Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 53
sig. Því var ekki hægt að miða við ákveðna prósentutölu af
heildarfjölda bókasafnsfræðinga en til þess að úrtakið yrði
marktækt var ákveðið að það þyrfti að vera nokkuð stórt og
ná til flestra svæða í hverju landi. Að samkomulagi varð að
hvert land skyldi hafa jafnstórt úrtak enda þótt fjöldi bóka-
safnsfræðinga í hverju landi væri mismunandi. Akveðið var
að hvert land skyldi velja 120 aðila í úrtak. Þetta reyndist
erfitt fyrir Island þar sem ekki eru svo margir bókasafnsfræð-
ingar starfandi í almenningsbókasöfnum. Því var brugðið á
það ráð að hafa þrjá hópa, bókasafnsfræðinga í almennings-
bókasöfnum, ófaglærða bókaverði í almenningsbókasöfnum
og bókasafnsfræðinga sem störfuðu á öðrum vettvangi en í
almenningsbókasöfnum. Á þann hátt voru valdir 158 aðilar
og er íslenska könnunin því nokkuð öðruvísi en hinar. Þegar
upp var staðið var þó hægt að nota fyrsta hópinn á Islandi,
þ.e. bókasafnsfræðinga í almenningsbókasöfnum, þar sem
svörunin var nægileg til þess að gera íslensku þátttökuna
marktæka. Svör hinna hópanna tveggja eru í nokkrum tilvik-
um notuð í norrænu könnuninni en endanlega úrvinnsla og
samanburður á viðhorfum þessara þriggja hópa er eingöngu
unnin hér á landi.
Svörun efitir hóp um
Utsendir Iistar Svör
Hópur 1 (Bókasafnsfræðingar i alm. söfnum) 51 39 (76.47%)
Hópur 2 (BókasafnsfræSingar í öðrum söfnum) 53 33 (62.26%)
Hópur 3 (Ófaglærðir bókaverðir í alm. söfnum) 54 31 (57.41%)
í íslensku könnuninni var, eins og áður er sagt, 158
manna úrtak sem helgaðist af því að bókasafnsfræðingar í al-
menningsbókasöfnum á íslandi töldust vera alls 51 og því var
leitast við að fá viðmiðunarhópana álíka stóra. í Hópi 2 voru
53 bókasafnsfræðingar sem starfa utan almenningsbókasafna
og í Hópi 3 voru 54 ófaglærðir bókaverðir.
Við úrtak í Hópa 1 og 2 var notuð útprentun úr lista Fé-
lags bókasafnsfræðinga en einnig var skoðaður listi yfir út-
skrifaða bókasafnsfræðinga frá Háskóla íslands sem undirrit-
uð hefur endurnýjað reglulega. Við val í Hóp 2 var miðað við
að fá bókasafnsfræðinga úr öllum tegundum bókasafna til
þess að svörin gætu ekki talist einskorðuð við eina tegund
safna, t.d. skólasöfn. Við val í Hóp 3 var notuð skrá frá Bóka-
fulltrúa ríkisins, Almenningsbókasöfh, þar sem finna má nöfn
allra bókavarða sem starfa við almenningsbókasöfn um allt
land. Leitast var við að velja bókaverði alls staðar að af land-
inu og í öllum stærðum safna.
Svörun
Heildarsvörun úr íslensku könnuninni var aðeins 105 svör
eða 66.45%, þar af var tveimur könnunum skilað óútfyllt-
um. Innan hópanna var talsverður mismunur á svörun.
A þessu sést að besta svörunin var hjá þeim hópi bóka-
safnsfræðinga sem vinnur í almenningsbókasöfnum enda má
segja að könnunin hafi verið einna best sniðin að þeirra
veruleika. Góð svörun innan þessa hóps gerði það að verk-
um, eins og áður sagði, að þeirra svör dugðu til að gera fram-
lag Islands marktækt án þess að hinir hóparnir væru teknir
með.
I því sem hér fer á eftir er aðeins getið um svör við örfáum
spurningum til þess að gefa lesendum ofurlitla innsýn í við-
fangsefnið. Fyrst er gerð grein fyrir viðkomandi spurningu,
síðan eru gefnar niðurstöður, þær túlkaðar og loks getið um
svör og athugasemdir sem svarendur gáfu við hverri spurn-
ingu sérstaklega.
1. Spurningar um ábyrgð
Fyrstu spurningarnar í könnuninni tengdust hugmyndum
um hvert sé aðalhlutverk bókavarðarins og hvernig hann
sinni því. Hér togast á tvær meginstefnur, annars vegar for-
sjárhyggja þar sem bókavörður lítur á það sem skyldu sína
að hafa vit fyrir notendum sínum og hins vegar hugsjónin
um óheft upplýsingaflæði þar sem aðalatriðið liggur í þjón-
ustunni sjálfri.
Hér vildu menn kanna hvort bókavörðurinn líri svo á að
hann beri ábyrgð gagnvart notandanum á því safnefni sem
hann lætur af hendi. Þetta er spurning um hliðstæðu við heil-
brigðisstéttirnar eða lækninn sem ber ábyrgð á því að gefa
réttu lyfin við sjúkdómnum - og í beinu framhaldi af því var
verið að kanna hvert er hlutverk bókavarðar og bókasafns
gagnvart notandanum. Ef bókasafnsfræðingurinn er sérfræð-
ingur sem á tilkall til þess heitis ætti að vera hægt að gera
kröfu um að hann geti séð fyrir afleiðingar þess að láta fólki í
té skaðlegar upplýsingar.
I þessum fyrsta kafla siðfræðikönnunarinnar var gefin upp
dæmisaga sem hér segir:
Dag nokkurn þegarþú ert d vakt í bókasafhinu tekurþú eft-
ir unglingi sem reikar um bókasafnið. Loks herðir hann upp
hugann og biður þig um hjálp. Þessi ungi maður segir þér að
hann sé í menntaskóla og eigi að skrifa ritgerð um sjálfsvíg.
Hann hefiir heyrt að nýlega sé komin út handbók einmitt um
þetta efhi og vill gjarnan fá hana lánaða og biður þig að finna
hana fyrir sig. Þú ert mjög í vafa um að hann segi satt. Hann
virðist vera í ójafhvtegi og lítur þunglyndislega út. Hann gátti
vel verið sjálfur í sjálfsvígshugleiðingum.
Mundir þú hjálpa honum að finna bók sem bœri heitið
„Handbók um sjálfsvíg‘?
Ef þessi ungi maður í raun fremur sjálfsvíg, fyndist þér þú
bera einhverja ábyrgð á því?
í þessari töflu eru saman komin öll svör íslenskra þátttak-
enda. Eins og sjá má á þessari töflu svara flesdr á þann veg
að þeir mundu hjálpa viðkomandi við að fmna þessa bók.
Hér eru það fleiri sem líta svo á að þeim beri skylda til að
hjálpa notanda að fmna upplýsingar án tillits til þess hvernig
viðkomandi ætlar að nota þær þótt sumir séu ekki alveg viss-
ir. Nokkuð margir eru þó í vafa og eru jafnvel algerlega mót-
fallnir því að hjálpa til við upplýsingaleitina.
Miðgildi er rúmlega 3, þ.e. að þeir sem eru jákvæðir gagn-
vart upplýsingamiðlun án tillits til væntanlegs notagildis eru
fleiri en hinir en hins vegar er það eftirtektarvert hver margir
eru ekki vissir.
I Töflu 2 eru bornar saman skoðanir þeirra þriggja mis-
munandi hópa sem tóku þátt í könnuninni á íslandi. Þar er
Bókasafhið 19. árg. 1995 53