Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 17
Athugasemd við ritdóm A skólasafni : handbók / Kristín Unnsteinsdóttir og Ragn- hildur Helgadóttir ; teikningar Anna Cynthia Leplar. - Reykjavík : Mál og menning, 1993. — 106 s. Þrátt fyrir mikla bókaútgáfu hér á landi eru tiltölulega fáar íslenskar handbækur gefnar út. Þetta er mjög bagalegt, bæði fyrir námsfólk og allan almenning. Þessi gloppa í bókaútgáf- unni á sér að sjálfsögðu skýringar; handbækur eru seinunnar og í þeim er lítil hagnaðarvon, þær munu seint komast á efsta tind sölulistans. Arið 1993 kom út handbók um skólasöfn í grunnskóla: A skólasafni eftir þær Kristínu Unnsteinsdóttur og Ragnhildi Helgadóttur. Utgefandi er Mál og menning. Höfundarnir eru skólasafnskennarar við Æfmgaskóla Kennaraháskóla íslands og hafa áður gefið út kennslubækur í safnfræðslu. Það er mik- ill fengur að þessari handbók fyrir alla kennara og ekki síður ætti hún að koma að góðum notum við kennslu fyrir verð- andi skólasafnskennara. Það er ekki ætlun mín að ritdæma þessa bók, það hafa aðr- ir gert; Jónas Pálsson skrifaði um hana í Mbl. 2. febrúar síð- astliðinn og gerði þar skýra grein fyrir bókinni. Annar ritdómur birtist í tímaritinu Bókasafnið 18. árg., apríl 1994 og er skrifaður af Ingibjörgu Sverrisdóttur. Það var margt í þeim ritdómi sem vakti undrun mína og mig langar að gera athugasemdir við. Ingibjörgu finnst „vanta nánari skilgreiningu á því hvað skólasafn er.“ Þetta er dálítið einkennileg athugasemd því bókin fjallar öll um hlutverk, markmið og starfsemi skóla- safna. Naumast er ástæða til að skilgreina í smáatriðum hvað sé átt við með orðinu skólasafn. Tuttugu ár eru liðin síðan lögfest var að við hvern grunnskóla í landinu eigi að vera skólabókasafn. Annar kafli bókarinnar: Skólasöfn á lslandi fjallar að hluta til um lög og reglugerðir um skólasöfn 1970-1991. Um hann segir í ritdómnum: „Allt of miklu plássi er eytt í að gera grein fyrir úreltum reglum og lögum, sem hafa verið numin úr gildi, t.d. grunnskólalögunum frá 1974, en minna fjallað um þau lög sem eru í gildi nú“. Ingibjörg athugar ekki, að meðan reglugerð um starfshætti á skólasöfnum er ókomin út, eru lögin frá 1974 enn stefnu- markandi varðandi skólasöfn í grunnskólum landsins, þar sem í grunnskólalögunum frá 1991 eru engin nýmæli (frá lögunum 1974) að finna um skólasöfn. A mörgum stöðum munu þýðingarmikil ákvæði laganna frá 1974 hafa haldist ó- breytt, um er að ræða ákvæðið sem segir til um aldur nem- enda sem eiga rétt á hópnámi á bókasafni og svo ákvæðið um starfstíma safnanna, samanber bls. 34 í bók þeirra Kristínar og Ragnhildar. Greinarhöfundur saknar þess að ekki skuli vera gerð grein fyrir þróun skólasafna eftir 1970. Það hefði vissulega verið mjög áhugavert að fá vitneskju um þá þróun. En þar er naumast við höfunda bókarinnar að sakast, því rannsóknir skortir til þess að gera marktæka grein fyrir þróuninni. Mér eru kunnar þær heimildir sem Ingibjörg vitnar til, Könnun á aðstöðu og búnaði í skólum 1981 annars vegar og Könnun á stöðu skólasafha 1989 eftir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur. Að mínu mati eru þessar kannanir eða athuganir ekki hliðstæðar og það ólíkar að erfitt væri að bera þær saman í því markmiði að sjá þróun skólasafnanna milli áranna 1981-1989. Sumar vangaveltur Ingibjargar Sverrisdóttur í þessum rit- dómi koma bókinni harla lítið við, en freistandi er að gera við þær athugasemdir. Hún segir t.d.: „ ... er ég ósammála höfundum um að skólasafnvörður eigi endilega að sjá um sögustundir. Það á hann alls ekki að gera nema hann hafi gaman af því. Annars er miklu betra að fá einhvern annan til þess, t.d. rithöfunda eða aðra sem áhuga hafa.