Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 86

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 86
sjötta hundrað, að meðtöldum smæstu almenningsbókasöfn- um. Ógerlegt reyndist að fá nákvæmar upplýsingar um fjölda bókasafna þar sem ekld var hægt að komast að hvort allir að- ilar (sveitarfélög og skólar) sem lögum samkvæmt áttu að reka bókasafn gerðu það. Langflest voru almenningsbókasöfnin 233 (Arsskýrsla bókafulltrúa ríkisins ... 1986). Upplýsingar fyrir tímabilið 1987—1988 í ársskýrslum almennings- og grunnskólasafna, Arskýrslu Skólasafnamiðstöðvar ... 1987og Skrá um íslensk bókasöfn 1987 gera kleyft að áætla, mjög gróflega, ritaeign í 321 þeirra bókasafna sem þar eru skráð. Flest þeirra bóka- safna sem á vantar eru það smá að upplýsingar um ritaeign þeirra myndu lítið sem ekkert breyta heildarmyndinni. Um er að ræða 127 bókasöfn á höfuðborgarsvæðinu og 194 utan þess, sem ætla má að hafi átt rúmar 3 miljónir eintaka, eða rúm 12 bindi á mann á þeim tíma. Sé gengið út frá því að rit almennings- og skólasafna séu að miklu leyti bókmenntir, almenn fræðslu- og upplýsingarit og tómstundaefni en rit rannsókna- og sérfræðibókasafna að miklu leyti vísinda-, upplýsinga-, fræðsluefni ætlað fagfólki og bókmenntir, má áætla mjög gróflega, út frá bókasafnateg- und um hvers konar rit er að ræða: bókmenntir, vísinda-, upplýsinga-, fræðsluefni almennt eða fyrir fagfólk eða tóm- stundarit, og hvernig þau dreifast um Iandið. Ritakosturinn skiptist þannig að ríflega helmingur eða um 1.600.000 eru í 163 almenningsbókasöfnum, þar af eru tæp 600.000 í 19 almenningsbókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. I 68 grunnskólasöfnum eru rúm 300.000 rit, þar af eru um 2/3 í 32 grunnskólasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. í 27 fram- haldsskólasöfnum var ritakostur áætlaður um 130.000 bindi, um 2/3 hlutar hans voru í 16 framhaldsskólasöfnum á höfuð- borgarsvæðinu. í 63 rannsókna- og sérfræðibókasöfnum voru á þessum tíma rúm 900.000 rit. Þau voru nánast öll í 60 rannsókna- og sérfræðibókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega skal tekið fram að hér er átt við bindafjölda en ekki fjölda titla. Fjöldi titla er miklu minni en bindafjöldi, þar sem sama ritið er til á mörgum bókasöfnum og mörg ein- tök geta verið til af sama riti á sama bókasafni. Sérstaklega á það við um almennings- og skólasöfn. Sennilegt er að fjöldi titla hafi ekki verið nema um þriðjungur af fjölda eintaka. Samkvæmt þessari grófu áætlun voru á tímbilinu 1987-1988 um 1.800.000 rit á höfuðborgarsvæðinu, eða um 13.5 eintök á mann og um 1.200.000 utan þess, eða um 11 eintök á mann. Ritakostur utan höfuðborgarsvæðisins er dreifður um allt land, þar er aðallega um að ræða rit á almenn- ings- og skólasöfnum sem eru að vissu marki þau sömu frá einu bókasafni til annars. Því er ljóst að fjölbreytileiki ritaðra heimilda er mildu minni utan höfuðborgarsvæðisins en á því. Súlurit 2: Dreifing ritakosts á mann. Dreifing á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Fjöldi rita í 1000 á Fjöldi rita í 1000 utan höfuöborgarsvæðinu höfuðborgarsvæöisins Þar við bætist að almenningsbókasöfn utan höfuðborgar- svæðisins og stærstu þéttbýlisstaða eru lítil bókasöfn. I þeim er hlutfall tómstundaefnis væntanlega tiltölulega hærra en