Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 76

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 76
settar, að hægt sé að komast að þeim þótt sjálft kortasafn- ið sé lokað. Aðstaða þarf að vera til sýninga og skoðunar, s. s. veggir til að hengja upp kort, svo og loftmyndasjá og kortasýningarvél til að stækka og minnka kort og korta- hluta. Eitt atriði nefnir Stevens sem varla þyrfti að velta fyrir sér nú, og það er hvort skráning skuli vera á hefðbundin spjöld eða í tölvu. Verði tölvuskráning fyrir valinu þarf að ákveða með hvaða hætti hún skuli vera. Þess þarf raunar enn, því að um ýmsar leiðir er að ræða. Fjármunir og starfslið: Fé til kaupa á tækjum og búnaði skal vera aðskilið frá öðru, þ. á m. því sem varið er til aðfanga. Vinnulaun geta fylgt móðurstofnun en gerð grein fyrir starfsmannaþörf í áætlun. Stevens gerir ráð fyrir að þrjá starfsmenn í fullu starfi þurfi á kortasafni ef vel eigi að vera. Gert er ráð fyrir að endurskoða og endurmeta áætlun áður en hún er lögð fyrir safnstjórn (Stevens, 1972). Hér hefur verið stiklað á stóru, en Stanley D. Stevens rek- ur alla þessa þætti mun nákvæmar og nefnir að auki margt sem hér hefur verið sleppt. Geymsla og varðveisla korta Þegar rætt er um varðveislu korta og vörn gegn hnjaski og skaða eru einkum höfð í huga gömul og fágæt kort. Nýlega útgefin kort er oft á tíðum auðvelt að útvega ef óhöpp verða, þótt vissulega þurfi einnig að vanda meðferð þeirra. Varsla korta í söfnum getur verið tiltölulega einföld ef rétt er að staðið og kortaverðir (bókaverðir) eru starfi sínu vaxnir. Það er þó vissulega margt að varast, margar hættur steðja að. Fyrirbyggjandi aðgerðir geta verið dýrar, en dýrara er þó að Iáta verðmæti glatast eða skemmast (Capps, 1972). Langflest kort eru úr pappír og eiga því sömu óvini og önnur pappírsgögn. Kærulausir notendur og illa upplýstir starfsmenn safna eru kortum hættulegir. Menn nota t. d. lé- leg límbönd, sem skilja eftir sig bletti, til viðgerða, plöstun er illa unnin og kort eru geymd í römmum með viðarbaki, en trjákvoðan hefur slæm áhrif á pappírinn. Fara skal mjög varlega í notkun efna og gera ekki neitt sem hægt er að kom- ast hjá í viðgerðum. Ryk fer illa með kort, og er því oft grip- ið til þess ráðs að geyma þau í möppum. Séu möppur úr súr- um pappír er farið úr öskunni í eldinn, því að sýran í papp- írnum er kortunum óhollari en rykið. Dagblöð skyldi ekki nota utan um kort; þau eru bæði úr súrum pappír og draga í sig mikinn raka. Mörg efni í andrúmsloftinu eru skaðleg kortum. Ekkert safn getur varist þeim algerlega, en með því að sía og hreinsa loft, sem berst inn, má draga úr skaðlegum áhrifum. Fæst söfn búa þó svo vel að hafa slíkan búnað. Loftmengunin er skaðleg bæði pappírnum og bleki og litum sem notuð eru við kortagerðina (Capps, 1972 ; Kidd, 1980). En það er fleira en mengað loft sem er skaðlegt. Hita- og rakastig lofts þarf að vera hæfilegt svo að pappír bíði ekki skaða af. Hann geymist best við lágt hitastig og hæfilegan Ioftraka, hvorki of mikinn né oflítinn. Auk beinna áhrifa hita á pappír eykur hann vöxt myglu og sveppa, sem eru skað- valdar í pappír, og flýtir efnabreytingum. Sveppir ásækja pappír, og má oft sjá brúna bletti á gömlum pappír sem gefa til kynna að sveppir hafi komist í hann. Pappír er þó mis- næmur fyrir sveppum eftir því hvaða efni eru notuð við fram- leiðsluna. Hiti dregur einnig að nagdýr og skordýr sem sækja í pappírinn. Um 70 tegundir skordýra eru þekktar, sem sækja í pappír, og eru algengastar silfurskottur, kakkalakkar