og eru ánægðir með stöðu sína, á meðan aðrir kvarta sáran. I Noregi og Svíþjóð eru bókasöfn sem veita háskólum þjónustu sína samkvæmt sérstökum samningi, en eru ekki hluti af þeim. Háskólabókasafnið í Niðarósi er rek- ið í samvinnu háskólans og Konunglega vísindafélagsins 45

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.