hlutfall fræðslu- og upplýsingaefnis. Fólk utan höfúðborgar- svæðisins hefur því aðgang að færri eintökum rita, færri titl- um og enn færri vísinda-, fræðslu- og upplýsingaritum en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Enda þótt fjöldi eintaka í al- menningsbókasöfnum sé mestur á mann í allra fámennustu sveitarfélögunum (Ársskýrslur almenningsbókasafna 1987- 1991) er samanburðurinn þeim væntanlega samt óhagstæður varðandi vísinda-, fræðslu- og upplýsingaefni. Auk þess bætast mun fleiri titlar við árlega í bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu þannig að þessi munur eykst stöðugt. 4. Löggjöfum bókasafnamál Engin lög eru til sem ná til allra íslenskra bókasafna. Þau heyra undir hin ýmsu ráðuneyti og engin einn aðili ber á- byrgð á skipulagi og áætlanagerð um þróun þeirra, þannig að tryggt sé að bókasafns- og upplýsingaþjónusta sé eins góð, á landsvísu og mögulegt er miðað við: þann mannafla sem hef- ur menntun og/eða þjálfun til bókasafns- og upplýsingastarfa, þann safnkost sem til er á bókasöfnum og þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Akvæði um samstarf Samkvæmt Lögum um Landsbókasafn Islands — Háskóla- bókasafii nr. 71/1994 er því safni, eins og vænta mátti, ætlað að gegna forystuhlutverki meðal bókasafna landsins þar sem það skal halda uppi fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vís- inda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs (6. gr.). Þá skal það eiga sem víðtækast samstarf við önnur íslensk bókasöfn, veita þeim þjónustu með starfrækslu samskrár og með því að láta þeim í té tölvu- og skráningarþjónustu, eftir því sem stjórn þess ákveður. Það skal vera landsmiðstöð fyrir millisafnalán. (7. gr.). I Reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1976 er ákvæði um að sérstakur fulltrúi, Bókafulltrúi ríkisins, skuli annast málefni almenningsbókasafna og skólasafna í grunnskólum. Honum ber samkvæmt reglugerðinni að koma á sem nán- ustu samstarfi almenningsbókasafna innbyrðis, stuðla að sam- vinnu og samnýtingu safnkosts meðal þeirra og koma á sam- vinnu við önnur bókasöfn urn lán milli safna og annars kon- ar gagnkvæma fyrirgreiðslu. í Lögum um almenningsbókasöfh nr. 50/1976 eru hins vegar hvorki ákvæði um að þeim beri að hafa samstarf sín á milli né við bókasöfn utan almennings- bókasafnageirans. Ákvæði um þróun bókasafns- og upplýsingamála Tveir aðilar eru öðrum fremur stefnumarkandi um þróun bókasafns- og upplýsingamála, enda þótt þeir hafi lögum samkvæmt ekki vald til ákvarðanatöku í öðru en eigin mál- efnum, ber þeim samkvæmt lögum og reglugerð að veita ís- lenskum bókasöfnum fagleg ráðgjöf og stuðla að samræm- ingu og samstarfi meðal þeirra. Þeir eru: Landsbókasafn fslands - Háskólabókasafn sem m.a. ber að stuðla að samræmingu starfshátta í íslenskum bókasöfnum, veita þeim faglega ráðgjöf og eiga við þau sem víðtækast samstarf og taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði rannsóknabókasafna og upplýsingamála (Lög um Landsbóka- safn íslands - Háskólabókasafn, nr. 71/1994, 7. gr.). Og Bókafúlltrúi ríkisins sem samkvæmt Reglugerð um almenn- ingsbókasöfn skal, m.a., vera ráðunautur opinberra aðila um málefni bókasafna og starfa að framþróun þeirra og tengingu 86 Bókasafhið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.