Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 6
á samskiptum við hópa og stofnanir, tengja saman fjarlægar tölvur og finna gagnasöfn eða heimildir sem geymdar eru á einhverri af þeim milljónum tölva sem tengdar eru við Inter- netið. Hér á eftir fer lýsing á nokkrum af þessum hjálpar- tækjum. Lýsingarnar verða þó stuttar þar sem tilgangur þess- arar greinar er fyrst og fremst að kynna Internetið en ekki að kenna fólki að nota það. Utgefnar handbækur um Inter- netið sem finna má í heimildaskrá veita miklu nákvæmari upplýsingar. Tölvupóstur Tölvupóstur eða „email“ er grunnþáttur samskipta Inter- netsins og sérhver tölva sem veitir aðgang að Internetinu veit- ir að minnsta kosti þá þjónustu. Ymislegt bendir til að þetta sé mest notaða tæki og þjónusta Internetsins. Tölvupóstur er venjulega skilgreindur sem gagnkvæmt samskiptakerfi milli einstaklinga, þ.e. skilaboðakerfi milli tveggja. Sem slíkt má nota það til að biðja um upplýsingar, koma á millisafnalán- um, panta nýjustu bókina af metsölulista eða senda afmælis- kveðjur til vinar. Tölvupóstur getur líka verið samskiptakerfi frá einum til margra og grunnur að ráðstefnukerfum og um- ræðuhópum. Tölvupóstur hefur verið notaður með góðum ár- angri af þjóðarleiðtogum svo sem forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton og forseta Suður Afríku, Nelson Mandela sem dreifa á þann hátt fréttatilkynningum og skýrslum um stefnumörk- un í þeim málum sem þeir vilja koma á framfæri. Einnig er hægt að nota tölvupóst til beinnar markaðssetningar eða til að auglýsa framleiðsluvöru og þjónustu. Margir notendur Inter- netsins nota aðeins tölvupóstinn og ekkert annað. Póstlistar - Listservs Póstlistar eða „Listservs" eru tölvuvæddir umræðuhópar sem notendur Internetsins geta gerst áskrifendur að, venju- lega ókeypis, með því einu að senda skilaboð til tölvunnar sem geymir umræðurnar. Þeir sem eru þátttakendur í þess- um hópum senda tölvupóst til tölvunnar sem hýsir umræð- urnar og þaðan er skilaboðunum dreift til allra sem eru með- limir eða áskrifendur. Allir áskrifendurnir fá afrit af öllum boðum sem send eru frá öðrum áskrifendum og hver og einn getur svarað skilaboðum. Nú þegar eru til þúsundir hópa af þessu tagi sem ná til um 1500 efnissviða. Sumir eru fag- bundnir eða starfstengdir en aðrir til skemmtunar. Sumir hópar hafa aðeins örfáa áskrifendur og senda aðeins fá skila- boð en aðrir hafa fleiri hundruð og jafnvel þúsund þátttak- endur sem senda 40-50 skilaboð á dag. Sem dæmi má nefnda Skruddu, umræðuhóp íslenskra bókavarða, sem tekur við nokkrum skilaboðum á viku en LM_NET, sem er alþjóð- legur hópur skólasafnvarða, tekur við og sendir um 40 skila- boð á dag. Rafræn tímarit Rafræn tímarit (electronic journals) eru tímarit eða frétta- bréf sem eru aðgengileg áskrifendum sínum í gegnum tölvu- póst eða hægt er að hafa aðgang að þeim og lesa þau með því að nota Internet-hjálpartæki á borð við gopher. Mörg mjög falleg tímarit og fréttabréf eru á netinu skreytt teikningum og ljósmyndum og er dreift á Veraldarvefnum (World Wide Web). Sum tímaritin eru rafræn afbrigði prentaðra tímarita (t.d. LITA News) en önnur á borð við ALAWON (American Library Association Washington Office Newsletter) eru að- eins til í rafrænu formi. Sum eru ókeypis en fyrir önnur þarf að greiða áskriftargjald. Rafrænum tímaritum er hægt að dreifa hraðar og ódýrar