Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 12
byltingarleiðtog- ans Vladímír Iljítsj Lenín. Frá þessu greinir hann í endur- minningum sín- um þar sem hann skrifar heil- an kafla um þennan frægasta lestrarsal heims (Uti í heimi, s. 66-81). Hann er ekki einn um það, og hafa birst fjölmargar lýs- ingar á lestrar- salnum, m.a. í ljóðinu The Brit- ish Museum Rea- ding-Room (s. 160-161) eftir enska ljóðskáldið Louis MacNeice og í skáldsögunni Þrír á báti (s. 6-8) eftir landa hans Jerome K. Jerome. Fyrir jólin árið 1993 kom út bók eftir ungan rithöfund, Kristján Kristjánsson, sem heitir Fjórða hœðin. Þegar ég fór að glugga í hana beindist athygli mín strax að heiti íyrsta kafl- ans. Fyrsti kaflinn heitir nefnilega Bókasafnið og ekki nóg með það, fyrsta setningin í fyrsta kaflanum byrjar á sama orð- inu - Bókasafnið ... Bókasafnið var þarna fyrir framan mig, og á vinstri hönd fiskbúðin í kjallara hornhússins. (Fjórða hœðiti, s. 7) Fjórða hœðin er fyrsta íslenska skáldsagan þar sem íslenskt bókasafn er valið sem aðalsögusvið. Hæðin sem nefnd er í nafni bókarinnar er reyndar ekki til nema í minni söguhetj- unnar sem fjórða hæð safnahúss í bæ norður í landi (Siglu- firði) og sagan fjallar auðvitað ekki fyrst og fremst um bóka- vörslu. Bókasafnið, stofnun sem geymir ritaðar minjar um liðna tíð, er tákn fyrir fortíð sem reyndist öðru vísi í minning- unni en í raunveruleikanum. En söguhetjan er komin heim til að taka við bóka- varðarstöðu og í bókinni eru ágætar lýsingar á störfum hennar. Kristján nam eitt sinn bókasafnsfræði við Há- skóla Islands og gæti það að einhverju leyti skýrt val hans á sögusviðinu. I Svefnhjólinu eftir Gyrði Elíasson röltir söguhetjan eitt dimmt og einmanalegt kvöld niður á Borgarbóka- safnið í Þingholtsstræti í þeim erindagerðum að hnupla bók. Hann hittir fyrir tvo bókaverði, þyrrkingslega gráhærða konu og fallega dökkhærða stúlku í grænni peysu. Bókin sem hann ætlaði að stela var ekki inni svo hann tekur Ódysseifskviðu að láni í staðinn. Ein frumlegasta lýsing á bókum í bókahillu sem ég hef lesið er í smásögu eftir Gyrði. Prestur nokkur í smásögunni Flimnastiginn fór daglega á bæjarbókasafnið og sat „... úti í horni og las í gömlu útgáf- unni af Þjóð- sögum Sigfúsar Sigfússonar þangað til safn- ið lokaði og bókavörðurinn hafði reykt sín- ar tuttugu sí- garettur og loft orðið mettað og ógagnsætt innan dyra, bókahillurnar einsog fugla- bjarg í þoku, fuglarnir allir sofandi“ (Hey- kvísl oggúmmí- skór, s. 75). Hvernig um- fjöllun fá svo bókasafnsfræð- ingar? I vinsælli þýddri bók eftir Fannie Flagg, Steiktirgrœn- ir tómatar, sem kom út í Reykjavík fyrir tveimur árum er að finna eftirfarandi klausu í kafla sem nefnist Grenningarbúð- irnar. Evelyn var búin að vera þarna næstum tvo mánuði og hafði misst tuttugu og þrjú pund. En hún hafði eflst á öðru sviði, hún hafði fundið hópinn sinn, hópinn sem hún hafði leitað að allt sitt líf. Hérna voru þær, sæt- indahnuplararnir, holdugu húsmæðurnar, fráskildu konurnar, einhleypu kennslukonurnar og bókasafnsfræðingarnir, allar að vonast eftir nýju tækifæri í lífinu, sem grennri og heilbrigðari einstaklingur. (Steiktirgrœn- ir tómatar, s. 348) Hér eru bókasafnsfræðingarnir aldeilis komnir í góðan fé- lagsskap með fólki (þ.e.a.s. að sjálfsögðu eingöngu kvenfólki) sem hefur beðið lægri hlut í lífinu og „vonast eftir nýju tæki- færi“! Að vísu held ég að þýðandi bókarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir muninum á bókasafnsfræðingi og bókaverði. Höfundurinn hefur líklega átt við alla bókavarðastéttina en ekki eingöngu bókasafnsfræðingana. Hvað sem því líður er þetta enn eitt dæmi um það að gamla bókavarðarímyndin er ekki útdauð ennþá. Bókasafnsfræðingar eru enn sjaldséðir fuglar í íslenskum bókmenntum. Einn kemur þó fyrir í fyrstu skáldsögu Einars Kárasonar Þetta eru asnar Guðjón. Hippapar leigir söguhetj- unni íbúð meðan þau dvelja erlendis. Hipparnir komu sólbrún og hress frá Mexíkó en stoppuðu bara nokkra daga í bænum, síðan skelltu þau sér eitthvað út á land um óákveðinn tíma. Hún var bókasafnsfræðingur en hann vefari. En þetta var ágætis fólk og við sömdum um að ég hefði íbúðina og köttinn þartil þau kæmu aftur. (Þetta eru asnar Guðjón, s. 66) Síðar koma þau aftur úr sveitinni: Mexíkófararnir komu í bæinn og þá ákvað ég að skella mér í sveitina. Þeim fannst þetta alveg frábært, hreinlega stórkostlegt, að ég skyldi ætla að búa í kommúnu uppí sveit. Ungt fólk að lifa saman í náttúrunni. Al- best væri þó að þarna væri stunduð lífræn ræktun. Bíódýnamísk! Þau vissu allt um það. Þegar ég kvaddi sögðu þau að ég gæti alveg fengið að sofa hjá þeim ef ég þyrfti að stoppa í bænum. Þetta var stórskrýtið fólk þegar ég hugsa út í það (Þetta eru asnar Guðjón, s. 81) Þetta er eini bókasafnsfræðingurinn sem ég veit um í ís- lenskum bókmenntum og það verður að segjast að lýsingin 12 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.