og termítar. Mýs og rottur kunna vel að meta kyrrð og hlýju kortaskúffunnar þar sem er gnægð fæðu og efnis til hreiður- gerðar (Capps, 1972). Lýsing í kortasafni getur verið skaðleg kortunum. Dags- birta og flúorljós skemma pappír og gera hann stökkan. Því skulu kort ævinlega vera í myrkri þegar þau eru ekki í notkun og tjöld dregin fyrir glugga þar sem verið er að nota kort, nema gler í gluggum sé með búnaði til að útiloka útfjólubláa geisla. Hægt er að fá hlífar á flúorljós, sem draga úr skaðsemi þeirra (Capps, 1972 ; Kidd, 1980). Enn er sá óvinur ótalinn sem er einna skæðastur, en það er súri pappírinn. Því, sem að framan er talið, er hægt að verjast að öllu eða miklu leyti með viðeigandi aðgerðum. Gagnvart súrum pappír standa menn hins vegar ráðþrota. Sýran byrjar að vinna á pappírnum strax meðan á framleiðslu stendur og löngu áður en prentgripur berst bókasafni. Skemmdir af völdum sýru eru þegar (1972) farnar að koma fram í pappír frá því um 1920. Súr pappír verður stökkur og molnar. Jafn- vel lítið notuð kort frá þessum tíma eru farin að láta á sjá. Reyndar er búið að finna upp aðferð til að mæla sýru í papp- ír og leið fundin til að afsýra. Hins vegar þarf að styrkja afsýrð kort með nýjum pappír og dúk eða jafnvel plasthúð (Capps, 1972). Er því augljóst að þessi leið til verndar kortum muni bæði seinfarin og dýr. Hirslur: Kortahirslur eru ýmiss konar. Algengt er og þyk- ir hentugt að geyma kort flöt í grunnum skúffum, helst úr málmi. Forðast skal að hafa skúffur djúpar; þá er óhægara um vik að finna kort í þeim og getur valdið skemmdum þegar verið er að fást við þykka bunka. Skúffur undir gömul kort ættu að vera enn grynnri en undir ný. Bæði hefur kosti og galla að geyma hvert kort í sérstakri möppu. Það hlífir kortunum - þ. e. a. s. ef notaður er sýrufrír pappír - en er bæði rúmfrekt og óþjálla í umgengni. Til eru hirslur þar sem kortin hanga lóðrétt, ýmist í möppum eða án (Capps, 1972 ; Kidd, 1980). Stundum eru kort geymd uppvafin, gjarnan í hólkum, en erfitt er um vik að geyma strangana. Helst eru það mjög stór kort sem geymd eru þannig, eða kort sem notuð eru við kennslu, og þá hengd á vegg í skólastofu. Kort á aldrei að geyma óvarin í hillum nema þá í dreifingarfyrirtæki þar sem þau staldra stutt við. Meðferð og notkun: Auk alls þess, er að framan hefur ver- ið rætt, ræður meðferð bæði gesta og starfsmanna úrslitum um það hvernig til tekst að varðveita kort óskemmd og þannig að þau haldi gildi sínu. Þar er árvekni lykilorð, en þrátt fyrir góðan vilja og ítrustu varkárni verða allir safnverð- ir fyrir því einhvern tíma að óhöpp verða. Mikilvægt er að starfsfólki, sem hefur störf í kortasafni, séu gefnar leiðbeiningar um meðhöndlun. Það er staðreynd að skortur á þjálfun starfsmanna og andvaraleysi í meðferð veldur skaða á kortasöfnum. Stundum gleymist að segja ný- liða hluti sem virðast einfaldir, t. d. hvernig á að brjóta sam- an kort, hvernig á að ná samanvöfðu korti úr þröngum hólki eða ná því neðsta úr skúffu með 50 kortblöðum. Sé ekki beitt réttum handtökum er hætta á að skemma kortin. Könnun, sem gerð var í Kanada, leiddi í ljós að í 84% safna fengu starfsmenn munnlega tilsögn, allt frá fáeinum orðum og upp í ítarlegar leiðbeiningar, í 7% voru leiðbeiningar skriflegar og í 9% engar. Einnig er þörf að upplýsa notendur um meðferð korta. Hægt er að hafa frammi skriflegar reglur og jafnvel láta gesti undirrita þær og þar með skuldbinda sig til að hlíta þeim. 76 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.