Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 84

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 84
fræðingur og hafa að öðru jöfnu kennsluréttindi á framhalds- skólastigi". I Lögum um almenningsbókasöfh nr. 50/1976, 10. gr. segir að í embætti bókafulltrúa ríkisins skuli að öðru jöfnu ráða eða skipa bókasafnsfræðing með reynslu í starfi. I 12 gr. sömu laga segir að við bæjarbókasöfn (Borgarbókasafn Reykjavíkur) og bæjar- og héraðsbókasöfn skuli forstöðumaður (yfirbóka- vörður) að jafnaði vera bókasafnsfræðingur og að bókasafns- fræðingar skuli að jafnaði hafa forgangsrétt til bókavarða- starfa. I Reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1978, gr. 22 er fjallað um bókavörð (yfirbókavörð) almenningsbóka- safns. Þar segir að bókasafnsfræðingur skuli að öðru jöfnu gagna fyrir. Orðin: „að öðru jöfnu" og „að jafnaði" veikja á- kvæði þessara laga og reglugerða. I Lögum um Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafh, nr. 71/1994 eru engin ákvæði um menntun starfsmanna. Menntunarleiðir Þeir sem hyggjast starfa á sviði bókasafns- og upplýsinga- fræði eiga þess kost að sækja nám í Háskóla íslands í bóka- safns- og upplýsingafræði til BA og MA prófs. Framhalds- nám í bókasafns- og upplýsingafræði þurfti að sækja til út- landa fram til haustsins 1993, þegar MA nám var tekið upp við félagsvísindadeild Háskóla Islands. I Kennsluskrá Há- skóla íslands 1993-1994 og 1994—1995 er sá fyrirvari hafð- ur á kynningu MA náms í félagsvísindadeild að nauðsynleg- ar fjárveitingar fáist. Eingöngu er um að ræða svokallað rannsóknatengt fram- haldsnám þar sem kennari og nemandi sækja saman um til rannsóknaverkefnis. A síðasta kennsluári voru aðeins 25 nemendur í slíku MA námi við Háskóla Islands. Aðgangur að því er því mjög takmarkaður, þegar þetta er ritað og full- nægir engan veginn þörfmni á MA námi. Við erlenda háskóla færist í vöxt að hægt sé að taka MA- nám í bókasafns- og upplýsingafræði í fjarnámi. Nokkrir ís- lenskir bókasafnsfræðingar hafa eða eru að nýta sér það. Flestir bókasafnsfræðingar með framhaldsmenntun hafa þó stundað námið með hefðbundnum hætti við erlenda há- skóla, aðallega í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlönd- unum. Almenningsbókaverðir eiga auk þess kost á að taka bóka- varðanám bókafúlltrúa ríkisins og Bréfaskólans. Skólasafn- verðir hafa einnig tekið það nám og sum ár stendur þeim einnig til boða að taka skólasafnsnámskeið í Kennaraháskóla Islands. Endurmenntunarnámskeið eru haldin á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskólans, á vegum samnorrænu nefndanna: Norrænu upplýsingamálanefndarinnar (Nordin- fo — Nordiska samarbetsorganet för vetenskaplig inform- ation) og Vinnuhóps um samstarf norrænna almennings- bókasafna innan Norrænu bókmennta- og bókasafnsnefnd- arinnar (NORDBOK - Nordiska literatur- och biblioteks- komitéens arbeitsgrupp för nordisitt folkeblioteksamarbeite NORDFOLK). Þá heldur Samband norrænna rannsóknarbókavarða (NVBF - Nordiska vetenskapliga bibliotekarförbundet) svo- kallaðan Norrænan sumarháskóla og hringborðsfundi um málefni sem brýn eru hverju sinni. Nýting Bókasafns- og upplýsingafrœðináms Hér á landi útskrifaðist fyrsti bókasafnsfræðingurinn