Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 28
Þórdís T. Þórarinsdóttir forstöðumaður, Bókasafni Menntaskólans við Sund Bókasöfn í almennum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu Samanburður 1984 og 1994 YFIRLIT Fjallað er um þróun og stöðu bókasafna í almennum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknar, sem birtist í Bókasafhinu 9(1985)1: 19-24, eftir höfund um svipað efni undir titlinum Skólasöfh í al- mennum framhaldsskólum á höfuðborgarsvœðinu : hlutverk peirra og staða, eru bornar saman við niðurstöður úr nýrri rannsókn. Tekur samanburðurinn til mismunandi þátta í útbúnaði og starfsemi safnanna, s.s. til húsnæðis, fjár- veitinga, safnkosts og starfsfólks. Fjallað er sérstaklega um tölvuvæðingu safn- anna sem var ekki hafin er fyrri könnunin var gerð. Helstu niðurstöður eru að veruleg framþróun hefur átt sér stað á söfnunum, að 90% þeirra eru að tölvu- væðast og 60% hafa tryggt sér aðgang að upplýsingahraðbrautinni. Inngangur I níunda árgangi Bókasafnsins frá 1985 birtist á bls. 19-24 könnun höfundar á stöðu bókasafna í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu undir titlinum: Skólasöfn í almennum firamhaldsskólum á höfuðborgarsvœðinu : hlutverk þeirra og staða. I sama hefti blaðsins (bls. 25-29) birtist einnig úttekt á stöðu safna í framhaldsskólum á landsbyggðinni eftir Grím- hildi Bragadóttur undir titlinum: Bókasöfh framhaldsskólanna utan höfuðborgarsvœðisins. Höfúndur hefur lengi haft áhuga á að kanna hvernig söfn- unum hefur reitt af og hver staða þeirra sé nú og fylgja þannig könnuninni eftir, en uppbygging safnanna hefur oft á tíðum kostað baráttu af hendi forstöðumanna þeirra svo sem fram hefur komið á samstarfsfundum starfsmanna. Könnunin fór þannig fram að forstöðumönnum bóka- safna í almennum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu var sendur spurningalisti. Allir þátttakendur, tíu að tölu, skil- uðu inn upplýsingum og eru þeim hér með færðar bestu þakkir fyrir ómakið. Niðurstöður könnunarinnar fara hér á eftir. 1 henni eru fá bókasöfn skoðuð niður í kjölinn og hefur hún því frekar einkenni eigindlegrar (e. qualitative) rann- sóknar en megindlegrar (e. quantitative). A sl. áratug hefur mikil uppbyggingarstarfsemi farið fram á bókasöfnum framhaldsskólanna. A höfuðborgarsvæðinu hefur enginn nýr framhaldsskóli verið stofnaður á tímabil- inu. Einn skólanna, Verzlunarskóli Islands flutti í nýtt hús- næði. Samhliða því var ráðinn bókasafnsfræðingur að skól- anum og byggt upp bókasafn sem opnað var notendum haustið 1986. Betrumbætur hafa verið gerðar á húsnæði sumra skólanna, s.s. byggt við Menntaskólann í Kópavogi og flutti bókasafnið þá í nýtt og stærra húsnæði. Einnig hefur bókasafn Flensborgarskólans í Hafnarfirði flutt í stærra hús- næði. Fyrirhugað er að Fjölbrautaskóli Garðabæjar flytji í nýtt húsnæði árið 1997. Ennfremur er stofnun nýs fram- haldsskóla á höfúðborgarsvæðinu í undirbúningi, þ.e. Borgar- holtsskóla í Grafarvogi. Þegar fyrri könnun var gerð var Framhaldsdeild Sam- vinnuskólans starfrækt í Reykjavík, en hún var lögð niður haustið 1989. Annars starfa allir þeir framhaldsskólar sem fyrri könnun tók til ennþá. Aðurnefnd könnun var gerð á starfsemi safnanna á árun- um 1983 og 1984 sem voru enn frumbýlingsárin hjá mörg- um þeirra. Bókasafnsfræðingur var fyrst ráðinn að bókasafni í almennum framhaldsskóla árið 1978 og þá að Mennta- skólanum við Hamrahlíð, en fyrsta formleg staða bóka- safnfræðings við almennan framhaldsskóla var stofnuð í árs- byrjun 1980, hálf staða við Bókasafn Menntaskólans við Sund. Nokkru áður (árið 1973) hafði bókasafnsfræðingur verið ráðinn að Iðnskólanum í Reykjavík og mun það vera einn fyrsti bókasafnsfræðingurinn sem ráðinn var að framhalds- skóla hér á landi, en árið áður (1972) hafði bókasafnsfræð- ingur verið ráðinn að Kennaraháskóla íslands sem á þeim tíma starfaði bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi. Þegar bókasafnsfræðingar réðust til framhaldsskólanna komu þeir að mjög misgóðu búi. I sumum skólanna höfðu áhugasamir kennarar þegar byggt upp góðan vísi að bókasafni (sbr. Þórdís, 1985, s. 21). Mikið vatn hefur til sjávar fallið síðan fyrri könnunin var gerð og mikil framþróun hefur orðið á umræddum söfnun. Komin eru ný lög og reglugerð um framhaldsskóla í millitíð- inni og enn eru ný lög í farvatninu. Skóla- og menntamál eru í deiglunni í landinu um þessar mundir, bæði hvað varðar nám í grunnskólum og framhaldsskólum. Söfnin eru nú sem óðast að tölvuvæðast og farin að nýta sér töfra tölvusamskipta og margmiðlunar. I greinargerð með Frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem lagt var fram á Alþingi sl. vetur, segir um 35. grein lag- anna í XI. kafla: Skólasafn, (s. 35): Á undanförnum árum hefur orðið mildl breyting á aðstöðu margra fram- haldsskóla með tilkomu vandaðra skólasafita og hafa bókasafnsfræðingar haft forystu í því uppbyggingarstarfi. Skólasafn er einn af hornsteinum skólastarfs í framhaldsskólum og er mjög mikilvægt bæði nemendum og kennurum í daglegu starfi. I þessari málsgrein felst staðfesting á gildi bókasafna fyrir skólastarf almennt og ennfremur mikil viðurkenning á því brautryðjendastarfi sem bókasafnsfræðingar hafa unnið við framgang bókasafna í framhaldsskólum, enda hafa starfs- menn safnanna lagt metnað sinn í að byggja söfnin eins fag- lega upp og kostur hefur verið. 28 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.