Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Page 54

Bókasafnið - 01.04.1993, Page 54
Áslaug Þorfinnsdóttir, Eyrún Björk Gestsdóttir, Hlíf S. Arndal og Ingibjörg Ásgeirsdóttir, nemar í bókasafns- og upplýsingafræði Vantar þig hugmynd að góðu lesefni fyrir unglinga? Hér eru nokkrar tillögur SKÁLDSÖGUR Andrés Indriðason. Manndómur. MM, 1990 Söguhetjan er fimmtán ára drengur sumarið 1940 í Reykjavík. Sumarið sem Bretarnir lögðu bæinn undir sig. Þetta á eftir að verða mjög viðburðaríkt. Andrés Indriðason. Mundu mig - ég man þig. MM, 1991. Sex smásögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um 12 ára unglinga. I þeim skiptast á skin og skúrir eins og í líf- inu sjálfu. Söguhetjurnar þurfa að takast á við mismun- andi vanda, finna lausnir eða uppgötva nýja fleti á lífinu. Einnig eftir Andrés Indriðason. Upp á æru og trú. MM, 1987. Auður Haralds. Baneitrað samband á Njálsgötunni. Iðunn, 1985. Konráð er 16 ára og býr með einstæðri móður sinni. Að hans mati er heimurinn á heljarþröm. Honum finnst móðir sín vera óvenju róleg yfir ástandi heimsins. Yfir þessu og mörgu öðru eiga þau miklar rökræður. Beckman, Thea. Krossferð á gallabuxum. Iðunn, 1985. Margrét Jónsdóttir þýddi. Rudolf Wega frá Amsterdam fer með tímavél aftur til 13. aldar. Þar ætlar hann að dvelja í nokkra klukkutíma en atvikin haga því þannig að hann ílengist þar. Hann slæst í för með hópi barna og unglinga frá þýsku ríkjunum sem ætlar að frelsa Jerúsalem úr höndum heiðingja. 14 ára gamall veit hann meira um Evrópu en leiðangursstjór- arnir og nokkurt hinna. Hann verður nokkurs konar far- arstjóri hópsins í hættulegri för um Mið-Evrópu. Brandt, Hanne. Bláa hjólið. Skjaldborg, 1987. Guðrún Hallgrímsdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir þýddu. Nínu og strákunum leið hræðilega illa eftir slysið. Þau urðu að hefna sín. Þau grýttu og rispuðu alla bíla sem þau komust í tæri við. Kvöld eitt gerðist það sem Nína hafði undir niðri óttast og það varð óvænt til þess að breyta öllu á betri veg. Spennandi söguþráður. Tekið er á sorg og hatri og hvernig virkja má þær tilfinningar til bóta. Cross, Gillian. Leikur að eldi. MM, 1991. Björg Árna- dóttir þýddi. Nikki er 15 ára. Æðsti draumur hans er að fá að komast í mótorhjólaklíku Tedda, stóra bróður síns. Hann fær tækifæri til þess, en verður í staðinn að leysa þraut fyrir klíkuna. Þraut sem stríðir á móti samviskunni. Hann er á báðum áttum um hvað hann eigi að gera, en kemst að því að í raun hefur hann engan valkost. Þetta verður leikur að eldi og ýmislegt kemur á óvart. de Zanger, Jan. Vinir á vegamótum. MM, 1990. Hilmar Hilmarsson þýddi. Tveir æskuvinir, Freek og Bart, eru á hjólreiðaferð um Danmörku. En jafnvel bestu vinir þekkjast ekki til hlítar. Þeir uppgötva ólíkar skoðanir hvors annars til ástarinnar. Freek kemst að því að Bart er ástfanginn af honum. Hvernig bregst hann við því? Elías Snæland Jónsson. Davíð og krókódílarnir. MM, 1991. Davíð er 14 ára og býr fjá fósturforeldrum. Hann er óánægður með lífið og er lítils metinn í skólanum. Hann lætur því auðveldlega ginnast af töffaraskap mótorhjóla- klíkunnar Krókódílanna og er upp með sér af því að þeir vilja hafa hann með svona ungan. En hann grunar ekki hvað býr að baki. Tæpt er á eiturlyfjaneyslu og hörðum heimi hennar. Guðlaug Richter. Jóra og ég. MM, 1988. Ung stúlka frá Reykjavík fer að vinna á bókasafni úti á landi. Þar finnur hún gamalt handrit um stúlku sem heit- ir Jóra. Jóra býr undir fjallsrótum Heklu árið 1104. Það ár varð eldgos í Heklu sem breytti lífi Jóru. Handritið breytir lífi stúlkunnar. Hún breytir framtíðaráætlunum sínum. Hún gerir sér einnig grein fyrir því að fólk sem bjó á íslandi á tímum Jóru var ósköp venjulegt. Það hafði tilfinningar eins og hún. Guðlaug Richter. Sonur Sigurðar. MM, 1987. Þessi saga greinir frá örlögum tveggja unglinga á þjóð- veldisöld. Þorsteinn er sonur höfðingja og dreymir um að sigla utan og ganga fyrir Noregskonung. Grjótgarður er sonur írskrar ambáttar. Örlög þeirra tvinnast saman og margt fer öðruvísi en þeir félagar hugðu. Gunnhildur Hrólfsdóttir. Sara. ísafold, 1991. Foreldrar Söru eru nýlega skilin. Henni gengur illa að fóta sig í nýju umhverfi og finnst foreldrarnir hvorki skilja hana né taka tillit til hennar. í skólanum laðast hún að krökkum með svipaðar skoðanir en þau lifa í harðari heimi en hennar. Sara lætur hrífast af spennunni. Allt virðist ætla að fara á verri veg, en með dálítilli hjálp nær Sara áttum á ný. Newth, Mette. Mannrán. Iðunn, 1988. Kristján Jóhann 54

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.