“ Greinarhöfundi er það greinilega ekki ljóst að sögustund- ir fyrir yngri börnin er fastur liður í starfi skólasafnskennara á skólasöfnum grunnskólanna, enda afar mikilvægur þáttur í lestraruppeldinu. Þeir skólasafnskennarar sem ég þekki til leggja mikla rækt við sögustundirnar enda laða þær börnin að söfnunum. Auk þess held ég að flestir hafi gaman af! Það mætti ætla af þessum orðum að skólasafnskennari eigi eingöngu að fást við það sem hann hefur gaman af en láta aðra sem áhuga hafa um afganginn! Reykjavíkurborg gefur skólum sínum kost á að fá rithöf- unda til að kynna verk sín í skólunum tvisvar á vetri og greið- ir þann kostnað. Mér er ekki kunnugt um að það tíðkist hjá öðrum sveitarfélögum. Gerir Ingibjörg Sverrisdóttir virkilega ráð fyrir að rithöfundar eða aðrir „sem áhuga hafa“ bíði í röð- um við safndyrnar til að vinna sjálfboðavinnu mörgum sinn- um í viku? Eða finnst henni sögustundirnar svo lítils virði að nægjanlegt sé að hafa þær tvær á vetri eða alls engar? Ymsar þversagnir eru í rökfærslu greinarhöfundar. Hún segir: „Ég er sammála höfundum um að safnkennsla sé eitt mikilvægasta starf skólasafnvarðarins og þá í hvaða mynd sem er.“ en síðar í greininni, þar sem rætt er um starfsheiti, segir: „Mér leiðist þetta orð, skólasafnskennari, það er útúrsnún- ingur og ekkert annað.“ Mér er spurn: út úr hverju er verið að snúa? I bókinni er ítarleg heimildaskrá og auk þess bent á stuðn- ingsrit varðandi efnið. í ritdómnum er gerð sú athugasemd að sum stuðningsritin séu allt of gömul og ástæða til að sleppa ritum sem séu um og yfir 20 ára gömul. Mig langar aðeins til að benda á að af 55 stuðningsritum sem vísað er til eru 12 um eða yfir 20 ára gömul! I bók sem gerir grein fyrir sögu skólasafna á íslandi er naumast hægt að sneyða alger- lega hjá ritum eldri en tuttugu ára! Ritdómurinn endar á þessum orðum: „Málfar er varfærn- islegt, allt að því hátíðlegt. Afhverju? Þetta er og á að vera skemmtilegt.“ Handbækur hafa að geyma hnitmiðaðar upplýsingar á af- mörkuðu sviði, settar fram á kerfisbundinn hátt. Þær ber að meta eftir því hversu vel þær ná að uppfylla þau skilyrði, en naumast er hægt að gera kröfú til að þær hafi skemmtanagildi! Þó að við Ingibjörg Sverrisdóttir séum báðar bókasafns- fræðingar er augljóst að við leggjum ekki sörnu mælistiku á bækur. Að mínu mati er bókin A skólasafni sérlega vel unnin og vönduð handbók sem tekur til flestra ef ekki allra þátta í starfsemi grunnskólasafna hér á landi. Efnisyfirlit er nákvæmt og efnisþáttum raðað skipulega svo auðvelt er að fletta upp á einstökum atriðum. Aftast í bókinni er skrá yfir heimildir og stuðningsrit á annað hundrað að tölu, svo sjá má að víða hef- ur verið aflað fanga. Ég á erfitt með að átta mig á því viðhorfi sem ríkir í um- sögn Ingibjargar Sverrisdóttur um þessa bók. Það er eins og að hún sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Gagnrýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera studd gildum rökum og hafa sanngirni að leiðarljósi. Ef hvoru tveggja skortir segir um- sögnin meira um þann sem skrifar en það sem skrifað er um. Ragnheiður Jónsdóttir skólasafnskennari, Melaskóla Bókasafnið 19. árg. 1995 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.