árið 1964. í desember 1994 höfðu 239 bókasafnsfræðingar út- skrifast, 87.9% þeirra voru konur. Það hlutfall hefur heldur hækkað frá febrúar 1991 þegar um 86% útskrifaðra voru konur. Hlutfall kvenna meðal bókasafnsfræðinga er mun hærra en meðal starfsmanna bókasafna í heild þar sem það er 77%. Að auki höfðu 17 bókasafnsfræðingar útskrifast með BA próf eða sambærilega menntun erlendis árið 1983 sam- kvæmt Bókavarðatali (Guðrún Karlsdóttir 1987), við þá tölu hefur eitthvað bæst síðan það kom út. Milli tuttugu og þrjá- tíu hafa tekið MA próf og einn doktorspróf. I töflu 2 kemur fram að fjöldi bókasafnsfræðinga í starfi á bókasöfnum er 145, í rúmum 113 stöðum. Það segir aðeins til um nýtingu hluta bókasafnsfræðinga því þeir sem starfa við kennslu, rannsóknir og ýmis konar upplýsingastörf, t.d. á Upplýsingastofu Háskólans um nám erlendis, eru ekki taldir hér með. Og að sjálfsögðu hafa orðið afföll á bókasafnsfræð- ingum vegna aldurs, fráfalls og brottflutnings úr landi, auk þess sem upplýsingar fengust aðeins um starfsfólk um 65% bókasafna. Aldursdreifing bókasafnsfræðinga Flestir bókasafnsfræðingar útskrifast á aldrinum 24—28 ára (sjá töflu 3) en útskriftaraldur þeirra, sem útskrifast höfðu fram til desember 1994 var á bilinu 22-59 ár. Meðalaldur bókasafnsfræðinga við útskrift var um 31 ár í febrúar 1991 en rúm 32 ár í desember 1994. Meðalútskriftaraldur karla var um 28 ár í febrúar 1991 tæp 30 ár í desember 1994. Meðalútskriftaraldur kvenna var um 32 ár í febrúar 1991, hann hafði hækkaði í 32,5 í desember 1994. Fjöldi bóka- safnsfræðinga sem útskrifast árlega er það lítill að örfáir ó- venju ungir eða gamlir einstaklingar geta breytt meðalaldri útskrifaðra töluvert. Meðalútskriftaraldurinn 32 ár þýðir að meðallengd starfsævi miðað við starfslok við 67 ára aldur er um 35 ár. Ef nemar í bókasafns- og upplýsingafræði innrituðust strax að loknu stúdentsprófi tvítugir að aldri og lykju námi á þremur árum yrði lengd starfsævi 44 ár í stað 35 ára nú, sem þýddi að um 20% færri þyrfti að mennta til að sinna sömu störfum á sama tímabili en nú þarf, en þá er ekki tekið tillit til margs konar affalla sem óhjákvæmilega verða í öllum starfsstéttum. Ekki hafa fengist upplýsingar urn hvernig þessu er háttað í öðrum greinum, e.t.v. er það svipað. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að ennþá hefja margir nemar í bókasafns- og upplýsingafræði störf á þessu sviði þannig að nýting mennt- unarinnar í starfi er tiltölulega meiri en útskriftaraldur gefur til kynna. Tafla 3: Dreifing útskriftaraldurs bókasafnsfræðinga á aldurstímabil til desember 1993: Aldur fólks við útskrift Fjöldi Hlutfall afheild 22-30 ára 140 58.6% 31—40 ára 57 23.9% 41-50 ára 28 11.7% 51-60 ára 14 5.9% Alls: 231 100% Nýting Bókavarðanáms bókafulltrúa ríkisins og Bréfaskólans Bókavarðanám bókafulltrúa ríkisins og Bréfaskólans hófst 1986, eftir margra ára undirbúning. Fyrstu nemendurnir út- skrifuðust 6. október 1989. Sumarið 1991 höfðu 114 manns innritast. Konur voru í miklum meirihluta eða 106 innrit- aðra og 42 af 44 sem útskrifast hafði. Frá sumrinu 1991 til desember 1994 höfðu 11 útskrifast til viðbótar, allt konur. 84 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.