en prentuðum tímaritum og notand- inn getur varðveitt eintökin á tölvunni sinni til að fletta upp í eða lesa síðar meir. USENETfréttahópar USENET er alþjóðlegt net sem tengist Internetinu og sér um dreifingu á skilaboðum og fréttahópum (newsgroups) um allan heim. Fréttahópar eru umræðuhópar sem byggja á tölvupósti en hafa í raun lítið að gera með fréttir. Fréttahóp- ar líkjast listservs-umræðuhópum að því marki að þeir gera fólki sem statt er um víða veröld kleift að ræða mál sem þeir hafa áhuga á. Munurinn er sá að í umræðuhópunum eru skilaboðin send beint á póstfang viðkomandi áskrifenda. Hins vegar geta allir sem hafa USENET-aðgang og réttan lesbúnað fylgst með, lesið það sem skrifað er í fréttahópum og tekið þátt í umræðum ef þeirra eigin Internet-þjónusta veitir aðgang að þeim. Til þess að auka enn á flækjuna eru sumir umræðuhópar og fréttahópar „krosstengdir“ þannig að boð send í umræðuhóp sem fjallar um eitthvert sérsvið eru sjálfkrafa send á hliðstæðan fréttahóp þar sem allir geta lesið umræðurnar og öfugt. Sem dæmi rná nefna að sum boð send á LM_NET umræðuhópinn fyrir skólasafnverði eru krosstengd á USENET fréttahópinn sem þjónar þeim sem áhuga hafa á skólasöfnum fyrir grunnskóla og kallast kl2.1ibrary. Telnet Telnet er búnaður sem gerir Internet notendum kleift að tengjast fjarlægum tölvum og nota hugbúnað og þjónustu sem geymd er á þessum tölvum jafnvel þótt þær séu af mis- munandi tegundum. Tölvurnar geta verið í sömu byggingu, á sama haskolasvæði, í sömu borg eða hinunt megin á hnett- inum. Telnet er hægt að nota til dæmis til að tengjast alþjóð- legu beinlínuþjónustu DIALOG í Kaliforníu í gegnum Inter- netið og leita í DIALOG-gagnasöfnum svo framarlega sem DIALOG notandinn hefur notandanúmer og aðgangsorð til viðbotar við Internet-notandanúmerið sitt og aðgangsorð. lelnet er bæði nafnorð og sagnorð í enskunni og hægt er að tala um „að telnetta" til ECHO til að leita í lagasafni. „I tel- netted to ECHO to search the law databases, but I couldn’t find anything about the new copyright legislation“. File Transfer Protocol (ftp) Auk telnetsins gera gagnaflutningsreglur (file transfer protocol (ftp)) Internetsins notendum kleift að tengjast fjar- lægum tölvum en eins og nafnið gefur til kynna er það notað til að flytja gögn, hvort sem um er að ræða heimildir eða for- fit, frá fjarlægri tölvu og til heimatölvu. Til eru mörg söfn með þess háttar gögnum (ftp archives), söfn heimilda, mynda og jafnvel tölvuforrita sem eru almenningi opin á Internet- inu. Notandi getur venjulega afritað þessi gögn með því að beita einhverjum stöðluðum reglum en það fer þó eftir því hvers konar gögn er um að ræða og hvers konar Internet-að- gang viðkomandi hefur. Þar sem einhvern sérstakan hugbún- a að hægt sé að afrita og breyta einhverju gagnasafni ti að nota það, t.d. að afrita kvikmyndasafn, er venjulega hægt að afnta hugbúnaðinn líka af Internetinu með því að nota reglurnar (ftp). Stundum eru rafræn tímarit, rafrænar bækur og afnt af ráðstefnuritum í tölvutæku formi aðgengileg með beitingu reglnanna (ftp) og þetta er orðinn vinsæl leið til að dreifa myndasöfnum. Á sama hátt og telenet er „ftp“ orð- m sögn á enskunni og hægt er að tala um „að ftpa“ gögn: „I tp to ays weather map, but one glance out the window showed that the forecast was wrong“. 6 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.